Section outline

  • Three Steps to Healthy Communication With Your Partner - Alicia H. Clark  PsyD

  • 1. lota: Mál er að mæla

    Í hinum og þessum textum, bókmenntum sem öðrum textum, má sjá að tungumálinu, bæði rituðu máli og töluðu, fylgir einhver kyngikraftur. Í þessari lotu komum við til með að skoða mátt tungumálsins eins og hann birtist hinum ýmsu textum og hvernig tungumálið er beinlínis notað til þess að hafa áhrif á skoðanir okkar og sjálfsmynd. Það verður þó ekki eina málefni lotunnar, heldur komum við líka til með að bera tjáningu manna saman við tjáningu annarra dýra. Loks verður lauflétt upprifjun á helstu hugtökum í málfræði þar sem skilningur á þeim skiptir máli upp á efnið að gera.

    Umfjöllun þessarar fyrstu viku tengist öll áhrifamætti tungumálsins. 

    Lesefni vikunnar:

    • Glærur: Máttur tungumálsins
    • Spá Úranusar um afdrif Krónosar í grískri goðafræði: Undirkaflinn Upphaf heimsins og manna
    • Lexía bandarískrar móður: Rétti dóttur sinni tóman disk og tannkremstúpu til að kenna henni magnaða lexíu 
    • Tónlist nær á aðra staði en orð, grein af Mbl.is
    • Hvaða orð eiga Íslendingar yfir snjó? Grein af Vísindavefnum  

    Verkefni vikunnar:

    • Verkefni við lestexta: 
      • Rétti dóttur sinni tóman disk og tannkremstúpu til að kenna henni magnaða lexíu - skilakassi
      • Tónlist nær á aðra staði en orð - skilakassi
      • Verkefni við greinina Hvaða orð eiga Íslendingar yfir snjó? - gagnvirkt verkefni
    • Hugleiðing vikunnar: Veldu einn bókmenntatexta úr möppunni hér undir og segðu frá því í hverju í hverju áhrifamáttur tungumálsins birtist (u.þ.b. 100 orð).

    Activities: 11
  • Í þessari viku ætlum við að einbeita okkur að kynbundinni orðaræðu og afleiðingum hennar. Þið lesið eina grein sem tengist efninu og horfið á tvö myndskeið. Þau eru því miður ekki á íslensku en þið getið valið um að hafa enskan texta með því að smella á cc á stikunni neðan við myndgluggann. Verkefni fylgja bæði lestextanum og myndskeiðunum. Þeim er, sem fyrr, hugsuð ykkur til stuðnings og fyrir mig að sjá hvort þið eruð virk.

    Við ætlum líka að rifja upp helstu hugtök í tengslum við málfræðigreiningu, þ.e. skiptingu orða í orðflokka, setningarfræðilegt hlutverk þeirra, hvernig skipta má málsgreinum í aðal- og aukasetningar og bæði sjálfgefna og breytta orðaröð. Hér að neðan er mappa með ýmsum hjálpargögnum í tengslum við málfræðina, bæði glærur og flæðirit í orðflokka- og setningarhlutagreiningu. Tvö gagnvirk verkefni í málfræði er að finna hér að neðan, verið endilega dugleg að nýta ykkur hjálpargögnin til þess að leysa þau. Þessi verkefni fara inn í virknieinkunn eins og önnur verkefni vikunnar. Í næstu viku fáið þið svo þriðja málfræðiverkefnið en vægi þess til lokaeinkunnar er 5%.

    Lesefni vikunnar:

    • Hætta á að hugtök femínískra hreyfinga verði bitlaus 
    • Glærur um orðflokka, setningarhluta, setningar og orðaröð, í möppu hér að neðan sem merkt er málfræði
    • Myndskeið um tilraun í félagsmótun ungbarna
    • Myndskeið um kynbundna orðræðu í auglýsingum
    • Glærur tengdar málfræði, sjá möppu hér að neðan

    Verkefni:

    • Verkefni við greinina Hætta á að hugtök femínískra hreyfinga verði bitlaus
    • Verkefni við myndskeið um tilraun í félagsmótun ungbarna
    • Útdráttur úr myndskeiði um kynbundna orðræðu í auglýsingum
    • Gagnvirkt æfingaverkefni í orðflokkum og setningarhlutum, unnin á Moodle
    • Gagnvirkt æfingaverkefni í setningum, setningarhlutum og orðaröð, unnin á Moodle

    Activities: 8
  • Áfram höldum við að fræðast um áhrifamátt tungumálsins en þetta er síðasta vikan sem helguð er því málefni, í næstu viku tökum við svo fyrir tjáningu manna og annarra dýra. Í þessari viku setjum við fókusinn annars vegar á falsfréttir en þær eru að verða vaxandi vandamál í heiminum með aukinni tæknivæðingu sem hefur haft það í för með sér að auðveldara er að dreifa upplýsingum, bæði staðreyndum og lygi. Hins vegar ætlum við að velta fyrir okkur hvaða áhrif orðaval hefur þegar beðist er afsökunar á misgjörðum, ekki síst svokölluðum efsökunum og ensökunum.

    Í þessari viku vinnið þið jafnframt fyrra verkefnið í málfræði (5%). Verkefnið tengist orðflokkum, setningum, setningarhlutum og orðaröð. Þið megið nota hjálpargögn, s.s. glærur og glósur og hjálpast að, svona 2-3 saman, ef ykkur hugnast það, en þið þurfið þó öll að skila. Gætið þess að undirbúa ykkur fyrir verkefnið áður en þið hefjist handa því að annars er hætt við að þið fallið á tíma ef þið ætlið að fletta öllu upp. Verkefnið er fyrst og fremst hugsað til þess að rifja upp verkfærinsem við höfum til þess að ræða um tungumál, þ.e. málfræðihugtökin.

    Lesefni vikunnar:

    • Hvernig má þekkja falsfréttir? Grein af RÚVStoppa Hugsa Athuga - Fjölmiðlanefnd
    • Falsfréttir, samfélagsmiðlar og gervigreind - Eitruð blanda fyrir framtíð lýðræðis?
    • Falsfréttir og stríðsáróður, myndskeið frá fréttastofu RÚV
    • Svona þekkir þú rangfærslur og falsfréttir
    • Lesið úr heimildum á gagnrýninn hátt, samantekt úr Lifandi vísindum
    • Áreiðanleiki heimilda - gátlisti
    • Skilgreining hugtakanna efsökun og ensökun, sjá hér að neðan
    • Að biðjast afsökunar á réttan hátt, sjá hér að neðan
    • Hjálpargögn fyrir fyrra tímaverkefni í málfræði

    Verkefni 

    • Verkefni við greinina Hvernig má þekkja falsfréttir?
    • Verkefni við greinina Falsfréttir, samfélagsmiðlar og gervigreind - Eitruð blanda fyrir framtíð lýðræðis?
    • Fyrra tímaverkefni í málfræði, 5% af lokaeinkunn, verður opið alla vikuna en þið fáið aðeins eina atrennu að því þegar þið hafið opnað það. Verkefnið er opið í eina klukkustund.
    • Hér að neðan er líka tengill á Kahoot-verkefni í málfræði. Ágætt getur verið að spreyta sig á að leysa það áður en lagt er í sjálft málfræðiverkefnið sem gildir til lokaeinkunnar. Þetta verkefni er fyrst og fremst hugsað sem æfing.

    Activities: 17
  • Lesefni vikunnar:

    • Tungutak: Félagsleg málvísindi, 1. kafli; Mannamál - dýramál
    • Myndskeið um tungumálahæfni páfagauks og annað um orðaforða hunds, sjá hér að neðan.
    • Ýmsar heimildir í tengslum við gerð veggspjalds - vanda þarf val á heimildum (sjá samantekt um áreiðanleika netheimilda hér að neðan). Ekki nota Wikipediu sem heimild. Þið getið hins vegar notað hana til þess að finna tengla á aðrar og betri heimildir, þar sem oftast nær má finna heimildaskrá á hverri undirsíðu vefsins.7,742 Cat Language Royalty-Free Photos and Stock Images | Shutterstock

    Verkefni vikunnar:

    • Gagnvirkt verkefni við 1. kafla í Tungutaki
    • Vinna við veggspjald um tjáningu og samskipti tiltekinnar dýrategundar / táknmálskunnáttu apa, sjá skráningarskjal hér að neðan. Þið getið valið um að vinna verkefnið hvert fyrir sig eða 2-3 saman. Verkefninu skal skilað í Turnitin-skilakassa á Moodle, ásamt heimilda- og myndaskrá.
    Activities: 12
  • 2. lota: Það læra börnin sem fyrir þeim er haft.

    Í þessari lotu skoðum við líffræðilega hlið tungumála, kynnum okkur máltöku barna, frá hjali að fullmótuðum setningum, og tengsl hennar við líffræðilegan þroska barna. Við komum líka til með að skoða tvítyngi og ýmis frávik í málþroska. Í þessari lotu verður líka fjallað um málstöðvar heilans og áhrif höfuðáverka og ýmissa sjúkdóma á málfar. Í tengslum við efnið verður skipting orða í orðhluta og hljóðritun orða skoðuð og æfð.

    Lesefni vikunnar:

    Greinargerð um orðhluta á Tungumálatorgi

    Yfirlit um orðhluta, sjá hér að neðan.  Málstol og mállegt verkstol

    Verkefni vikunnar.

    Æfingaverkefni í orðhlutum, unnið á útprentað blað, inn í pdf-skjal með Windows Edge eða öðru forriti sem leyfir að skrifað sé inn í pdf-skjal (t.d.  dochub.com)

    Activities: 11
  • Í þessari viku beinum við sjónum að máltöku barna og næmiskeiði / markaldri máltöku. Það er sá tími, eða gluggi, sem barn hefur til þess að læra tungumál. Lærist það ekki innan þess tíma er ekki hægt að segja að barn eigi sér móðurmál. Við skoðum jafnframt þá flokka sem skipta má íslenskum málhljóðum í eftir því hvernig þau eru mynduð. og æfum okkur í að hljóðrita valin orð. Vegna verkfalls fyrri hluta viku verða verkefnin opin fram í miðja næstu viku.

    Lesefni vikunnar:

     

    Verkefni vikunnar:

    HLJÓÐFRÆÐI – HLJÓÐRITUN

    • Verkefni við greinarnar af Vísindavefnum, í skilakassa á Moodle
    • Tvö verkefni í hljóðritun, annað gagnvirkt en hinu skilað í skilakassa á Moodle

     

    Activities: 14
  • 3. mars - 9. mars

    Í þessari viku ræðum við um máltöku barna og hvernig tungumálakunnáttan er okkur í blóð borin. 

    Lesefni vikunnar:

    Verkefni vikunnar:

    • Vinna við verkefni frá því í síðustu viku, lokast 5. mars
    • Verkefni við greinina Snjalltækjavæðingin og máltaka íslenskra barna
    • Verkefni við myndskeið um villibarnið Genie, hér að neðan
    Activities: 11
  • 10. mars - 16. mars

    Í þessari viku höldum við áfram að fræðast um máltöku barna. Seinna málfræðiverkefnið (5% af lokaeinkunn) er eitt af verkefnum vikunnar, þar reynir bæði á orðhluta og hljóðfræði. Það er að sjálfsögðu ætlast til þess að þið nýtið ykkur þau hjálpargögn sem þið hafið hér inni á Moodle. Tengla á þau getið þið fundið hér að neðan. Auk þess eru tvö minni verkefni, annars vegar gagnvirkt Moodle-verkefni úr 2. kafla og hins vegar skriflegt verkefni sem tengist máltöku barna sem þið takið afstöðu og færið rök fyrir máli ykkar með því að nýta ykkur þá þekkingu á máltökuskeiðinu sem þið hafið aflað ykkur. Í næstu viku ætlum við að skoða mikilvægi vandaðra myndabóka fyrir börn á leikskólaaldri og þið útbúið glærukynningu ásamt handriti þar sem þið greina eina slíka. Fyrirmæli og lista yfir mögulegar bækur fáið þið í næstu viku. Þið skuluð þó endilega kanna hvað er til heima hjá ykkur til þess að einfalda málið. Bókin þarf þó að innihalda bæði myndir og texta. Ef þið hyggist taka fyrir bók sem er ekki á listanum þurfið þið þó að bera hana undir mig fyrst.

    Lesefni vikunnar:

    • Tungutak: Félagsleg málvísindi, kafli 2.3-2.4, bls. 38-39

    Verkefni vikunnar:

    • Seinna tímaverkefnið í málfræði (5% af lokaeinkunn)
    • Gagnvirkt Moodle-verkefni úr efni alls 2. kafla, auk kafla 5-5.3
    • Skriflegt verkefni tengt máltöku barna

    Activities: 9
  • 17. mars - 23. mars

    Eina verkefni þessarar viku er greining á myndabók fyrir börn á aldrinum 1-4/5 ára (15%). Ykkur er ætlað að greina bæði myndir og texta og leggja mat á gæði bókar fyrir barn á máltökuskeiði. Hér að neðan er ýmislegt efni sem tengist máltöku barna og gæti komið að góðu gagni við lausn verkefnisins. Þið megið vinna verkefnið 2-3 saman en þá þurfið þið líka að taka fyrir tvær bækur og bera gæði þeirra saman. Ef þið veljið að vinna skilar bara annað / eitt ykkar fyrir hönd hópsins. Þið skilið verkefninu sem glærukynningu ásamt handriti, ekki er ætlast til þess að þið lesið inn á glærurnar. Það fylgir hvort eð er ekki með þegar þið breytið glærupakkanum í pdf-skjal. Í staðinn þurfið þið að setja handritið upp nákvæmlega eins og þið mynduð kynna það, með ávarpi og kynningu á ykkur og bókinni og þökkum í lokin. Framsetning handrits verður meti inn í einkunn. Kynnið ykkur leiðbeiningar í glærugerð þegar kemur að framsetningu efnis á glærum. Þið skuluð jafnframt kynna ykkur vel það sem kemur fram um frágang á fyrirmælablaðinu.

    Lesefni:

    • Greinin Raddir barnabókanna, úr samnefndu greinasafni, sjá hér að neðan.
    • Greinin Setið í kjöltunni, úr greinasafninu Raddir barnabókanna, sjá hér að neðan
    • Glærur: Raddir barnabókanna, sjá hér að neðan
    • „Boðorðin tíu“ í barnabókaskrifum, sjá hér að neðan
    • Lyklar Moebiusar í myndgreiningu
    • Myndgreining á Skilaboðaskjóðunni eftir Þorvald Þorsteinsson, Power Point-glærur hér að neðan. Skoðið athugasemdirnar neðan við hverja glæru, þar finnið þið myndgreininguna. Ykkur er ætlað að gera hið sama við bókina/bækurnar sem þið takið fyrir.
    • Yfirlit yfir stílbrögð, sjá hér að neðan
    • Yfirlit yfir bókmenntahugtök, sjá hér að neðan
    • Leiðbeiningar í glærugerð.

    Verkefni vikunnar:

    • Glærukynning (15%): Myndabók fyrir börn á aldrinum 1-4/5 ára. Hér að neðan er listandi yfir bækur sem gætu komið til greina. Ef þið hafið aðrar hugmyndir þurfið þið að fá blessun mína fyrst. :) Skila skal bæði glærum og handriti í skilakassann hér að neðan, hvoru í sitt hólf (sjá flipa)
    Activities: 14
  • 24. mars - 30. mars

    3. lota: Auðveldara er að tala en að segja eitthvað

    Í þessari viku hefst síðasta lota annarinnar, í henni ætlum við að kynna okkur félagslega hlið tungumála. Fjallað verður um staðbundnar (landfræðilegar) og félagslegar mállýskur, í hverju mállýskumunur getur birst og hvernig má skýra lítinn mállýskumun á Íslandi þrátt fyrir nokkuð stórt land og dreifða byggð. Skilgreiningum málfars í rétt mál og rangt velt upp og sett í samhengi við þróun tungumála. Sjónum verður beint að táknmáli og annarri óyrtri tjáningu og birtingarmyndum þeirrar síðarnefndu í netheimum. Sérstaklega verður rætt um íslensku sem kynbundið mál, sem birtist m.a. í beygingum og vísun í fólk  með eiginnöfnum/sérnöfnum, nafnorðum og fornöfnum. Nemendur kynna sér lög um íslensk mannanöfn og taka afstöðu til þess hvort þörf sé á slíkum lögum í nútímasamfélagi.

    Umræðuna hefjum við í þessari viku á því að skoða staðbundnar mállýskur á Íslandi.

    Lesefni vikunnar:Íslenskar mállýskur

    • Kaflar 4-4.2 í Tungutaki: Félagslegum málvísindum
    • Greinin Íslenskar mállýskur eftir Höskuld Þráinsson og Kristján Árnason, í vefritinu Málsgreinum
    • Orðbragð: Innslag um staðbundin framburðareinkenni í íslensku

    Verkefni vikunnar:

    • Verkefni við ofangreinda kafla, þ.e. 4-4.2
    • Verkefni við innslag í Orðbragði um staðbundin framburðareinkenni í íslensku
    • Verkefni við greinina Íslenskar mállýskur eftir Höskuld og Kristján, sjá hér að neðan
    • Hugleiðing (50-100 orð) við myndskeið, sem kenna má við flámælisfasista, og ættað er úr sjónvarpsþættinum Orðbragði .

    Activities: 11
  • Málfarsmunur er ekki aðeins staðbundinn heldur getur hann líka tengst félagslegum aðstæðum fólks. Þættir eins og menntun, aldur, stétt, starf, kyn og margt fleira geta haft áhrif á hvernig við tölum, bæði orðalag og orðaval. Í þessari viku ætlum við að beina sjónum að ýmsum félagslegum þáttum sem áhrif hafa á máltjáningu og jafnframt kynna okkur ýmis málfarseinkenni sem tengja má þeim. Sum þessara málfarseinkenna hafa enn ekki hlotið viðurkenningu sem gott mál, þrátt fyrir að vera orðin gömul og gróin í málinu. Ekki er óalgengt að fólk sé dæmt fyrir málfar sitt og haft að skotspóni. Að sama skapi getur málfarsmunur verið vísbending um stétt og stöðu fólks, þótt e.t.v. eigi það síður við um Íslendinga en ýmsar nágrannaþjóðir okkar, ekki síst Breta. Það má e.t.v. rekja til þess að almennt er mállýskumunur lítill á Íslandi og við eigum ekki í vandræðum með að skilja hvert annað. Hið sama er ekki uppi á teningnum víða annars staðar þar sem mállýskumunur er svo mikill að gera þarf einhverri einni mállýsku hærra undir höfði og gera að ríkismáli, þá er um leið er búið að koma á stéttbundnu máli.

    Áttið ykkur samt á að það er munur á mállýsku og málsniði. Mállýskubundin málfarseinkenni eru ekki bundin því við hvern eða við hvaða aðstæður talað er. Þau koma alltaf fram. Málsnið er háð aðstæðum eða viðmælanda. Við notum til dæmis annan orðaforða í daglegu tali í samanburði við það þegar við skrifum formlegan texta eins og ritgerðir eða ræður, eða ættum að minnsta kosti að gera það. Við tölum trúlega líka öðruvísi við ömmu og afa en vini okkar. Munurinn getur t.d. falist í talhraða (og þar af leiðandi skýrleika), orðavali og látbragði.

    Lesefni vikunnar: 

    • Kafli 4.3 í Tungutaki: Félagslegum málvísindum
    • Glærur: Kafli 4.3 í Tungutaki: Félagslegum málvísindum
    • Bur, pistill eftir Eirík Rögnvaldsson, málfræðing, prófessor emeritus og málfarsaðgerðarsinna
    • Brot úr tveimur þáttum af Orðbragði:
      • Stofnanamál
      • Starfstengt mál

    Pourquoi et comment donner des droits civils aux personnes trans ? -  Bi'Cause

    Verkefni vikunnar:

    • Verkefni II: Mállýskur og málsnið
    • Verkefni: Hinsegin orðaforði
    • Verkefni við stofnanamál, leyst samhliða áhorfi
    • Verkefni við starfstengt mál, leyst samhliða áhorfi
    • Hugleiðing um félagslega hlið tungumála, 50-100 orð

    ATH! Munið að skrá ykkur í lokapróf í áfanganum. Það verður lagt fyrir þann 6. maí næstkomandi kl. 16:00-17:30.

    Activities: 12
  • 7. apríl - 13. apríl

    Þessi vika

    Mannanöfn falla undir félagslega hlið tungumála enda hafa þau um langa hríð verið kynbundin þótt reyndar sé búið að létta á þeirri miðstýringu núna, þökk sé lögum um kynrænt sjálfræði frá árinu 2019. Eina verkefni vikunnar snýst um að kynna sér íslensk mannanafnalög, framfylgd þeirra og þá gagnrýni sem þau hafa hlotið á undanförnum árum. Þið þurfið jafnframt að mynda ykkur skoðun á þörfinni fyrir slík lög og færa fyrir henni málefnaleg. Gáið að því að þetta verkefni er skylduverkefni, ekki er hægt að ljúka áfanganum án þess að skila því.

    Veistu hvað íslenska ríkið leyfir þér að nefna barnið þitt? Taktu prófið! -

    Lesefni vikunnar:

    • Nöfn manna, dýra og dauðra hluta, grein í veftímaritinu Málsgreinum
    • Íslensk málsaga, 11. kafli: Hvað á barnið að heita?, sjá hér að neðan
    • Glærur við kaflann Hvað á barnið að heita?
    • Má hvorki heita Illuminati eða Gríndal, grein af RÚV
    • Mannanöfn á vef Stjórnarráðs Íslands
    • Lög um mannanöfn nr. 45/1996 (með yngri breytingum)
    • Ýmsar heimildir sem tengjast íslenskum mannanöfnum, bæði hér að neðan og á alnetinu (og þá í tengslum við verkefni vikunnar).

    Verkefni vikunnar:

    • Greinargerð um íslensk mannanafnalög (10%) Athugið að þetta verkefni er skylduverkefni, ekki er hægt að ljúka áfanganum án þess að skila því.

    Activities: 17
    • Kafli úr kennslubókinni Íslensk málsaga eftir Sölva Sveinsson. Þetta var 4. útgáfa bókarinnar sem kom út árið 2007. Útgefandi er Mál og mennning. ATH! Kennslubækur eru í eðli sínu eftir heimildir og teljast því ekki góðar heimildir. Það er alltaf betra að nota frumheimildir ef þess er nokkur kostur.

    • ATH! Eftir að lög um kynrænt sjálfræði tóku gildi þann 1. júlí 2019 féll klausan um að stúlkur þurfi að bera kvenmannsnöfn og strákar karlmannsnöfn út úr lögum um mannanöfn, sbr. 5. grein II. kafla (eiginnöfn).

    • Undir þessum tengli er hægt að finna hagnýtar upplýsingar um nafngjöf.

    • Þetta verkefni er skylduverkefni, ekki er hægt að ljúka áfanganum nema skila því.

    • Í þessu skjali má finna ýmis orð eða orðasambönd sem hægt er að nýta til að bæta flæði textans og tengja saman rök og/eða mótrök. Með því að nýta sér listann má koma í veg fyrir að stöðugt sé verið að klifa á sömu orðunum s.s. svo og síðan

    • Grein af RÚV, frá 27. mars 2025

    • Hver segir að það sé ekki hægt að halda samfélagsgagnrýni að leikskólabörnum? Hljómsveitin Pollapönk deilir á mannanafnalög og störf mannanafnanefndar á sinn kaldhæðnislega hátt.

    • Hér er stutt saga af bekkjarafmæli sem gekk ljósum logum á alnetinu fyrir þónokkrum árum. Afmælisgestir heita allir stuttum tvínefnum sem fá hálfankannalega merkingu þegar búið er að setja þau saman.

    • Í þessu lagi kemur mjög skýrt fram að nafn getur vel verið barni til ama, þótt vissulega svífi kaldhæðni yfir vötnum.

    • Hér er stutt myndskeið þar sem gert er góðlátlegt grín að því frelsi sem ríkir varðandi mannanöfn og rithátt þeirra víða í heiminum, ekki kannski síst í Bandaríkjunum.

    • Nafnið Satanía er eitt þeirra nafna sem mannanafnanefnd hefur bannað á grundvelli þessi að það geti orðið nafnberanum til ama, sbr. 5. gr. mannanafnalaga. Hér er myndskeið úr sjónvarpsþættinum Orðbragði þar nafnið kemur við sögu.

  • Páskafrí verður 14.-21. apríl, að báðum dögum meðtöldum. Engu að síður verður opnað fyrir Moodle, mánudaginn 21. apríl.

    Páskabingó Sameykis

     

     

    Activities: 0