Verkefnalýsing: Rannsóknarskýrsla um þunglyndi eða kvíða


Markmið:

Í þessu verkefni er ætlast til að þú útbúir rannsóknarskýrslu þar sem þú velur annahvort að fjalla um a) þunglyndi eða b)  kvíða. Þú munt skoða, greina rannsaka viðfangsefnið, orsakir þess, afleiðingar og meðferðir. Markmiðið er að þjálfa þig í að afla upplýsinga, greina fræðilegt efni og kynna það á skilvirkan hátt

Verkefnið gildir 10% af lokaeinkunn í áfanganum.

Leiðbeiningar:

  • Heimildaleit: Byrjaðu á að leita að áreiðanlegum heimildum sem fjalla um viðfangsefnið. Áhersla skal vera á fræðilegar greinar, rannsóknir, bækur og viðurkenndar vefsíður. Notaðu bókasafn, gagnagrunna og aðrar þekktar upplýsingaheimildir.

  • Skýrsluuppbygging:

    • Inngangur: Lýstu því hvað þunglyndi eða kvíði er og af hverju það er mikilvægt að skoða þá geðrænu áskorun.

    • Orsakir þunglyndis eða kvíða: Fjallaðu um þekktar orsakir þunglyndis eða kviða,  bæði líffræðilegar, sálfræðilegar og félagslegar.

    • Afleiðingar: Lýstu afleiðingum þunglyndis eða kvíða á einstaklinginn og samfélagið.

    • Meðferðir: Greindu frá mismunandi meðferðarúrræðum sem eru í boði fyrir þunglyndi eða kvíða (getur fallið saman ss. HAM).

    • Umræða: Þar sem þú setur þitt eigið sjónarmið fram, tengir viðfangsefnið við það sem þú hefur lært í áfanganum og leggur mat á mikilvægi þess sem þú vilt koma á framfæri með skýrslunni þinni.

    • Heimildaskrá: Allar heimildir sem þú notar í skýrslunni þurfa að vera rétt tilgreindar í heimildaskrá. Athugaðu að nota  APA-tilvísunarstíl.

  • Heimildatilvísun: Mikilvægt er að þú tilvísir rétt í þær heimildir sem þú notar , bæði í texta og í heimildaskrá. 

Lengd: Skýrslan skal vera í kringum 2000 orð að lengd.

Skil:

  • Skila skal skýrslunni í gegnum kennslukerfi skólans í PDF-sniði.

  • Skilafrestur er til kl. 23:59, 14. apríl nk. 

Mat:

  • Innihald og dýpt: 50%

  • Fræðileg nákvæmni og heimildanotkun: 20%

  • Skipulag og framsetning: 20%

  • Stíl og málnotkun: 10%



Síðast breytt: sunnudagur, 7. apríl 2024, 6:08 PM