Umræða vika 11 - Formaður geðlækna illa áttaður? (0,833%)

Formaður geðlækninga ílla áttaður

Formaður geðlækninga ílla áttaður

Napisane przez: Ingunn Þórólfsdóttir ()
Liczba odpowiedzi: 1

Mér finnst í raun erfitt að staðsetja mig í þessari umræðu um ADHD lyf og þá sem þau þurfa og “þurfa” ekki. Ég set þessar kommur utan um “þurfa” því það má rökræða hvað felur í sér að þurfa eitthvað eða ekki.

Sjálf fæ ég mína greiningu á miðjum aldri og get sagt án umhugsunar að ef ég hefði fengið greiningu og lyf fyrr hefði ekki bara skólaganga mín verið allt öðruvísi heldur hefði allt mitt líf verið öðruvísi! öðruvísi á þann hátt til dæmis að ég hefði séð sjálfa mig á annan hátt og ekki leyft mér né öðrum að efast um mig.

En svo hef ég fyrrverandi tengdason minn líka sem nærtækt dæmi en hann fékk ekki lausn sinna mála sem barn og byrjaði ungur að leita í hugbreytandi efni til að fá ró á huga sem hélt honum í heljargreipum vægast sagt. Það að hann hafi ekki fengið lausn sem barn varð til þess að hann leitaði sjálfur lausna, sem barn, og varð það til þess að hann fékk ekki greiningu né ADHD lyf sem svo varð til þess að alltaf þegar hann reyndi að ná áttum í meðferð eða AA þá náði hann aldrei árangri því ADHD hafði þau tök að hann náði aldrei  að stjaldra við og hugsa og leysa málin. 

Í fangelsi á fimmtugsaldri fékk hann loks tækifæri á að prófa ADHD lyf og hefur verið edrú nú í líklegast um 5 ár!

Hann þurfti þetta tækifæri!

En svo eru það þessir sem fá lyf og misnota þau… þessir sem selja þau… þessir sem fá bara lyf en ekki aðstoð við að leysa lífsins verkefni og leita lengra og verða fíklar…

þetta málefni er risastórt og eðlilegt að Óttar fái að viðra sínar pælingar því hann þekkir skuggahliðarnar því miður og skil ég hans sjónarmið þó ég geti ekki verið sammála honum nema að hluta.

Læt staðar numið með mínar pælingar með þeim orðum að ég er þakklát fyrir að hafa fengið mína greiningu og lyf, þakklát að pabbi barnabarna minna fékk tækifæri en vona að við verðum samt alltaf á tánum þegar kemur að lyfjum sem eru bráðnauðsynleg en geta um leið verið stórhættuleg.


361 słów

W odpowiedzi na Ingunn Þórólfsdóttir

Re: Formaður geðlækninga ílla áttaður

Napisane przez: Marý Heiðdal Karlsdóttir ()

Ég met það mikið þegar fólk fær lyf við adhd og meðhöndlar lyfin rétt. Það er getur hjálpað þeim svo rosalega mikið að fá lyfin en við verðum að vera vakandi og á tánum með fólkið i kringum okkur og passa að þau fari ekki i ranga átt 

48 słów