23. september - 29. september
Section outline
-
Munið að smella á vikuna til að opna hana.
Í þessari viku tökum við fyrir helstu skriflegu heimild okkar um heiðinn sið, Eddu Snorra Sturlusonar. Þið lesið inngangsorð Snorra að ritinu, sem hann kallar Prologus, og svo nokkrar goðsögur Gylfaginningar. Í Skáldskaparmálum er líka nokkrar goðsögur að finna og þær lesum við í næstu viku. Við rifjum jafnframt upp helstu persónur og leikendur í norrænni goðafræði, sem og sögusviðið.
Lesefni vikunnar:
- Um Snorra-Eddu og Snorra-Sturluson
- Snorra-Edda, hvaða útgáfa sem er (t.d. á norsku vefsíðunni Heimskringlu).
- Prologus
- För Þórs til Útgarða-Loka, (kafli 44-47), í Gylfaginningu
- Veiðiför Þórs (kafli 48), í Gylfaginningu
- Dauði Baldurs og refsing Loka (kaflar 49-50)
- Yfirlit yfir helstu goð og innbyrðis tengsl þeirra, sjá hér að neðan
- Ættartré ása, vana og Loka
- Samantekt um helstu goð og gyðjur, sjá hér að neðan
Verkefni vikunnar:
- 3. Moodle-verkefni úr lesefni annarinnar opnast á mánudagsmorgun 23. september kl. 8:00 og lokast aftur mánudaginn 30. september kl. 24:00
-
Verkefnið er einstaklingsverkefni. Engin tímamörk eru á verkefninu en þið fáið aðeins eina atlögu að því. Verkefnið er opið í viku.