ÍSLE3NN05-fjarnám
Section outline
-
Munið að smella á vikuna til að opna hana.
Byrjið á því að skoða námsáætlunina og kennsluefnið. Fyrstu vikunum er ætlað að leggja grunninn að umfjöllun um sagnaarf Íslendinga. Í þessari viku ætlum við því að byrja á að skoða hvað felst í munnlegri geymd og skoðum flökkusögur.
Lesefni vikunnar:
- Munnleg varðveisla og lifandi flutningur, pistill af vefsíðunni Handritin heima
- Frásagnarlist í fornum sögum, grein eftir Véstein Ólason sem birtist í tímaritinu Skírni árið 1978, bls. 168-177
- Inngangurinn að bókinni Kötturinn í örbygljuofninum og fleiri flökkusagnir úr samtímanum eftir Rakel Pálsdóttur, þjóðfræðing.
- Valdar flökkusögur úr fyrrgreindri bók sem má finna hér að neðan.
Verkefni vikunnar:
- 1. Moodle-verkefni annarinnar (2%).
Ath. Moodle-verkefnin opnast kl. 8:00 á mánudagsmorgnum og eru opin í viku, þ.e. til miðnættis næsta mánudag á eftir. Fyrsta Moodle-verkefnið er því opið frá 8:00 2. september til 24:00 9. september.
Activities: 14 -
Munið að smella á vikuna til að opna hana.
Í þessari viku lærum við um tákn og táknfræði og rifjum upp rómantísku stefnuna í bókmenntum.
Ath. að Moodle-verkefni síðustu viku lokar kl. 24:00 mánudaginn 9. september.
Lesefni vikunnar:
- Glærur um tákn og táknfræði
- Umfjöllun um tákn og táknfræði, tekin úr Hugtökum og heitum í bókmenntafræði
- Samantekt um tákn
- Myndskeið um tákn
- Myndskeið um áhrifamátt auglýsinga
- Auglýsingar til að greina
- Glærur um rómantík
- Hvað er rómantík eða rómantíska stefnan? Grein af Vísindavefnum
Verkefni vikunnar:
- Moodle-verkefni 2 opnast á mánudagsmorgun 9. september kl. 8:00 og lokast aftur mánudaginn 16. september kl. 24:00
Activities: 16 -
Munið að smella á vikuna til að opna hana.
Í þessari viku leggjum við grunninn að umfjöllun um goðsögur og heimildirnar sem við höfum um þær og vinnum upprifjunarverkefni úr fyrstu tveimur vikunum.
Ath. að Moodle-verkefni síðustu viku lokar kl. 24:00 mánudaginn 16. september.
Lesefni vikunnar:
- Úr kennslubókinni Guðirnir okkar gömlu, sjá hér að neðan.
- Dýrkun goðanna: Kafli IV. úr Norrænni goðafræði eftir Ólaf Briem
- Glærur frá kennara
Verkefni vikunnar:
- Upprifjunarverkefni úr 1. lotu (fyrstu tveimur vikum annarinnar) opnast á mánudagsmorgun 16. september kl. 8:00 og lokast aftur mánudaginn 23. september kl. 24:00
Activities: 10 -
Munið að smella á vikuna til að opna hana.
Í þessari viku tökum við fyrir helstu skriflegu heimild okkar um heiðinn sið, Eddu Snorra Sturlusonar. Þið lesið inngangsorð Snorra að ritinu, sem hann kallar Prologus, og svo nokkrar goðsögur Gylfaginningar. Í Skáldskaparmálum er líka nokkrar goðsögur að finna og þær lesum við í næstu viku. Við rifjum jafnframt upp helstu persónur og leikendur í norrænni goðafræði, sem og sögusviðið.
Lesefni vikunnar:
- Um Snorra-Eddu og Snorra-Sturluson
- Snorra-Edda, hvaða útgáfa sem er (t.d. á norsku vefsíðunni Heimskringlu).
- Prologus
- För Þórs til Útgarða-Loka, (kafli 44-47), í Gylfaginningu
- Veiðiför Þórs (kafli 48), í Gylfaginningu
- Dauði Baldurs og refsing Loka (kaflar 49-50)
- Yfirlit yfir helstu goð og innbyrðis tengsl þeirra, sjá hér að neðan
- Ættartré ása, vana og Loka
- Samantekt um helstu goð og gyðjur, sjá hér að neðan
Verkefni vikunnar:
- 3. Moodle-verkefni úr lesefni annarinnar opnast á mánudagsmorgun 23. september kl. 8:00 og lokast aftur mánudaginn 30. september kl. 24:00
Activities: 10 -
Munið að smella á vikuna til að opna hana.
Í þessari viku höldum við áfram að taka fyrir goðsögur Snorra-Eddu, en nú víkur að þeim sem finna má í 3. hluta ritsins, Skáldskaparmálum.
Lesefni vikunnar:
- Snorra-Edda, hvaða útgáfa sem er (t.d. á norsku vefsíðunni Heimskringlu).
- Þjassi og Iðunn (kafli 2-4), í Skáldskaparmálum
- Skáldskaparmjöðurinn (kafli 5-6), í Skáldskaparmálum
- Frá Hrungni jötni (kafli 24), í Skáldskaparmálum
- För Þórs til Geirröðargarða (kafli 26), í Skáldskaparmálum
- Haddur Sifjar (kafli 43), í Skáldskaparmálum
Verkefni vikunnar:
- 4. Moodleverkefni úr lesefni annarinn opnast á mánudagsmorgun 30. september kl. 8:00 og lokast aftur mánudaginn 7. október kl. 24:00
Greinarýni:
Í þessari viku er fyrra greinarýnisverkefni (10%) lagt fyrir. Leiðbeiningar um gerð greinarýni og útdráttar er að finna undir vikunni og auk þess möppu með fjórum greinum og skilakassa fyrir greinarýnina. Þið eigið að velja EINA grein úr möppunni til að rýna og skila í síðasta lagi sunnudaginn 20. október.
Activities: 6 - Snorra-Edda, hvaða útgáfa sem er (t.d. á norsku vefsíðunni Heimskringlu).
-
Munið að smella á vikuna til að opna hana
Í þessari viku rifjum við upp einkenni eddukvæða og lesum fjórar goðsögur sem varðveittar eru sem eddukvæði.
Lesefni:
- Glærur um eddukvæði
- Rígsþula
- Lokasenna
- Þrymskviða (Hamarsheimt)
- Skírnismál
Verkefni:
- 5. Moodle-verkefni úr lesefni annarinnar, úr goðsögum Gylfaginningar og Skáldskaparmála, opnast mánudaginn 7. október kl. 8:00 og lokast á miðnætti mánudaginn 14. október.
Activities: 6 -
Munið að smella á vikuna til að opna hana
Í þessari viku vinnið þið Moodle-verkefni 6 og klárið greinarýnina sem á að skila í síðasta lagi á sunnudaginn 20. október. Tenglar á leiðbeiningar, möppu með greinum og skilakassa er að finna undir þessari viku.
Lesefni:
- Rifjið upp lesefni lotunnar (vika 16. september - 13. október)
Verkefni:
- 6. Moodle-verkefni úr lesefni annarinnar opnast mánudaginn 7. október kl. 8:00 og lokar á miðnætti mánudaginn 21. október.
- Greinarýni á að skila í skilakassa í síðasta lagi sunnudaginn 20. október.
Activities: 5 -
Munið að smella á vikuna til að opna hana.
Nú er komið að því að skoða þjóðsögur og þjóðsagnaarf Íslendinga. Í þessari viku lærum við um hvað felst í hugtakinu þjóðsaga, upphaf þjóðsagnasöfnunar og hvernig þjóðsögur eru flokkaðar. Við beinum svo sjónum að ævintýrum og skoðum áhrif kyns sögumanns, safnara og söguhetju, á söguna.
Ath. að Moodle-verkefni síðustu viku lokar á miðnætti mánudaginn 21. október.
Lesefni vikunnar:
- Bls. 4-6 og 34-42 í Þjóðfræði hvað?
- Þjóðsaga og sögn, grein eftir Jón Hnefil Aðalsteinsson
- Mynd um kynjaðar sagnir
- Ævintýrin um Vilfríði Völufegri og Mjallhvíti
- Tvær Búkollusögur
Verkefni vikunnar:
- 7. Moodleverkefni úr lesefni annarinnar opnast mánudagsmorgun 21. október kl. 8:00 og lokast aftur mánudaginn 28. október kl. 24:00
Greinarýni:
Í þessari viku er seinna greinarýnisverkefni (10%) lagt fyrir. Leiðbeiningar um gerð greinarýni og útdráttar er að finna undir vikunni og auk þess möppu með fjórum greinum og skilakassa fyrir greinarýnina. Þið eigið að velja EINA grein úr möppunni til að rýna og skila í síðasta lagi sunnudaginn 17. nóvember.
Activities: 11 -
Munið að smella á vikuna til að opna hana.
Álfasögur og útilegumannasögur. Í þessari viku beinum við sjónum að álfasögum og skoðum einkum umskiptingasögur og sögur um ljúflinga, en líka sögur um álfa sem þarfnast hjálpar mannfólks. Við lesum nokkrar útilegumannasögur og skoðum muninn á raunveruleika og þjóðsögum um útilegumenn.
Ath. Moodle-verkefni síðustu viku lokar á miðnætti mánudaginn 28. október.
Lesefni vikunnar:
- Þjóðsögur um álfa
- Arnljótur huldumaður
- Álfapilturinn og selmatseljan
- Álfar skila barni
- Átján barna faðir í álfheimum
- Selmatseljan
- Stúlka hjálpar álfkonu í barnsnauð
- Myndin Umskiptingur eður ei
- Álagablettir og álfabyggðir
- Þjóðsögur um útilegumenn
- Á Sprengisandi
- Fjalla-Eyvindur
- Hellismannasaga
- Kaupamennirnir
- Smalastúlkan
- Upp, upp mínir sex í Jesú nafni
- Útilegumennirnir og þjóðin
- Íslenskir útilegumenn: Þjóðtrúin og veruleikinn
Verkefni vikunnar:
- 8. Moodleverkefni úr lesefni annarinnar opnar mánudagsmorgun 28. október kl. 8:00 og lokast aftur mánudaginn 4. nóvember kl. 24:00
Greinarýni:
Þið haldið áfram að vinna að seinna greinarýnisverkefni (10%). Leiðbeiningar um gerð greinarýni og útdráttar er að finna undir síðustu viku og auk þess möppu með fjórum greinum og skilakassa fyrir greinarýnina. Þið eigið að velja EINA grein úr möppunni til að rýna og skila í síðasta lagi sunnudaginn 17. nóvember.
Activities: 8 - Þjóðsögur um álfa
-
Munið að smella á vikuna til að opna hana.
Í þessari viku skoðum við þjóðsögur um galdramenn og drauga. Við lærum um einkenni íslenskra draugasagna, samfélagslega merkingu þeirra auk þess að aðgæta áhrif náttúru og umhverfis á sögurnar.
Lesefni vikunnar:
- Þjóðsögur um galdramenn
- Galdra-Loftur
- Sæmundur fróði + fleiri sögur af Sæmundi fróða
- Sögur af Eiríki í Vogsósum
- Þjóðsagan um Galdra-Loft, manninn og myrkrið, dauðann og djöfulinn
- Þjóðsögur um drauga, uppvakninga og afturgöngur
- Bjarna-Dísa
- Írafells Móri
- Miklabæjar Solveig
- Móðir mín í kví, kví
- Reynistaðabræður
- Þorgeirsboli
- Á mörkum tveggja heima: Kafli 2
Verkefni vikunnar:
- 9. Moodleverkefni úr lesefni annarinnar opnar mánudagsmorgun 4. nóvember kl. 8:00 og lokast aftur mánudaginn 11. nóvember kl. 24:00.
Greinarýni:
Þið haldið áfram að vinna að seinna greinarýnisverkefni (10%). Leiðbeiningar um gerð greinarýni og útdráttar er að finna undir vikunni 21.-27. október og auk þess möppu með fjórum greinum og skilakassa fyrir greinarýnina. Þið eigið að velja EINA grein úr möppunni til að rýna og skila í síðasta lagi sunnudaginn 17. nóvember.
Activities: 7 - Þjóðsögur um galdramenn
-
Munið að smella á vikuna til að opna hana.
Núna ljúkum við umfjöllun okkar um þjóðsögur með því að skoða sögur um ýmsar þjóðsagnaverur; tröll, nykra, marbendla, hamskiptinga og sjálfan Lagarfljótsorminn. Auk þess lesið þið tvær greinar og vinnið síðasta Moodleverkefnið og skiladagur á seinni greinarýninnni er sunnudaginn 17. október.
Lesefni vikunnar:
- Þjóðsögur um tröll og furðuverur
- Einhvers staðar verða vondir að vera
- Gilitrutt
- Nykur eða nennir
- Nykur tekur börn
- Ormurinn í Lagarfljóti
- Selshamurinn
- Trunt, trunt og tröllin í fjöllunum
- Tröllin á Vestfjörðum
- Þá hló marbendill.
- Mellur með magaskegg og álfkonur með gullband um sig miðja
- Tvær kímnisögur
- Bakkabræður
- Nú skyldi ég hlæja ef ég væri ekki dauður
- Blóðug fortíð
Verkefni vikunnar:
10. Moodleverkefni úr lesefni annarinnar opnast mánudagsmorguninn 11. nóvember kl. 8:00 og lokast aftur mánudaginn 18. nóvember klukkan 24:00
Greinarýni:
Skila á seinna greinarýnisverkefni (10%) í síðasta lagi sunnudaginn 17. nóvember. Tenglar á leiðbeiningar um gerð greinarýni og útráttar, möppu með greinum til að rýna og á skilakassa fyrir verkefnið eru hér undir þessari viku.
Activities: 10 - Þjóðsögur um tröll og furðuverur
-
Munið að smella á vikuna til að opna hana.
Bókmenntaritgerð:
- Í þessari viku byrjið þið að skrifa bókmenntaritgerð (20%). Þið lesið verklýsinguna og leiðbeiningar um gerð forsíðu og heimildaskrár og veljið svo bók til að fjalla um af listanum yfir bækur sem eru í boði. Skiladagur bókmenntaritgerðarinnar er sunnudaginn 1. desember.
Lesefni:
- Bókmenntaritgerð - verkefnalýsing
- Bókmenntahugtök - yfirlit
- Leiðbeiningar um skrif heimildaritgerðar
- Apa-heimildaskráningarkerfið - síða HÍ
- Heimildaskráning - leiðbeiningar
- Forsíða fyrir ritgerð - sýnishorn
- Bókalisti fyrir bókmenntaritgerð
- Leslisti fyrir lokapróf
Lokapróf:
- Auk þess hefjið þið undirbúning fyrir lokapróf (40%). Leslisti fyrir lokaprófið er í þessari viku. Prófið verður föstudaginn 6. desember kl. 13:00 skv. próftöflu fjarnáms. Frekari upplýsingar um uppbyggingu prófsins fáið þið í næstu viku.
Activities: 8-
Listi með tenglum á lesefni til lokaprófs föstudaginn 6. desember kl. 13:00
-
Munið að smella á vikuna til að opna hana.
Bókmenntaritgerð:
- Í þessari viku klárið þið bókmenntaritgerðina ykkar.
- Skiladagur er sunnudaginn 1. desember.
- Undir vikunni eru tenglar á allar leiðbeiningar sem voru líka undir síðustu viku.
- Auk þess getið þið skoðað matsrammann til að átta ykkur á til hvers er ætlast af ykkur í ritgerðinni.
- Munið að vista ritgerðina ykkar sem pdf-skjal áður en þið skilið henni í skilakassann.
Lokapróf:
- Lokaprófið verður föstudaginn 6. desember kl. 13:00, sjá próftöflu fjarnáms.
- Undir vikunni er tengill á leslista fyrir lokapróf sem birtist undir síðustu viku.
- Einnig eru undir vikunni upplýsingar um lokaprófið sem mælt er með að þið kynnið ykkur vel.
Gangi ykkur vel.
Activities: 11