Section outline

  • Samfélagsfræði – Kennarinn.is

  • Munið að smella á vikuna til að opna hana.

    Byrjið á því að skoða námsáætlunina og kennsluefnið. Fyrstu vikunum er ætlað að leggja grunninn að umfjöllun um sagnaarf Íslendinga. Í þessari viku ætlum við því að byrja á að skoða hvað felst í munnlegri geymd og skoðum flökkusögur.

    Lesefni vikunnar:

    • Munnleg varðveisla og lifandi flutningur, pistill af vefsíðunni Handritin heima
    • Frásagnarlist í fornum sögum, grein eftir Véstein Ólason sem birtist í tímaritinu Skírni árið 1978, bls. 168-177
    • Inngangurinn að bókinni Kötturinn í örbygljuofninum og fleiri flökkusagni úr samtímanum eftir Rakel Pálsdóttur, þjóðfræðing.
    • Valdar flökkusögur úr fyrrgreindri bók sem má finna hér að neðan.

    Verkefni vikunnar:

    • 1. Moodle-verkefni annarinnar (2%).

    Ath. Moodle-verkefnin opnast kl. 8:00 á mánudögsmorgnum og eru opin í viku, þ.e. til miðnættis næsta mánudag á eftir. Fyrsta Moodle-verkefnið er því opið frá 8:00 2. september til 24:00 9. september.

    Activities: 14
  • Munið að smella á vikuna til að opna hana.

    Í þessari viku ræðum við um tákn og táknfræði og rifjum upp rómantísku stefnuna í bókmenntum.

    Ath. að Moodle-verkefni síðustu viku lokar kl. 24:00 mánudaginn 9. september.

    Lesefni vikunnar:

    • Glærur um tákn og táknfræði
    • Umfjöllun um tákn og táknfræði, tekin úr Hugtökum og heitum í bókmenntafræði
    • Samantekt um tákn
    • Myndskeið um tákn
    • Myndskreið um áhrifamátt auglýsinga
    • Auglýsingar til að greina
    • Glærur um rómantík
    • Hvað er rómantík eða rómantíska stefnan? Grein af Vísindavefnum

    Verkefni vikunnar:

    • Moodle-verkefni 2 opnast á mánudagsmorgun 9. september kl. 8:00 og lokast aftur mánudaginn 16. september kl. 24:00
    Activities: 16
  • Munið að smella á vikuna til að opna hana.

    Í þessari viku leggjum við grunninn að umfjöllun um goðsögur og heimildirnar sem við höfum um þær og vinnum upprifjunarverkefni úr fyrstu tveimur vikunum.

    Ath. að Moodle-verkefni síðustu viku lokar kl. 24:00 mánudaginn 16. september.

    Lesefni vikunnar:

    • Úr kennslubókinni Guðirnir okkar gömlu, sjá hér að neðan.
    • Dýrkun goðanna: Kafli IV. úr Norrænni goðafræði eftir Ólaf Briem
    • Glærur frá kennara

    Verkefni vikunnar:

    • Upprifjunarverkefni úr 1. lotu (fyrstu tveimur vikum annarinnar) opnast á mánudagsmorgun 16. september kl. 8:00 og lokast aftur mánudaginn 23. september kl. 24:00
    Activities: 10
  • 23. september - 29. september

    Þessi vika

    Munið að smella á vikuna til að opna hana.

    Í þessari viku tökum við fyrir helstu skriflegu heimild okkar um heiðinn sið, Eddu Snorra Sturlusonar. Þið lesið inngangsorð Snorra að ritinu, sem hann kallar Prologus, og svo nokkrar goðsögur Gylfaginningar. Í Skáldskaparmálum er líka nokkrar goðsögur að finna og þær lesum við í næstu viku. Við rifjum jafnframt upp helstu persónur og leikendur í norrænni goðafræði, sem og sögusviðið.

    Lesefni vikunnar:

    • Um Snorra-Eddu og Snorra-Sturluson
    • Snorra-Edda, hvaða útgáfa sem er (t.d. á norsku vefsíðunni Heimskringlu). 
      • Prologus
      • För Þórs til Útgarða-Loka, (kafli 44-47), í Gylfaginningu
      • Veiðiför Þórs (kafli 48), í Gylfaginningu
      • Dauði Baldurs og refsing Loka (kaflar 49-50)
    • Yfirlit yfir helstu goð og innbyrðis tengsl þeirra, sjá hér að neðan
    • Ættartré ása, vana og Loka
    • Samantekt um helstu goð og gyðjur, sjá hér að neðan

    Verkefni vikunnar:

    • 3. Moodle-verkefni úr lesefni annarinnar opnast á mánudagsmorgun 23. september kl. 8:00 og lokast aftur mánudaginn 30. september kl. 24:00
    Activities: 10
  • Munið að smella á vikuna til að opna hana.

    Í þessari viku höldum við áfram að taka fyrir goðsögur Snorra-Eddu, en nú víkur að þeim sem finna má í 3. hluta ritsins, Skáldskaparmálum.

    Lesefni vikunnar:

    • Snorra-Edda, hvaða útgáfa sem er (t.d. á norsku vefsíðunni Heimskringlu)
      • Þjassi og Iðunn (kafli 2-4), í Skáldskaparmálum
      • Skáldskaparmjöðurinn (kafli 5-6), í Skáldskaparmálum
      • Frá Hrungni jötni (kafli 24), í Skáldskaparmálum
      • För Þórs til Geirröðargarða (kafli 26), í Skáldskaparmálum
      • Haddur Sifjar (kafli 43), í Skáldskaparmálum

    Verkefni vikunnar:

    • 4. Moodleverkefni úr lesefni annarinn opnast á mánudagsmorgun 30. september kl. 8:00 og lokast aftur mánudaginn 7. október kl. 24:00

    Greinarýni:

    Í þessari viku er fyrra greinarýnisverkefni (10%) lagt fyrir. Leiðbeiningar um gerð greinarýni og útdráttar er að finna undir vikunni og auk þess möppu með fjórum greinum og skilakassa fyrir greinarýnina. Þið eigið að velja EINA grein úr möppunni til að rýna og skila í síðasta lagi sunnudaginn 20. október.

    Activities: 6