Vikuskipan

  • Velkomin/n! - gott að sjá þig


    • Mikilvægar upplýsingar til nemenda


      • Samskipti við kennara: öll samskipti við kennara eru í gegnum moodle kennslukerfið eða netfangið sigridur.asta.hauksdottir@vma.isEinnig er hægt að óska eftir myndsamtali. 
      • Námsráðgjafar: Helga Júlíusdóttir og Svava Hrönn Magnúsdóttir,  HÉR er hægt að panta tíma hjá þeim.

        • Námsáfanginn er skipulagður í vikulöngum lotum sem hefjast á mánudagsmorgni og lýkur á sunnudagskvöldi (23:55). 

        • Mikilvægt er að átta sig á að verkefni geta staðið yfir í lengri tíma en eina viku en fram kemur í hverri viku hvaða vinnu er reiknað með af hálfu nemandans þá vikuna.

        • Öll verkefni gilda til lokaeinkunnar, ekki eru hefðbundin lokapróf. Verkefni geta verið einstaklings- eða hópaverkefni, umræður, rituð verkefni eða munnleg, ljósmyndir, kvikmyndir, próf, tónlist eða hvað annað sem við á. Allar upplýsingar skulu koma fram í Moodle í hverri viku um hvers er ætlast til af nemanda þá vikuna hvort sem það eru skilaverkefni eða ekki.

        • Allt lesefni, myndefni og hlekkir frá kennara er aðgengilegt á Moodle



    • Vefslóð icon

      Viðmiðin liggja til grundvallar varðandi námsmarkmið í áfanganum og kröfur til náms. 

  • 22. janúar - 28. janúar

    Við byrjum þessa fyrstu viku rólega og þið skoðið kennsluáætlun áfangans vel ásamt því að við förum að skoða geðheilsu og geðheilbrigði. Í áfanganum þegar við förum að kafa dýpra og skoða efnið betur munum við rekast á allskonar orðanotkun. 

    Geðrænn vandi = Veikindi sem hafa áhrif á heilann og snúast um tilfinningar okkar, hvernig við hugsum og hegðum okkur. Það eru til mörg orð yfir slík veikindi og mismunandi hvaða fólk velur að nota. Algengt er að nota jöfnum höndum þessi orð: Geðsjúkdómar, geðraskanir, geðrænar áskoranir, andleg veikindi, geðræn veikindi og fl.

    Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) skilgreinir í fyrsta lagi almennt heilbrigði það að að búa við almenna vellíðan á þremur sviðum: líkamlega, andlega og félagslega og það að vera laus við sjúkdóma eða hrumleika. Þegar kemur að geðheilbrigði tekur WHO fram að margskonar félagslegir, geðrænir og líffræðilegir þættir hafi áhrif á geðheilsu fólks. Evrópsku hagsmunasamtökin um geðheilsu, Mental Health Europe (MHE) telja svo að ekki sé hægt að finna eina algilda skilgreiningu á geðheilbrigði heldur sé hún á rófi. Þannig vísa þau til þeirra menningarlegu, fræðilegu og félagslegu þætti sem þurfi að hafa í huga. 

    Viðfangsefni vikunnar er að kynnast og skoða skilgreiningar um geðheilsu (sjá kennsluefni vikunnar) ásamt því að gera tvö verkefni. 

    Verkefni vikunnar eru tvö (skil fyrir kl. 23.55/sunnudagskvöldið 28.janúar nk. )

    1. Umræða 1 - kynning 0,833%
    2. Vikuleg dagbók 1 %

    TW: viðfangsefni okkar í þessum áfanga og sjálfsskoðunin sem þið gerið getur kallað fram allskonar tilfinningar. Það er því mikilvægt að þið séuð meðvituð um það og verðið í góðu sambandi við kennara ef eitthvað óþægilegt eða tilfinningalega erfitt kemur upp. Það er ekki óeðlilegt að tilfinningalífið okkar og líðan verði úfin þegar við heyrum reynslusögur og öflum okkur þekkingar um eitthvað sem við getum svo auðveldlega mátað okkur við, eða þá sem standa okkur næst. Verið blíð við ykkur sjálf! og munið að tilfinningar og líðan er það sem gerist hér og nú en er ekki alltaf og alls staðar eins. 


  • 29. janúar - 4. febrúar

    Þá erum við að hefja viku 2 í þessum áfanga. Mig langar til að hrósa ykkur öllum fyrir frábæra byrjun og ef eitthvað kemur upp eða er óskýrt ekki hika við hafa samband við mig hér í skilaboðum á moodle. 

    Leiksýningin "Vertu úlfur", sem frumsýnd var í janúar 2021 og lauk sýningum á vormánuðum 2023. Árið 2021 var hún verðlaunuð með sjö Grímuverðlaunum, þar á meðal fyrir sýningu ársins, leikrit ársins, leikstjóra ársins, aðalleikara ársins, leikmynd ársins, lýsingu ársins og hljóðmynd ársins. Titillagið að sýningunni hlaut ennfremur viðurkenningu á Íslensku tónlistarverðlaununum í opnum flokki árið 2022.

    Tónlistin í sýningunni var samið af fjórum tónlistarmönnum. Valgeir Sigurðsson er höfundur tónlistarinnar, en Emilíana Torrini, í samstarfi við Markétu Irglová, og Prins Póló lögðu einnig til lög, sem eru innblásin af viðfangsefni sýningarinnar. Hvert lag endurspeglar mismunandi hliðar geðhvarfa; verk Emilíönu dregur fram dýpri og viðkvæmari hliðar, á meðan Prins Póló sýnir fram á oflætið. 

    Titillagið " Vertu úlfur" 

    Kötturinn vill inn - lag Prins Póló




    • Viðfangsefni vikunnar er að halda áfram að skoða geðheilsu/geðheilbrigði (sjá kennsluefni vikunnar) ásamt því að gera þrjú verkefni. 

      Verkefni vikunnar eru þrjú (vikan gildir 6,83%)

      1. Umræða 2 - (0,83 %)
      2. Vikuleg dagbók - vika 2 (1%)
      3. Skilaverkefni 1- "Geðheilsan- reynsla af geðrænum áskorunum" (5 %)

    • Kennsluefni vikunnar

    • Vefslóð icon

      Upptaka af einleiknum Vertu úlfur sem var sýnd fyrir fullu húsi í Þjóðleikhúsinu 2021-2023. Sýnt á ruv. 
      Leiksýningin er byggð á sjálfsævisögulegri frásögn Héðins Unnsteinssonar. Aðalhlutverk: Björn Thors. Leikstjórn: Unnur Ösp Stefánsdóttir.

    • Verkefni vikunnar

    • Umræða icon
    • Próf icon
      Opened: mánudagur, 29. janúar 2024, 8:00 AM
      Closed: sunnudagur, 4. febrúar 2024, 11:55 PM
    • Skilaverkefni icon
      Opened: mánudagur, 29. janúar 2024, 8:00 AM
      Due: sunnudagur, 4. febrúar 2024, 12:00 AM
  • 5. febrúar - 11. febrúar

    Þessi vika snýst um að skoða hvernig samfélag og aðstæður í lífi einstaklingsins hafa áhrif á geðheilbrigði og mikilvægi þess að heilbrigðiskerfið bjóði upp á fjölbreytt úrræði. Það er þannig á okkar sameiginlegu ábyrgð að byggja upp samfélag sem styður og viðurkennir geðheilbrigði, hvort sem er með því að ræða málin, hlúa að okkur sjálfum, eða leita aðstoðar þegar þörf er á.

    Áskoranir eins og fjármögnunarskortur og fordómar krefjast samstillts átaks allra í samfélaginu. Með því að berjast gegn fordómum, fjölga úrræðum, og tryggja aðgengi að þjónustu getum við bætt geðheilbrigði fólks. Geðheilbrigði er samfélagslegt málefni sem þarfnast fjárfestingar í forvörnum, snemmtækri íhlutun og rannsóknum. Er ekki léttara að spila meira í forvörn en nauðvörn?

    Geðheilbrigði mætir oft ofuráherslu á sjúkdómsvæðingu, þar sem líflæknisfræðilega líkanið, stutt af geðlæknisfræði og lyfjaiðnaði, ríkir í klínískri meðferð, stefnumótun, rannsóknum og læknamenntun um allan heim. Greiningarkerfi eins og ICD og DSM víkka stöðugt sjúkdómsgreiningar, oft án sterkra vísindalegra stoða, sem gagnrýnendur vara við að geti þrengt að mannlegri reynslu og fjölbreytni. Þessi áhersla á greiningarflokka getur dregið úr viðurkenningu og samfélagslegu samþykki á breidd mannlegrar upplifunar og fjölbreytileika mannflórunnar. 

    Við sem samfélag mættum líka leggja mun ríkari áherslu á mikilvægi menntunar og fræðslu um geðheilbrigði (svolítið það sem við erum að reyna að gera í þessum áfanga), sem og aukið aðgengi að geðheilbrigðisþjónustu fyrir alla óháð búsetu. Styðja meira við grasrótarstarf og samtök eins og Geðhjálp, Hugarafl og Grófina, sem halda úti notendastýrðri þjónustu og draga úr einangrun. Með sameiginlegum krafti getum við byggt samfélag þar sem geðheilbrigði er í forgrunni og allir hafa tækifæri til að njóta góðs geðheilbrigðis (ég hef trú á því!). Margt gott er að gerast og þannig hefur t.d. Willum Þór Þórsson heilbrigðisráðherra, skipað Geðráð í samræmi við aðgerðaáætlun í geðheilbrigðismálum til ársins 2027 (meira um að það síðar í áfanganum!)

    Vonandi sáuð þið öll Gvitamín þáttinn á ruv sl. föstudagskvöld en hann kemur við sögu í þessari viku.   

    • Verkefni vikunnar eru þrjú (vikan gildir 6,83%)

      1. Umræða 3 - (0,83 %)
      2. Vikuleg dagbók - vika 3 (1%)
      3. Skilaverkefni 2- "Samfélagið, sjúkdómavæðing og geðheilbrigði" (5 %)

  • 12. febrúar - 18. febrúar

    Tíminn æðir áfram, vonast til að gefa ykkur endurgjöf til viku fjögur í þessari viku, læt ykkur vita. Næsta vika verður stutt þar sem vetrarfrí er í VMA. Endilega leitið til mín ef þið eruð eitthvað strand. Ég geri mér líka grein fyrir að efnið höfðar misvel til ykkar og triggerar jafnvel einhver ykkar. Ekki hika við að senda mér skilaboð ef eitthvað er. 

    Það er stutt og laggott þessa vikuna en við ætlum að skoða jafningjastuðning í geðheilbrigðisgeiranum"IPS" með sérstakri áherslu á fyrirlestur Nínu Eck, teymisstjóra jafningja á Landspítala og IPS þjálfara (sjá kennsluefni vikunnar) ásamt því að gera tvö verkefni. 
    • Verkefni vikunnar eru þrjú (vikan gildir 6,46%)

      1. Umræða 4 - 0,625 %
      2. Vikuleg dagbók 1 %
      3. Skilaverkefni 3- "Jafningjastuðningur" 5 %

    • Sjá nánar verkefnalýsingu hér fyrir neðan. 


  • 19. febrúar - 25. febrúar

    Notebook For A Forgetful Teacher: Funny Gift Idea, Teacher Lined Notepad  With 120 Pages: Publishing, Herbert: 9798672235271: Books - Amazon.ca




    Eitthvað misskildi ég málin, en vetrarfríð var í síðustu viku!

    Það breytir því hinsvegar ekki að ég ætla að hafa þessa viku einfalda og stutta í þessum áfanga. Því eru verkefni vikunnar bara tvö. Sjá hér að neðan.


    • Verkefni vikunnar eru tvö (vikan gildir 1,833%)

      1. Umræða 5 - 0,833 %
      2. Vikuleg dagbók 1 %

    • Verkefni vikunnar

    • Umræða icon
      Due: sunnudagur, 25. febrúar 2024, 11:55 PM
    • Próf icon
      Opened: mánudagur, 19. febrúar 2024, 8:00 AM
  • 26. febrúar - 3. mars

    Við viljum öll finna okkur tilgang og vera viðurkennd í samfélaginu, sem er mjög mikilvægt fyrir okkur öll. Stundum setur samfélagið stimpil á fólk vegna geðrænna vandamála, sem getur haft áhrif á sjálfsmynd viðkomandi og hvernig hann á samskipti við aðra. Þegar of mikil áhersla er lögð á greiningar getur það gert það að verkum að við sjáum ekki einstaklinginn í heild sinni né gefum fjölbreytileikanum vægi í huga okkar.

    Fjöldi geðgreininga hefur aukist og viðhorf til þess hvað þýðir að vera "eðlilegur" hefur breyst. Þetta hefur orðið til þess að meiri áhersla er lögð á geðraskanir frekar en heilbrigði og vellíðan. Þetta er það sem Héðinn Unnsteinsson sem við höfum kynnst í þessum áfanga hefur bent á skrifum sínum síðustu ár. 

    Að skilja geðheilsu er flókið og allir eru á mismunandi stað á geðheilsurófinu. Breytingar í samfélaginu, eins og tækniþróun og breyttar fjölskyldugerðir, hafa einnig áhrif á geðheilbrigði. Þess vegna er mikilvægt að eiga góð tengsl og stuðningi frá samfélaginu til að bæta lífsgæði og draga úr einangrun og jaðarsetningu.

    Við ættum að hugsa um mikilvægi mannlegrar tilveru, gildi hvers og eins í samfélaginu og hvernig viðhorf til geðheilbrigðis og meðferðar við geðröskunum mun þróast. Það er mjög mikilvægt að halda áfram að tala opinskátt um þessi efni, leggja áherslu á fjölbreytni, samhygð og stuðning frá samfélaginu, til að byggja upp heilbrigðara og samþættara samfélag.

    Í þessari viku höldum við áfram að kynnast fólkinu á bak við geðrænu áskoranirnar og geðsjúkómana sem við erum með til umfjöllunar í þessum áfanga. 

    • Verkefni vikunnar eru þrjú (vikan gildir 6,833%)

      1. Umræða 6 - 0,833 %
      2. Vikuleg dagbók 1 %
      3. Skilaverkefni 4- "Dagur í lífi" 5 %

    • Sjá nánar verkefnalýsingu hér fyrir neðan. 



    • Kennsluefni vikunnar

    • Vefslóð icon

      Unnur Hrefna Jóhannsdóttir sögu sína. Hún greindist með geðhvörf og flogaveiki á árum áður en hefur alla tíð haft trú á styrkleikum sínum og lífskrafti.

    • Vefslóð icon

      Alda Lilja Hrannardóttir er einstakur listamaður sem fann fjölina sína í Amsterdam. Þar nýtir hán eigin reynslu af geðröskunum í list sinni.

    • Verkefni vikunnar

    • Umræða icon
      Due: sunnudagur, 3. mars 2024, 11:55 PM
    • Próf icon
      Opened: mánudagur, 26. febrúar 2024, 8:00 AM
    • Skilaverkefni icon
      Opened: mánudagur, 26. febrúar 2024, 8:00 AM
  • 4. mars - 10. mars

    Í þessari viku skoðum geðheilsu, sjálfsmynd, samfélagið og úrlausnir og horfum þannig á fyrsta þáttinn af Heilabrot. Frá með næstu viku förum við að fjalla um geðgreiningar. Það líður líka að munnlegu viðtali í áfanganum en við hefjum undirbúning að því í næstu viku og ljúkum því fyrir páskana. 

    Vá"viðvörun": viðfangsefni okkar í þessum áfanga og sjálfsskoðunin sem þið gerið getur kallað fram allskonar tilfinningar. Það er því mikilvægt að þið séuð meðvituð um það og verðið í góðu sambandi við kennara ef eitthvað óþægilegt eða tilfinningalega erfitt kemur upp. Það er ekki óeðlilegt að tilfinningalífið okkar og líðan verði úfin þegar við heyrum reynslusögur og öflum okkur þekkingar um eitthvað sem við getum svo auðveldlega mátað okkur við, eða þá sem standa okkur næst. Verið blíð við ykkur sjálf! og munið að tilfinningar og líðan er það sem gerist hér og nú en er ekki alltaf og alls staðar eins. 

    • Verkefni vikunnar eru þrjú (vikan gildir 6,833%)

      1. Umræða 7 - Geðorð 1 (0,833 %)
      2. Vikuleg dagbók 7 (1 %)
      3. Skilaverkefni 5- "Heilabrot - þáttur 1" (5 %).


  • 11. mars - 17. mars

    Frá og með þessari viku förum við að nota vefsíða með fjölbreyttu kennsluefni um geðrænar áskoranir, geðraskanir, greiningar og meðferðarúrræði. Þetta efni verður uppfært á þessari vefsíðu reglulega í takt við framvindu námskeiðsins.

    Auk þess þurfið þið að skrá ykkur í munnlegt viðtal sem verður í næstu viku (sjá ítarlega verkefnalýsingu). 

    PS. í þessari viku eiga allar einkunnir til 10. mars að koma inn og vera aðgengilegar á INNU (sendi skilaboð þegar allt er skráð). 

    • Verkefni vikunnar eru þrjú (vikan gildir 6,833%)

      1. Umræða 8 - Geðorð 2 (0,833 %)
      2. Vikuleg dagbók 8 (1 %)
      3. Skilaverkefni 6- "Kvíði og ótti" (5 %).


  • 18. mars - 24. mars

    Þetta er síðasta vikan okkar fyrir páska og í þessari viku er mæting í munnlegt viðtal hjá öllum (sjá ítarlega verkefnalýsingu). 
    Við byrjum svo aftur 2. apríl þegar næsta vikulota (lota 10) kemur inn. 
    Hluta af viðtalinu ætla ég að ræða námsmatið, kennsluefnið og restina af önninni við ykkur. Það eru tækifæri til breytinga og bætingar og ég vil gjarna
    að þið fáið sem mest út úr áfanganum, svo ég er meira en tilbúin til að skoða að gera eitthvað öðruvísi ef það hentar. 

    Annars hlakka ég til að sjá ykkur! 

    • Verkefni vikunnar eru þrjú (vikan gildir 9,333%)

      1. Umræða 9 - Geðorð 3 (0,833 %)
      2. Vikuleg dagbók 9 (1 %)
      3. Munnlegt viðtal (7,5 %).



  • Gleðilega páska


  • 1. apríl - 7. apríl

    Ég vona að þið hafið notið páskahátíðarinnar í samveru með ástvinum ykkar. Það var frábært að hitta ykkur í munnlega viðtalinu, þar sem allar stóðu sig með prýði. Einkunnir og umsögn kemur bráðlega á INNU (mun láta ykkur vita).

    Ég vil einnig þakka ykkur kærlega fyrir gagnlega endurgjöf ykkar um áfangann; slíkt er gullið tækifæri til að betrumbæta.
    Núna höldum við vel á spöðunum til annarloka, og í þessari viku eru dagbók og umræða að venju. Þið munuð einnig hefja vinnu við aðra af tveimur rannsóknarskýrslum þessum áfanga en þið eigið einmitt eftir að gera ykkar eigin rannsókn áður en við ljúkum áfanganum.

    Ég er meðvituð(ur) um að þetta gæti reynst nokkur áskorun fyrir sumar ykkar, sérstaklega ef reynsla ykkar af kerfisbundinni rannsóknar- og ritunaraðferðum er lítil. Við gerum okkar besta - þetta er æfing! Athugið að skiladagur fyrir fyrstu rannsóknarskýrsluna er 14. apríl kl. 23:55. Nýttu þér þetta verkefni til að sýna fram á sjálfstæði þitt, fræðilega þekkingu og hæfni í ábyrgri upplýsingamiðlun. Vertu nákvæm og gagnrýnin í nálgun þinni. Hægt er að fá aðstoð hjá Ritveri VMA (panta tíma hjá þeim) með heimildavinnu, tilvísanir og málfs- og stafsetningu, nánari upplýsingar hér: https://www.vma.is/is/moya/page/ritver
     

    • Skilaverkefni vikunnar eru tvö 

      1. Umræða 10 - Geðorð 4 (0,833 %)
      2. Vikuleg dagbók 10 (1 %)

    • Auk þess er unnið í "Rannsóknarskýrslu 1" sem er með skilafrest til 14. apríl (23:55). Sjá ítarlega verkefnalýsingu. 

    Ekki hika við að heyra í mér ef eitthvað er - getum líka hist á google meet ef ég get liðsinnt ykkur betur þannig. 

    Kær kveðja
    Sigga Ásta 

  • 8. apríl - 14. apríl

    Hæ hæ!

    Ég sendi ykkur póst í gær, og lét ykkur vita að ég ætla að hafa viku 8, 9 og 10 opna til 14. apríl nk (kl. 23:55).

    Þessi vika (vika 11) lokar líka 14. apríl kl. 23:55 og það er því frekar stór skilavika hjá ykkur (Rannsóknarskýrsla 1, en verkefnislýsinguna fenguð þið í síðustu viku).
    Efnið á "Vefsíða- kennsluefni" sem þið hafið aðgang að hefur að geyma heilmikið efni sem þið getið nýtt ykkur við skýrslugerðina. Passið upp á rétta heimilaskráningu skv. APA (sjá verkefnislýsingu). 

    Ég mun ekki gera frekari tilslakanir á skilafrestum enda best að halda dampi og ljúka við það sem hægt er innan skilarammans. 

    • Skilaverkefni vikunnar eru þrjú ( 11,833%)

      1. Umræða 11 - Formaður geðlækna illa áttaður?  (0,833 %)
      2. Vikuleg dagbók 11 (1 %)
      3. Rannsóknarskýrsla 1 (10%) 

    Ekki hika við að heyra í mér ef eitthvað er - getum líka hist á google meet ef ég get liðsinnt ykkur betur þannig. 

    Kær kveðja
    Sigga Ásta 


    • Kennsluefni vikunnar

    • Verkefni vikunnar

    • Umræða icon
      Due: sunnudagur, 14. apríl 2024, 11:55 PM
    • Próf icon
      Opened: mánudagur, 8. apríl 2024, 8:00 AM
      Closed: sunnudagur, 14. apríl 2024, 11:55 PM
    • Skilaverkefni icon
      Opened: mánudagur, 8. apríl 2024, 8:00 AM
      Due: sunnudagur, 14. apríl 2024, 11:55 PM
  • 15. apríl - 21. apríl

         
         

    Ný skilaboð 19.04:  núna er ég búin að fara yfir allt að 15. apríl sl. Einkunnir sjáið þið í INNU og sumstaðar merki ég að nánari endurgjöf sé á moodle. Endilega látið mig vita

    ef þið eruð óvissar á hvernig þið getið séð endurgjöfina frá mér þar. Þið hafið staðið ykkur gríðarlega vel og nú eru bara lokametrarnir eftir. 

    Ég tók saman hvað er búið í þessum áfanga og hvað er eftir svo þið hafið betra yfirlit yfir stöðuna hjá ykkur. Endilega verið í sambandi með frekari fyrirspurnir!



  • 22. apríl - 28. apríl

     Hæ hæ,

    • Í þessari viku kemur bara inn umræða og sjálfsmatsdagbók (mun senda ykkur persónulega í skilaboðum hvað þið eigið eftir að skila mörgum, en þið þurfið bara að skila inn 10 af 14). 
    • Í þessari viku eruð þið að vinna að rannsókninni ykkar sem þið skilið 5. maí nk. Verið duglegar að senda mér fyrirspurnir og eins get ég hitt ykkur á google meet og aðstoðað ef eitthvað er. 
    • Viðtalsbókanir fyrir seinna munnlega viðtalið (7,5%) koma svo inn í næstu viku en viðtölin verða vikuna 6-12 maí nk
    • Það var á plani að hafa rannsóknarskýrslu (10%) sem lokaskil verða á 12. maí nk. Eftir að hafa endurhugsað og skoðað stöðuna í áfanganum langar mig að bjóða ykkur einhverja aðra valkosti í námsmati fyrir þessi 10%. Gott væri að fá ykkar pælingar og hugmyndir varðandi það, sérstaklega ef þið viljið ekki breyta því. Eins og þið vitið er ég mjög opin fyrir skapandi verkefnaskilum, allt frá krossaprófum/fjölvalspurningum upp í podcöst, málverk og tónlist. Sendið mér skilaboð hér á moodle með ykkar pælingum. 
    • 14-16 maí verður uppvinnsluvika, þar sem ég ætla að bjóða tækifæri á endurskilum á einhverju sem ekki náði að klára eða skila inn á réttum tíma. 

    Gangi ykkur öllum súpervel! og gleðilegt sumar!!!


  • 29. apríl - 5. maí

    Þessi vika
  • 6. maí - 12. maí

  • 13. maí - 19. maí

    Páskafrí

  • 20. maí - 26. maí

  • 27. maí - 2. júní

  • 3. júní - 9. júní

  • 10. júní - 16. júní

  • 17. júní - 23. júní

  • 24. júní - 30. júní