Section outline

  • Munið að smella á vikuna til að opna hana.

    Álfasögur og útilegumannasögur. Í þessari viku beinum við sjónum að álfasögum og skoðum einkum umskiptingasögur og sögur um ljúflinga, en líka sögur um álfa sem þarfnast hjálpar mannfólks. Við lesum nokkrar útilegumannasögur og skoðum muninn á raunveruleika og þjóðsögum um útilegumenn.

    Ath. Moodle-verkefni síðustu viku lokar á miðnætti mánudaginn 28. október.

    Lesefni vikunnar:

    • Þjóðsögur um álfa
      • Arnljótur huldumaður
      • Álfapilturinn og selmatseljan
      • Álfar skila barni
      • Átján barna faðir í álfheimum
      • Selmatseljan
      • Stúlka hjálpar álfkonu í barnsnauð
    • Myndin Umskiptingur eður ei
    • Álagablettir og álfabyggðir
    • Þjóðsögur um útilegumenn
      • Á Sprengisandi
      • Fjalla-Eyvindur
      • Hellismannasaga
      • Kaupamennirnir
      • Smalastúlkan
      • Upp, upp mínir sex í Jesú nafni
    • Útilegumennirnir og þjóðin
    • Íslenskir útilegumenn: Þjóðtrúin og veruleikinn

    Verkefni vikunnar:

    • 8. Moodleverkefni úr lesefni annarinnar opnar mánudagsmorgun 28. október kl. 8:00 og lokast aftur mánudaginn 4. nóvember kl. 24:00

    Greinarýni:

    Þið haldið áfram að vinna að seinna greinarýnisverkefni (10%)Leiðbeiningar um gerð greinarýni og útdráttar er að finna undir síðustu viku og auk þess möppu með fjórum greinum og skilakassa fyrir greinarýnina. Þið eigið að velja EINA grein úr möppunni til að rýna og skila í síðasta lagi sunnudaginn 17. nóvember.

    • Umskiptingur eður ei... er hluti þáttaraðar sem unnin var árin 2010 og 2011 við námsbraut í þjóðfræði í Háskóla Íslands með styrk frá Nýsköpunarsjóði námsmanna og Vinnumálastofnun.

      Myndbandið er byggt á BA ritgerð Evu Þórdísar Ebenezersdóttur. Í þættinum veltir Eva Þórdís fyrir sér tengslum umskiptingasagna við fatlanir og þeim viðhorfum til fötlunar sem sagnirnar endurspegla.

      Höfundar þáttarins, leikstjórar og allt hitt eru Björk Hólm og Ólafur Ingibergsson. Leiðbeinandi þeirra var Valdimar Tryggvi Hafstein dósent í þjóðfræði.

    • Grein eftir Ingu Katrínu D. Magnúsdóttur á vefnum Ferlir.is. Greinin birtist fyrst í Smáriti Byggðasafns Skagfirðinga XIX árið 2016.

    • Grein eftir Gunnar Benediktsson sem birtist í Eimreiðinni 1940.

    • Grein eftir Guðmund Magnússon sem birtist í Vísbendingu 2012.

    • Verkefnið er einstaklingsverkefni. Engin tímamörk eru á verkefninu en þið fáið aðeins eina atlögu að því. Verkefnið er opið í viku.

      • Leiðbeiningar og greinar til rýni eru undir vikunni 21. - 27. október.
      • Lesið vel leiðbeiningar um greinarýni og gerð útdráttar.
      • Veljið eina grein úr möppunni: Greinar fyrir greinarýni.
      • Vistið greinarýnina ykkar sem pdf-skjal og skilið í skilakassann í síðasta lagi 17. nóvember.