Umræða vika 11 - Formaður geðlækna illa áttaður? (0,833%)

Formaður geðlækna ílla áttaður

Formaður geðlækna ílla áttaður

Höfundur Marý Heiðdal Karlsdóttir -
Number of replies: 1

Fyrst þegar ég las þetta fannst mér þetta frekar ruglingslegt og átti erfitt með að skilja þetta. Ég ákvað að fletta upp greininni eftir Óttar skrifaði og ég skil hvaðan hann er að koma en hann er mjög kvass og ekki faglegur í skrifum. Í dag er mjög mikið af ADHD greiningum og ég þekki nokkra sem hafa farið en fúnkera vel og þurfa í raun ekki lyfin til að sinna dagsverkum en eru samt að taka lyfin. Einn þeirra segir að það sem hann fær mest út úr þeim er að hann nær að læra lengur á kvöldin heldur en aður. Það er svakaleg aukning í greiningum og stanslaus eftirspurn af lyfjum. Margir sem þurfa ekki lyfin það mikið enda oft á að selja þau til vina og ég hef til dæmis heyrt um atvik þar sem einstaklingur er að selja lyfin sín í háskólanum til einstaklinga til að ná verkefnaskilum. Ég tel að það þurfi strangara greiningarferli eða allavega sjá að einstaklingurinn reyni allt annað áður en prufað er að frá lyf. Islendingar eiga það til að vera duglegir að henda lyfjum ofan í alla. Geðlæknar ættu alveg að vera glöggir að sjá hverjir virkilega þurfa lyfin og hverjir gætu reynt aðrar leiðir áður en þeir skrifa upp á lyf. Ég sjálf hef ekki farið í greiningu en ég veit 100% að ég sé með ADHD en ég næ að fúnkera svo ég hef ekkert verið að drífa mig í greiningu eða reyna fá einhver lyf við þessu. Það getur vel verið að margir séu ósammála mér en þetta er allavega mín hlið.

Hver er þín skoðun á uppáskrifuð lyf á íslandi?

274 orð

In reply to Marý Heiðdal Karlsdóttir

Re: Formaður geðlækna ílla áttaður

Höfundur Ingunn Þórólfsdóttir -
það eru einmitt þessir sem selja lyfin sín sem eru partur af vandamálinu sem Óttar vísar í. Ef sá þáttur yrði jafnaður út myndi vandinn minnka umtalsvert.
þetta er bæði logandi og um leið viðkvæmt málefni og hægt að skilja allar hliðar ef maður opnar hugann fyrir því.

48 orð