Umræða vika 5 - fréttir og vefmiðlar (0,833)

Sertral eða sálfræðimeðferð

Sertral eða sálfræðimeðferð

ved Silja Rós Halldórsdóttir -
Antal besvarelser: 1

Mikil notkun á þunglyndislyfjum er meðal barna og unglinga á Íslandi, en er einnig mikil í öðrum aldursflokkum. Svo virðist sem læknar hér á landi setji óþarflega mikla áherslu á að skrifa út geðlyf til fólks sem leitar til þeirra vegna andlegrar vanlíðan þegar aðrar heilbrigðari leiðir hafa ekki verið reyndar. Ef læknir skrifar einungis út lyf fyrir einstakling og sendir hann aftur út, er hann aðeins að setja plástur á sárið í stað þess að vinna með vandann sjálfan.

Ég lenti í nákvæmlega þessu 16 ára gömul. Ég leitaði til læknis, var látin svara spurningalista, greind með þunglyndi og sett á lyf, og var svo send heim. Það var ekki fyrr en ég leitaði til sálfræðings mörgum árum seinna, að ég fór að finna bætta líðan og ég get ekki lýst því hversu mikill léttir það var. Hefði ég fengið fræðslu frá lækninum sem hitti mig öllum þessum árum áður, hefði ég getað byrjað að vinna í rót vandans mikið fyrr.

Það er staðreynd að sömu lögmál gilda þegar kemur að meðhöndlun sálrænna vandamála og við meðhöndlun líkamlegra vandamála. Það sem skiptir mestu máli er að breyta hegðun. Breytt hegðunarmynstur er grundvöllur að betri líðan. Sálfræðimeðferðir ættu þess vegna að vera fyrsta úrræði þegar kemur að meðhöndlun andlegra veikinda. Ef í ljós kemur að þörf sé á meiri aðstoð þegar sálfræðingur hefur unnið með einstaklingi í einhvern tíma, þá fyrst ætti að prófa lyf

https://www.visir.is/g/20242529914d/sertral-eda-salfraedimedferd

236 ord

I svar til Silja Rós Halldórsdóttir

Svar: Sertral eða sálfræðimeðferð

ved Sigríður Ásta Hauksdóttir -
Tók einmitt sérstaklega eftir því í þessari grein að fjallað var um breytta heilsuhegðun og það hjálpa svo sannarlega sálfræðimeðferðir við að gera allt frá því að koma auga á mynstur, góma sig í óhjálplegum bjargráðum og leiðrétta til að bæta...

41 ord