3. febrúar - 9. febrúar
Section outline
-
Þessi vika
Áfram höldum við að fræðast um áhrifamátt tungumálsins en þetta er síðasta vikan sem helguð er því málefni, í næstu viku tökum við svo fyrir tjáningu manna og annarra dýra. Í þessari viku setjum við fókusinn annars vegar á falsfréttir en þær eru að verða vaxandi vandamál í heiminum með aukinni tæknivæðingu sem hefur haft það í för með sér að auðveldara er að dreifa upplýsingum, bæði staðreyndum og lygi. Hins vegar ætlum við að velta fyrir okkur hvaða áhrif orðaval hefur þegar beðist er afsökunar á misgjörðum, ekki síst svokölluðum efsökunum og ensökunum.
Í þessari viku vinnið þið jafnframt fyrra verkefnið í málfræði (5%). Verkefnið tengist orðflokkum, setningum, setningarhlutum og orðaröð. Þið megið nota hjálpargögn, s.s. glærur og glósur og hjálpast að, svona 2-3 saman, ef ykkur hugnast það, en þið þurfið þó öll að skila. Gætið þess að undirbúa ykkur fyrir verkefnið áður en þið hefjist handa því að annars er hætt við að þið fallið á tíma ef þið ætlið að fletta öllu upp. Verkefnið er fyrst og fremst hugsað til þess að rifja upp „verkfærin“ sem við höfum til þess að ræða um tungumál, þ.e. málfræðihugtökin.
Lesefni vikunnar:
- Hvernig má þekkja falsfréttir? Grein af RÚV
- Falsfréttir, samfélagsmiðlar og gervigreind - Eitruð blanda fyrir framtíð lýðræðis?
- Falsfréttir og stríðsáróður, myndskeið frá fréttastofu RÚV
- Lesið úr heimildum á gagnrýninn hátt, samantekt úr Lifandi vísindum
- Áreiðanleiki heimilda - gátlisti
- Skilgreining hugtakanna efsökun og ensökun, sjá hér að neðan
- Að biðjast afsökunar á réttan hátt, sjá hér að neðan
- Hjálpargögn fyrir fyrra tímaverkefni í málfræði
Verkefni
- Verkefni við greinina Hvernig má þekkja falsfréttir?
- Verkefni við greinina Falsfréttir, samfélagsmiðlar og gervigreind - Eitruð blanda fyrir framtíð lýðræðis?
- Fyrra tímaverkefni í málfræði, 5% af lokaeinkunn, verður opið alla vikuna en þið fáið aðeins eina atrennu að því þegar þið hafið opnað það. Verkefnið er opið í eina klukkustund.
- Hér að neðan er líka tengill á Kahoot-verkefni í málfræði. Ágætt getur verið að spreyta sig á að leysa það áður en lagt er í sjálft málfræðiverkefnið sem gildir til lokaeinkunnar. Þetta verkefni er fyrst og fremst hugsað sem æfing.
-
Hér er tengill á stutt myndskeið frá fréttastofu RÚV þar sem fjallað er um hvernig falsfréttir eru notaðar til þess að hafa áhrif í stríðsrekstri. Athugið að þið gætuð þurft að smella á áfram-hnappinn til þess að sjá næsta kafla.
-
Hér er tengill á myndskeið úr sjónvarpsþættinum Vikunni með Gísla Marteini. Í þessu myndskeið fer Berglind Festival yfir afleiðingar þess að stjórnendur Meta tilkynntu nýlega að staðreyndavöktun yrði hætt á samfélagsmiðlum fyrirtækisins. Myndskeið sem þetta flokkast undir satírur en þær eru einmitt einn flokkur falsfrétta.
-
Punktar úr Lifandi vísindum 4. tbl. 2018
-
Lestu greinina Hvernig má þekkja falsfréttir? sem birtur var á RÚV þann 17. maí 2017. Verkefnið leysir þú inni í skilakassanum með því að opna hann og smella á Ný verkefnaskil.
-
Lestu greinina og leystu verkefnið samhliða lestri.
-
Þetta verkefni getið þið nýtt sem hluta af undirbúningi fyrir málfræðiverkefnið (5%) í þessari viku. Það er þó engin skylda.
-
Hér er tengill á glærur og glósur sem tengjast málfræðihugtökunum sem reynir á verkefninu hér að neðan. Rennið yfir þetta áður en þið hefjist handa og hafið flæðiritin opin. Ef þið strandið á einhverri spurningu í verkefninu er einfaldara að finna svarið ef maður veit hvar leita skal.
-
Verkefnið opnast mánudaginn 3. febrúar, kl. 8:00 og lokast aftur þann 9. febrúar, rétt fyrir miðnætti. Þið getið farið inn í það hvenær sem er á þessu tímabili. Athugið þó að þið hafið aðeins eina atrennu að því og eingöngu 60 mínútur til þess að leysa það eftir að það hefur verið opnað. Ef þið þekki einhvern annan fjarnemanda í áfanganum megið þið ræða verkefnið en það þurfa þó allir að skila. Fyrir vikið þurfið þið ekki að vera sammála um úrlausn.