Umræða vika 5 - fréttir og vefmiðlar (0,833)

Jóna Frétt.

Jóna Frétt.

Höfundur Jóna María Káradóttir -
Number of replies: 6

Binni glee eða Brynjar steinn segir frá sínu geðheilbrigði eftir að hann léttist eftir að hafa farið í mini hjáveitu. Mini hjáveita er aðgerð til að minnka magann til þess að borða minna magn í einu, er orðin vinsæl leið á íslandi til léttast í dag. Honum líður miklu betur andlega og líkama hann segist vera loksins sáttur í eiginn skinni. Er opnari og hefur meira sjálftraust. Binni segist hafa glímt við félagskvíða og ofþyngd alla sína ævi og segir aðgerðina algjörlega hafa breytt lífi sínu. Hann hefur alltaf verið í ofþyngd og ólst upp við að fara til næringarfræðings reglulega ásamt því að fara í meðferðarmiðstöð við matarfíkn. Hann hefur átt erfitt með að léttast og hefur haft lítið sjálfstraust. Honum leið sjúklega illa, langaði til að deyja og var á botninum í lífinu. Hann sér mikinn mun eftir aðgerðina og segist vera ný manneskja. Hann vill ekki hafa þetta sem feimnis mál og hefur oft í gegnum árin heyrt fólk hrósa sér fyrir að þora að vera hann sjálfur. Foreldrar þakka honum meira að segja fyrir að hafa hjálpað krökkunum sínum að koma út. Það er svo gaman að heyra þetta segir hann. Það eru meira að segja ótrúlega margir sem þora ekki að segja frá því að þau hafi farið í aðgerð til að hjálpa sér að léttast. Hann segir að tímin er núna til að hafa gaman og lifa lífinu með engri eftirsjá.


Binni glee frétt af vísi :https://www.visir.is/g/20242529919d/-mig-langar-ad-lifa-lifinu-til-ad-njota-thess-

243 orð

In reply to Jóna María Káradóttir

Svar: Jóna Frétt.

Höfundur Ásta Björk Arnardóttir -
Sæl vá hvað hann Binni er búin að gera flotta hluti og hvað hann hefur þurrt að reyna hann stendur bara með sér. Það er flott að þora að seiga frá því að hafa farið í aðgerð til að léttast. Það þarf hugrekki til þess.

45 orð

In reply to Jóna María Káradóttir

Re: Jóna Frétt.

Höfundur Ingunn Þórólfsdóttir -
Þetta viðhorf er sem betur fer að breytast en hinsvegar má spyrja sig á móti af hverju þarf fólk að finna sig knúið til að léttast svo það verði hamingjusamt? Að vera of þungur getur haft hamlandi áhrif og getur valdið öðrum sjúkdómum og minnkað lífsgæði og nákvæmlega ekkert að því að fá hjálp til að léttast en þessi spurning um af hverju? Ef hamingjan felst í útlitsbreytingunni en ekki heilbrigðinu erum við með örlítið brenglað viðhorf.. Matarfíkn þarf að nálgast á annan hátt en bara stoppa inntöku á mat en átröskun er andlegur sjúkdómur en ekki bara græðgi í mat. Í fullkomnum heimi þá gætu allir verið eins og þeir eru án þess að dæma sjálfan sig né aðra og lifa í sátt svo lengi sem fólk er heilbrigt.

130 orð

In reply to Jóna María Káradóttir

Re: Jóna Frétt.

Höfundur Marý Heiðdal Karlsdóttir -
Ég sá einmitt þessa frétt og ég þekki svo marga sem hafa farið í þessa aðgerð og varla þorað að segja frá því. Það eru jú einhverjir sem gera þetta sem flýti leið til að léttast en sumir þurfa bara virkilega hjálpina og það ætti ekki að vera feimnismál. Við ráðum ekki hvernig líkaminn okkar bregst við þegar maður reynir að léttast. Ég til dæmis þekki eina sem fór í svona aðgerð útaf skjaldkirtillinn kom í veg fyrir að hún nægi að léttast. Það var læknirinn hennar sem hreinlega bað hana um að fara í þessa aðgerð til að bjarga heilsunni sinni. Eftir að hún léttist þá kom fór kirtillinn loksins að lagast aðeins þó hann sé ekki alveg 100% virkur en bara það að fara í þessa aðgerð gerði helling fyrir hennar heilsu og ég tala nú ekki um andlega heilsu.

142 orð

In reply to Jóna María Káradóttir

Re: Jóna Frétt.

Höfundur Silja Rós Halldórsdóttir -
Það er frábært að honum líði betur í dag og að hann tali svona opinskátt um þetta. Fitufordómarnir í samfélaginu eru ennþá miklir og það eru allskonar comment sem maður fær í gegnum ævina sem manneskja í ofþyngd.
Ég sjálf fór í magaermi árið 2022 og hef náð mjög góðum árangri. Ég sé einmitt svar Ingunnar og það er mjög góður punktur sem hún kemur inn á, en ef þú ert einungis að fara í þessa aðgerð til þess að líta betur út þá ertu að fara í þetta með vitlausu viðhorfi. Það sem mestu skiptir máli er að öðlast betri lífsgæði með betri heilsu, ná betri tökum á sjúkdómum eða minnka líkur á að fá sjúkdóma og minnka álagið á hjarta, liði og fleira. Útlitsbreytingin er bara auka plús.
Ég skil alveg af hverju fólk á erfitt með að tala um að hafa farið í þessa aðgerð. Ofþyngd er mjög erfitt umræðuefni fyrir marga og fólk forðast að fá fáfræðiscomment sem særa.

163 orð

In reply to Jóna María Káradóttir

Svar: Jóna Frétt.

Höfundur Sigríður Ásta Hauksdóttir -
Hæ allar, finnst geggjaðar pælingarnar ykkar sem eru svo gildar. Fitufordómar eru staðreynd og það sorglegast er að þeir eru grassarandi í heilbrigðiskerfinu þar sem fólk ætti að eiga skjól. Vellíðan er margslungin og kemur frá allskonar lífsgæðum sem líta ekki endilega eins út fyrir alla einstaklinga. Hinsvegar þegar eitthvað hefur hamlandi og truflandi áhrif á einstaklinginn þá þarf að staldra við, fyrir einhverja eru efnaskiptaaðgerðir málið en það eru einmitt forendurnar fyrir henni sem þið bendið á. Breytingar á hegðun og lífstíl geta hjálpað en eitt passar ekki fyrir alla og efnaskipta aðgerðir eru mikið og óafturkræft inngrip.

99 orð