Umræða vika 1 - Hver er ég? (0,833%)

Umræða vika 1

Umræða vika 1

Höfundur Ingunn Þórólfsdóttir -
Number of replies: 1

Ég heiti Ingunn og er að verða 61 árs í mai, er búsett á Akureyri og bý þar með langömmubarninu mínu sem er að verða 12 ára. Ég hóf þetta nám í símey og hlakka til að klára það. Ég á 3 börn og 11 barnabörn og 3 langömmu börn.

Þessi áfangi er partur af félagsliðanum og ég hlakka til að takast á við hann en veit að hann mun verða krefjandi en áhugaverður um leið. Það mun reynast mér erfitt líkt og hingað til að þurfa að fara yfir mikið lesefni og eins skriflegum verkefnum en ég hef þó lært það í gegnum þetta nám að ég kemst í gegnum þetta reynslunni ríkari.

Ég hef alltaf átt erfitt með að koma auga á eigin hæfileika en ég get þó sagt að ég gefst ekki auðveldlega upp og er mjög vinnusöm. 

Mitt lífsmottó var er og verður alltaf að elska skaltu náungan eins og sjálfan þig.

In reply to Ingunn Þórólfsdóttir

Svar: Umræða vika 1

Höfundur Ásta Björk Arnardóttir -
Sæl Ingunn.
Ég er sammála með að áfanginn verði krefjandi og áhugaverður. Og ég tengi með lesefnið og verkefnin mikið að skrifa. Kv. Ásta.