Umræða vika 1 - Hver er ég? (0,833%)

Hæ kæru nemendur!

Hæ kæru nemendur!

Höfundur Sigríður Ásta Hauksdóttir -
Number of replies: 8

Ætla að starta þessari umræðu og segja ykkur stuttlega frá mér, hvaðan ég kem og hverjar eru væntingar mínar til áfangans. 

Ég heiti Sigríður Ásta Hauksdóttir, er 45 ára og bý á Akureyri. Fjölskyldan mín er strákarnir mínir tveir og tengdadóttir mín, sambýlismaður minn og börnin hans tvö. "Börnin" eru öll orðin fullorðin og það eru forréttindi að fá að vera þátttakandi í þeirra lífi, þau eru ólík en yndisleg hver á sinn hátt og auðvitað eins og í öllum fjölskyldum er ekki alltaf endilega logn og blíða! 

Ég er kennari, náms- og starfsráðgjafi og fjölskyldufræðingur. Ég vinn bæði sjálfstætt og eins inn í geðheilbrigðis- og menntakerfinu.

Þennan áfanga er ég að kenna í fyrsta skipti í VMA en hef kennt nemendum í SÍMEY, á framhaldsskóla - og grunnskólastigi ásamt því að hafa prófað kennslu á háskólastigi. Á haustönn kenndi ég áfangann Fjölskyldan og sálgæsla í VMA, og einhver af ykkur voruð með mér þar. Á þessari önn kenni ég líka áfanga í geðsálfræði í Menntaskólanum á Tröllaskaga

Mínar væntingar til áfangans eru þær að ná góðri samvinnu með mínum nemendum og geta miðlað til þeirra þekkingu. Þar sem þetta er í fyrsta skipti sem ég kenni þennan áfanga og hann er kenndur í VMA er hann í vinnslu meðan á kennslu stendur. Það er bæði spennandi og krefjandi. 

Mínir ofurhæfileikar eru bjartsýni og þrautseigja. 

Lífsmóttó: "Þeir tveir staðir sem þú þarft að halda hreinum, eru hausinn og hjartað!"

kærar kveðjur! Sigga Ásta 



In reply to Sigríður Ásta Hauksdóttir

Svar: Hæ kæru nemendur!

Höfundur Eymundur Lúter Eymundsson -

Hæ, takk fyrir, ég held að allt eigi að vera klárt með að komast inn hér var bara á innu í Borgarholtsskóla en líst vel á áfangann. Meira um mig síðar. Bkv Eymundur


In reply to Sigríður Ásta Hauksdóttir

Svar: Hæ kæru nemendur!

Höfundur Eymundur Lúter Eymundsson -
Sæl öll, ég heiti Eymundur L.Eymundsson 56 ára Akureyringur og hef búið hér alla mína tíð utan við þrjú ár í Reykjavík 2009-2012. Á einn strák sem er 29 ára og býr í Barcelona með sinni kærustu. Á eina Guðdóttur sem er 16 ára sem ég hef mikla tenglsamyndun við og á það við systur hennar líka sem er 18 ára. Ég kláraði Ráðgjafaskóla Íslands 2009 og útskrifaðist sem félagsliði 2016 úr Símey. Var mikið í kringum fótbolta en þurfti að hætta ungur að spila vegna slitgigtar sem hefur bæði tekið og gefið mér nýjar áskoranir sem ég er þakklátur fyrir. Ég stofnaði Grófina geðrækt á Akureyri ásamt öðru góðu fólki og sá að mestu um starfið fyrsta árið eftir að hafa öðlast reynslu af því að vinna með Hugarafli þegar ég bjó í Reykjavík sem hjálpuðu okkur af stað. Unnið er með valdeflingu og batamódel á jafningjargrunni. Eins hef ég hef farið með tugi fyrirlestra hér í grunn- og framhaldsskólum á Akureyri og víðar um land og fjalla um félagsfælni og bjargráð. Farið í fjölda viðtala og skrifað greinar um félagsfælni sem mætti ræða meira í samfélaginu þar sem félagsfælni byrjar oftast frá 10 til 15 ára. Grófin geðrækt hefur þroskast vel en ég hef dregið mig að mestu úr því starfi í dag og var búinn að vera í fjarnámi frá Borgarholtsskóla en ansi dýrt að fara alltaf suður, Mínar væntingar eru að auka þekkingu og þroska sjálfan mig og læra meira í dag en í gær. Ég er yfirleitt mjög jákvæður og góður drengur. Er ágætur í skák sem ég hef stundað að mestu frá barnsaldri. Lífsmottó,,það gerist ekkert ef maður gerir ekkert. Bkv Eymundur
In reply to Eymundur Lúter Eymundsson

Re: Svar: Hæ kæru nemendur!

Höfundur Marý Heiðdal Karlsdóttir -
Sæll! ég tengi mjög mikið við félagsfælnina sem þú talar um. Ég hef allt mitt líf verið félagsfælin og með þvílíkan félagskvíða og greindist með verulega kvíðaröskun á eldri árum. Félagsfælni hefur haldið mér frá mörgu meðal annars námi. Finnst æðsilegt starfið ykkar sem þið gerið í Grófinni og frábært að það sé verið að ræða þetta í skólum í dag.
In reply to Marý Heiðdal Karlsdóttir

Svar: Re: Svar: Hæ kæru nemendur!

Höfundur Eymundur Lúter Eymundsson -
Sæl Marý, takk fyrir, já þetta er mikið myrkur og feluleikur sem rænir mikilli orku og takk fyrir að tjá þig um þetta. . Það var mikil áskorun að opna sig en þegar maður var búinn að fá svo góða hjálp á svo mörgum stöðum er ég þakklátur að hafa fengið tækifæri á að miðla reynsluni til góðs. Ég tel að það sé ekki meira um þetta í dag en var hér áður fyrr það er bara meiri þekking og þá þekkingu er hægt að nýta betur inn í skóla sem í samfélaginu til að minnka afleiðingar. Ég tel að félagsliðar geti unnið mjög gott starf þar eins og annarsstaðar með sinni reynslu. Ég gæti líka séð fyrir mér að þau sem eru að mennta sig í fjölmiðlafræði í Háskólum komi að málum tengdum andlega vandanum. Bkv
In reply to Eymundur Lúter Eymundsson

Re: Svar: Hæ kæru nemendur!

Höfundur Ingunn Þórólfsdóttir -
Sæll Eymundur. Mig langar að byrja á að þakka þér fyrir vel unnin störf og þína hugsjón sem þú minnist á hér að ofan. Þau úrræði sem þú talar um eru einstaklega mikilvæg bæði fyrir þá sem þurfa þjónustuna og eins aðstandendur þeirra.
In reply to Ingunn Þórólfsdóttir

Re: Svar: Hæ kæru nemendur!

Höfundur Jóna María Káradóttir -
Rosalega er ég sammála þetta er mjög mikilvægt og gott starf, áfram þú! og allir þeir sem vilja hjálpa öðrum í gegnum erfiði í lífinu.
In reply to Sigríður Ásta Hauksdóttir

Re: Hæ kæru nemendur!

Höfundur Jóna María Káradóttir -

Hæ allir! Ég er Jóna María Káradóttir og ég fæddist í Reykjavík á landspítalanum 1. apríl árið 1998 sem gerir mig að 25 ára ungri konu. Ég á heima í Vestmannaeyjum og bý með maka og stelpunni okkar sem er að verða 2 ára núna í febrúar. Ég á eina systur sem er ættleidd frá Kína. Hún var aðeins eins árs þegar við fjölskyldan fórum út að sækja hana, hún er 8 árum yngri en ég. Mér líður mjög vel í Vestmannaeyjum og ég er að vinna í stuðningsþjónustunni hjá Vestmannaeyjabæ. Mér líkar það vel og ég elska að vinna með fólki. Ég er að taka þennan áfanga til að klára félagsliðan sem ég byrjaði á árið 2020. Áfanginn legst vel í mig og ég hugsa að hann muni alveg reyna vel á en vera áhugaverður með mikilli fræðslu. 

lífsmottóið mitt er ''þetta reeeeddast!''