ÍSLE3TS05 - fjarnám
Section outline
-
1. lota: Mál er að mæla
Í hinum og þessum textum, bókmenntum sem öðrum textum, má sjá að tungumálinu, bæði rituðu máli og töluðu, fylgir einhver kyngikraftur. Í þessari lotu komum við til með að skoða mátt tungumálsins eins og hann birtist hinum ýmsu textum og hvernig tungumálið er beinlínis notað til þess að hafa áhrif á skoðanir okkar og sjálfsmynd. Það verður þó ekki eina málefni lotunnar, heldur komum við líka til með að bera tjáningu manna saman við tjáningu annarra dýra. Loks verður lauflétt upprifjun á helstu hugtökum í málfræði þar sem skilningur á þeim skiptir máli upp á efnið að gera.
Umfjöllun þessarar fyrstu viku tengist öll áhrifamætti tungumálsins.
Lesefni vikunnar:
- Glærur: Máttur tungumálsins
- Spá Úranusar um afdrif Krónosar í grískri goðafræði: Undirkaflinn Upphaf heimsins og manna
- Lexía bandarískrar móður: Rétti dóttur sinni tóman disk og tannkremstúpu til að kenna henni magnaða lexíu
- Tónlist nær á aðra staði en orð, grein af Mbl.is
- Hvaða orð eiga Íslendingar yfir snjó? Grein af Vísindavefnum
Verkefni vikunnar:
- Verkefni við lestexta:
- Rétti dóttur sinni tóman disk og tannkremstúpu til að kenna henni magnaða lexíu - skilakassi
- Tónlist nær á aðra staði en orð - skilakassi
- Verkefni við greinina Hvaða orð eiga Íslendingar yfir snjó? - gagnvirkt verkefni
- Hugleiðing vikunnar: Veldu einn bókmenntatexta úr möppunni hér undir og segðu frá því í hverju í hverju áhrifamáttur tungumálsins birtist (u.þ.b. 100 orð).
Activities: 11 -
Í þessari viku ætlum við að einbeita okkur að kynbundinni orðaræðu og afleiðingum hennar. Þið lesið eina grein sem tengist efninu og horfið á tvö myndskeið. Þau eru því miður ekki á íslensku en þið getið valið um að hafa enskan texta með því að smella á cc á stikunni neðan við myndgluggann. Verkefni fylgja bæði lestextanum og myndskeiðunum. Þeim er, sem fyrr, hugsuð ykkur til stuðnings og fyrir mig að sjá hvort þið eruð virk.
Við ætlum líka að rifja upp helstu hugtök í tengslum við málfræðigreiningu, þ.e. skiptingu orða í orðflokka, setningarfræðilegt hlutverk þeirra, hvernig skipta má málsgreinum í aðal- og aukasetningar og bæði sjálfgefna og breytta orðaröð. Hér að neðan er mappa með ýmsum hjálpargögnum í tengslum við málfræðina, bæði glærur og flæðirit í orðflokka- og setningarhlutagreiningu. Tvö gagnvirk verkefni í málfræði er að finna hér að neðan, verið endilega dugleg að nýta ykkur hjálpargögnin til þess að leysa þau. Þessi verkefni fara inn í virknieinkunn eins og önnur verkefni vikunnar. Í næstu viku fáið þið svo þriðja málfræðiverkefnið en vægi þess til lokaeinkunnar er 5%.
Lesefni vikunnar:
- Hætta á að hugtök femínískra hreyfinga verði bitlaus
- Glærur um orðflokka, setningarhluta, setningar og orðaröð, í möppu hér að neðan sem merkt er málfræði
- Myndskeið um tilraun í félagsmótun ungbarna
- Myndskeið um kynbundna orðræðu í auglýsingum
- Glærur tengdar málfræði, sjá möppu hér að neðan
Verkefni:
- Verkefni við greinina Hætta á að hugtök femínískra hreyfinga verði bitlaus
- Verkefni við myndskeið um tilraun í félagsmótun ungbarna
- Útdráttur úr myndskeiði um kynbundna orðræðu í auglýsingum
- Gagnvirkt æfingaverkefni í orðflokkum og setningarhlutum, unnin á Moodle
- Gagnvirkt æfingaverkefni í setningum, setningarhlutum og orðaröð, unnin á Moodle
Activities: 8 -
Áfram höldum við að fræðast um áhrifamátt tungumálsins en þetta er síðasta vikan sem helguð er því málefni, í næstu viku tökum við svo fyrir tjáningu manna og annarra dýra. Í þessari viku setjum við fókusinn annars vegar á falsfréttir en þær eru að verða vaxandi vandamál í heiminum með aukinni tæknivæðingu sem hefur haft það í för með sér að auðveldara er að dreifa upplýsingum, bæði staðreyndum og lygi. Hins vegar ætlum við að velta fyrir okkur hvaða áhrif orðaval hefur þegar beðist er afsökunar á misgjörðum, ekki síst svokölluðum efsökunum og ensökunum.
Í þessari viku vinnið þið jafnframt fyrra verkefnið í málfræði (5%). Verkefnið tengist orðflokkum, setningum, setningarhlutum og orðaröð. Þið megið nota hjálpargögn, s.s. glærur og glósur og hjálpast að, svona 2-3 saman, ef ykkur hugnast það, en þið þurfið þó öll að skila. Gætið þess að undirbúa ykkur fyrir verkefnið áður en þið hefjist handa því að annars er hætt við að þið fallið á tíma ef þið ætlið að fletta öllu upp. Verkefnið er fyrst og fremst hugsað til þess að rifja upp „verkfærin“ sem við höfum til þess að ræða um tungumál, þ.e. málfræðihugtökin.
Lesefni vikunnar:
- Hvernig má þekkja falsfréttir? Grein af RÚV
- Falsfréttir, samfélagsmiðlar og gervigreind - Eitruð blanda fyrir framtíð lýðræðis?
- Falsfréttir og stríðsáróður, myndskeið frá fréttastofu RÚV
- Lesið úr heimildum á gagnrýninn hátt, samantekt úr Lifandi vísindum
- Áreiðanleiki heimilda - gátlisti
- Skilgreining hugtakanna efsökun og ensökun, sjá hér að neðan
- Að biðjast afsökunar á réttan hátt, sjá hér að neðan
- Hjálpargögn fyrir fyrra tímaverkefni í málfræði
Verkefni
- Verkefni við greinina Hvernig má þekkja falsfréttir?
- Verkefni við greinina Falsfréttir, samfélagsmiðlar og gervigreind - Eitruð blanda fyrir framtíð lýðræðis?
- Fyrra tímaverkefni í málfræði, 5% af lokaeinkunn, verður opið alla vikuna en þið fáið aðeins eina atrennu að því þegar þið hafið opnað það. Verkefnið er opið í eina klukkustund.
- Hér að neðan er líka tengill á Kahoot-verkefni í málfræði. Ágætt getur verið að spreyta sig á að leysa það áður en lagt er í sjálft málfræðiverkefnið sem gildir til lokaeinkunnar. Þetta verkefni er fyrst og fremst hugsað sem æfing.
Activities: 16 -
Lesefni vikunnar:
- Tungutak: Félagsleg málvísindi, 1. kafli; Mannamál - dýramál
- Myndskeið um tungumálahæfni páfagauks og annað um orðaforða hunds, sjá hér að neðan.
- Ýmsar heimildir í tengslum við gerð veggspjalds - vanda þarf val á heimildum (sjá samantekt um áreiðanleika netheimilda hér að neðan). Ekki nota Wikipediu sem heimild. Þið getið hins vegar notað hana til þess að finna tengla á aðrar og betri heimildir, þar sem oftast nær má finna heimildaskrá á hverri undirsíðu vefsins.
Verkefni vikunnar:
- Gagnvirkt verkefni við 1. kafla í Tungutaki
- Vinna við veggspjald um tjáningu og samskipti tiltekinnar dýrategundar / táknmálskunnáttu apa, sjá skráningarskjal hér að neðan. Þið getið valið um að vinna verkefnið hvert fyrir sig eða 2-3 saman. Verkefninu skal skilað í Turnitin-skilakassa á Moodle, ásamt heimilda- og myndaskrá.
Activities: 12-
Hér er tengill á Nearpod-glærur um efni 1. kafla í kennslubókinni Tungutak: Félagsleg málvísindi. Búið er að tala inn á glærurnar og bæta þar ýmsum fróðleiksmolum við. Á glærunum er líka að finna myndskeið sem styðja við efnið og pörunarspurningar.
-
Hér er að finna gagnvirkar spurningar úr 1. kafla kennslubókarinnar Tungutak: Félagsleg málvísindi. Spurningunum er ætlað að hjálpa ykkur að ná tökum á aðalatriðum kaflans og það er ætlast til þess að þið flettið svörunum upp þar ef þið eruð ekki viss. Lausn verkefnisins er ekki markmið í sjálfu sér, heldur það sem þið lærið á því að leysa það. Þess vegna er sett lágmarkseinkunnin 9 á það. Þið fáið þrjár atlögur að lausn verkefnisins.
-
Hér að finna myndskeið af talandi kakadúa-páfagauk. Þótt sumir páfagaukar tali vissulega mannamál í einhverjum skilningi er það þó gjörólíkt. Páfagaukar hafa ekki skilning á þeim einingum sem mannamál búið til úr og geta því t.d. ekki skipt út einu orði í tiltekinni málsgrein. Setningin Pollý vill fá kex er, skv. skilningi páfagauksins, gjörólík setningunni Pollý vill fá köku. Ekki er heldur um eiginleg samskipti að ræða þar sem páfagaukurinn er bara að apa eftir eitthverju sem hann hefur heyrt eða hefur verið sagt við hann, algjörlega án tillits til þess hvort einhver er inni í herberginu með honum eða ekki.
-
Hér er að finna myndskeið úr þáttum BBC Super Smart Animals. Í því er sjónum beint að hundi sem ku eiga að vera með svipaðan orðaforða og 2 ára barn. Vissulega er hæfileiki hundsins til þess að muna mörg nöfn og beita greinandi rökhugsun þegar kemur að kynningu á nýju leikfangi. Málakunnátta hans er þó í flestum skilningi gjörólík því sem á við um barn á máltökuskeiði. Orðaforði hundsins samanstendur fyrst og fremst af sérnöfnum enda hefur eigandi hans gefið öllum leikföngunum mismunandi nöfn. Barn á máltökuskeiði kann ekki bara sérnöfn, heldur fjölda annarra nafnorða en líka orð af öðrum orðflokkum, s.s. lýsingarorð, sagnorð og atviksorð.
-
Ef þið vinnið verkefnið 2-3 saman skilar aðeins annað / eitt ykkar því í skilakassann á Moodle. Þið þurfið að ræða hvert ykkar skilar.
-
Hver eintaklingur / par / hópur velur sér efni og skráir í skjalið Aðeins einn getur verið með hvert efni og stranglega bannað er að eyða öðrum út. Fyrstur kemur fyrstur fær.
-
Þessi skilakassi er með tveimur hólfum (sjá flipa), í annað þeirra skilið þið sjálfu veggspjaldinu og í hitt setjið þið heimilda- og myndaskrá (sama skjal). Gætið þess að hafa bæði skjölin á pdf-formi áður en þið skilið. Ef þið vinni verkefnið 2-3 saman skilar bara annað / eitt ykkar.
-
Ekki er hægt að gefa tæmandi yfirlit yfir framsetningu heimilda- og myndaskráa og vísast því á vefsíðu Ritvers HÍ fyrir fleiri dæmi.
ATH! Það verður alltaf að vísa í heimildir í hvert skipti sem sett er inn tilvitnun í eigin texta. Tilvísunin þarf að vera innan sviga og koma í beinu framhaldi af tilvitnun. Punktur kemur svo á eftir tilvísunarsviganum. Í tilvísun eru settar þær upplýsingar sem eru í fyrsta sæti heimildaskráningarinnar, svonefndu höfundarsæti, og síðan ártalið. Ef um prentaða heimild er að ræða þarf líka að setja blaðsíðutal. Þetta þarf að gera bæði við textatilvitnanir og myndir.