Umræða vika 8 - Geðorð tvö (0,833%)

vika 8 Geðorð nr2.

vika 8 Geðorð nr2.

Höfundur Ásta Björk Arnardóttir -
Number of replies: 4

Geðorð númer 2 (Að hlúa að einhverjum sem mér þykir vænt um)

Þeir sem mér þykir vant um eru fjölskyldan mín og vinir. Ég vildi að ég væri duglegri að tala við fjölskylduna já og vini mína er ekki búin að vera dugleg við það. Mér finnst það besta sem er til að fá myndir og sögur um hvað barnabarnið er að gera, en hann er tveggja ára og  mér þykir óendanlega vænt um hann og börnin mín fjögur. Mér þykir gaman að vinna í höndunum prjóna og sauma búa til eyrnalokka og allskonar skart mér þykir gaman að föndra og mjög vænt um það sem ég geri ef það er ekki nógu gott það er bara að rekja upp og gera nítt. Mig langar mikið til að hlúa að tengdadóttir minni og pabba í veikindum þeirra.


In reply to Ásta Björk Arnardóttir

Re: vika 8 Geðorð nr2.

Höfundur Marý Heiðdal Karlsdóttir -
Ég gleymi aldrei sokkunum sem þú gerðir fyrir stelpurnar mínar og gafst mér í fyrsta skipti sem við hittumst. Ég væri svo til í að geta prjónað og dundað mér við svona, svo ég öfunda þig þar. Ég einmitt sauma mikið í krosssaum. Það róar mig alveg rosalega niður og ég gleymi öllum áhyggjum. Mér finnst svo mikilvægt að eiga svona áhugamál sem maður getur alveg gleymt sér í og sérstaklega gleymt áhyggjum og kvíða í smá stund.
In reply to Ásta Björk Arnardóttir

Re: vika 8 Geðorð nr2.

Höfundur Ingunn Þórólfsdóttir -
Leitt að heyra af veikindun tengdadóttur þinnar og pabba þíns <3
Það er aldrei of seint að byrja að rækta sambönd við fólkið manns og ég vona að þú sjáir þér fært að vera fjölskyldunni þinni innan handar eins og þú nefnir og úr skapist bæði sterktari tengsl og fallegar minningar.
In reply to Ásta Björk Arnardóttir

Re: vika 8 Geðorð nr2.

Höfundur Silja Rós Halldórsdóttir -
Þú gerir mikið meira af því að vera til staðar fyrir fólkið í lífinu þínu en þú gerir þér grein fyrir elsku Ásta. Þú ert nú bara þannig karakters gerð að þú gefur af þér án þess að þurfa að reyna