Umræða vika 8 - Geðorð tvö (0,833%)

Geðorð tvö

Geðorð tvö

by Silja Rós Halldórsdóttir -
Number of replies: 0

Við lítum oft á fólk, staði, heilsu og lífið sjálft sem sjálfsagðan hlut. Það er ekki fyrr en við missum eitthvað sem við áttum okkur á mikilvægi þess. Ég lærði þessa setningu eftir mikinn missi sjálf.

Að hlúa að því sem manni þykir vænt um er nauðsynlegt. Það er ekkert sem skiptir meira máli en að stuðla að eigin andlegs- og líkamlegs jafnvægis. Það er lykilatriði til þess að maður geti virkilega gefið af sér til annarra á þann hátt sem maður vill. Einnig getur maður sinnt öllu sem maður tekur sér fyrir hendur svo miklu, miklu betur. Þess vegna er svo mikilvægt að setja sjálfan sig í fyrsta sætið og huga að því á hverjum einasta degi að næra bæði líkama og sál. 

Munið líka að láta ykkar nánustu vita hvað þið metið þá mikils - við vitum ekki hvernig morgundagurinn mun líta út.