Umræða vika 1 - Hver er ég? (0,833%)

Umræða vika 1 - Hver er ég?

Umræða vika 1 - Hver er ég?

by Ásta Björk Arnardóttir -
Number of replies: 1

Sæl Ásta Björk Arnardóttir heiti ég.  Ég verð 53 ára í október og er á Höfn í Hornafirði, hef mikinn áhuga á dýrum, fólki og að ferðast. Ég er búin að vera að starfa í umönnun aldraða og er núna að vinna í Ekru dagdvöl aldraðra á Höfn í 4 ár, átti dreng sem var greindur ofvirkur misþroska og fl. Var að aðstoða  mömmu mína sem var með M.S. ég var með krakka með einhverfu í sumar dvöl, ég á líka frændur með einhverfu.  Ég á þrjá stráka, eina stelpu og eitt barna barn, á heimilinu eru ég, dóttir mín, yngsti sonur minn og tveir hundar, tveir kettir, sautján hænur (íslenskar, silki, kínverskar og kornhænur).

Ég valdi þennan áfanga vegna þess að ég er að taka þriðja stigi félagsliða og það er gaman að læra eitthvað nýtt. Veit ekki hvað er að vænta en vonandi eitthvað skemmtilegt. Mér kvíðir fyrir skriflegum verkefnum vegna lesblindu og hvað ég er léleg í stafsetningu.

Mínir hæfileikar eru umburðalindi. Lífs mottó mitt er „komdu fram við alla eins og þú vil láta koma fram við þig“.

Kveðja Ásta Björk.


In reply to Ásta Björk Arnardóttir

Re: Umræða vika 1 - Hver er ég?

by Silja Rós Halldórsdóttir -
Þar sem við erum gamlir vinnufélagar og vinkonur í dag þá þekki ég þig vel, en langaði bara að gefa þér hrós fyrir styrkinn og þrautseigjuna í þér eftir allt sem hefur gengið á í gegnum árin hjá þér. Einhvern veginn hefuru alltaf haldið áfram með bros á vör og gefið af þér til fólksins í kringum þig. Þú ert góð vinkona að eiga og við vonandi hittumst sem fyrst.