Section outline

  • Í þessari viku skoðum geðheilsu, sjálfsmynd, samfélagið og úrlausnir og horfum þannig á fyrsta þáttinn af Heilabrot. Frá með næstu viku förum við að fjalla um geðgreiningar. Það líður líka að munnlegu viðtali í áfanganum en við hefjum undirbúning að því í næstu viku og ljúkum því fyrir páskana. 

    Vá"viðvörun": viðfangsefni okkar í þessum áfanga og sjálfsskoðunin sem þið gerið getur kallað fram allskonar tilfinningar. Það er því mikilvægt að þið séuð meðvituð um það og verðið í góðu sambandi við kennara ef eitthvað óþægilegt eða tilfinningalega erfitt kemur upp. Það er ekki óeðlilegt að tilfinningalífið okkar og líðan verði úfin þegar við heyrum reynslusögur og öflum okkur þekkingar um eitthvað sem við getum svo auðveldlega mátað okkur við, eða þá sem standa okkur næst. Verið blíð við ykkur sjálf! og munið að tilfinningar og líðan er það sem gerist hér og nú en er ekki alltaf og alls staðar eins. 

    • Verkefni vikunnar eru þrjú (vikan gildir 6,833%)

      1. Umræða 7 - Geðorð 1 (0,833 %)
      2. Vikuleg dagbók 7 (1 %)
      3. Skilaverkefni 5- "Heilabrot - þáttur 1" (5 %).