Made with Padlet

Verkefnalýsing fyrir eiginlega rannsókn: Skilningur á upplifun einstaklinga af geðheilbrigðisþjónustu

Markmið: nemendur munu framkvæma eigindlega rannsókn til að kanna og skilja upplifun einstaklings af geðheilbrigðisþjónustu, með áherslu á áhrif þjónustunnar á daglegt líf og sjálfsmynd viðkomandi.

Rannsóknarspurning: Hvernig upplifir einstaklingur með geðræna áskorun þá geðheilbrigðisþjónustu sem hann hefur fengið?

Aðferð: nemendur munu beita eigindlegri rannsóknaraðferð með því að taka eitt hálfstaðlað viðtal við einstakling sem hefur nýtt sér geðheilbrigðisþjónustu. Viðtalið verður tekið upp, afritað orðrétt og greint til að draga fram lykilatriði upplifunar þátttakanda.

Vinnulag:

  • Vika 1: Kynning á eigindlegum rannsóknaraðferðum og undirbúningur fyrir viðtal.
  • Vika 2: Framkvæmd viðtals og upptaka.
  • Vika 3: Afritun, greining viðtals og samantekt á niðurstöðum.

Námsmat: Verkefnið verður metið út frá eftirfarandi þáttum:

  1. Undirbúningur og skipulagning rannsóknar (20%)
  2. Framkvæmd viðtals og gagnaöflun (40%)
  3. Greining og framsetning niðurstaðna (40%)

Skil: Lokaskil á að innihalda inngang, aðferðafræði, niðurstöður og ályktanir. Lokaskil eru 5. maí. 



Síðast breytt: mánudagur, 15. apríl 2024, 2:28 AM