Kynning á lokaverkefni 

Kynningar verða á lokaverkefnisdegi, föstudeginum 29.nóvember. 

ATH! Til þess að ná áfanganum þarf að kynna verkefnið.

Með þessu eruð þið að kynna verkefnið ykkar sem þið hafið lagt mikið í og því má líta á kynningardaginn sem uppskeruhátíð áfangans. 

Kynningar verða í málstofuformi, þ.e. ykkur verður skipt niður í hópa. Ykkur er skylt að mæta á ykkar málstofu en er frjálst að mæta líka á aðrar ef eitthvert viðfangsefni vekur áhuga ykkar. Hver kynning á ekki að taka meira en 10 mínútur, auk þess sem þið skuluð gera ráð fyrir spurningum og umræðum. Heildartími gæti orðið 15. mín. Í kynningunni stiklið þið á stóru um að hverju þið komust í verkefninu ykkar og segið frá niðurstöðum. 

Kynningin er metin út frá þessum þáttum:

  • Kynning

    • Nemandi kynnir sjálfan sig og verkefnið.

    • Atriði sem skipta máli fyrir einkunn: 

      • Framkoma og uppsetning

      • Augnsamband, les ekki beint af blaði

      • Glærur góðar (málfar, stafsetning, myndræn framsetning o.þ.h.)

      • Kynning vel æfð

  • Efnistök 

    • Uppbygging á fyrirlestri (sambærileg bygging og kaflaskipting verkefnis) 

    • Ef ritgerð = fjallið um inngang, meginmál, lokaorð

    • Ef rannsókn = fjallið um inngang, aðferð, niðurstöður, umræðu

    • Hversu vel nemandi er að sér í efninu og hvernig hann svarar spurningum áheyrenda. 



Nokkrir mikilvægir punktar til að hafa í huga við gerð kynningar:

  • Útskýra viðfangefnið vel - svo áheyrendur viti hvað þið eruð að tala um!

  • Ekki fara í öll smáatriðin - bara tími fyrir aðalatriðin.

  • Hafa glærurnar svolítið flottar og fínar - ekki of mikill texti eða skakkar og teygðar myndir.

  • Taka alltaf saman helstu niðurstöður í lokin. 

  • Ekki er þörf á heimildaskrá þar sem hún er í verkefninu sjálfu og ,ykkur er ekki ætlað að bæta nýjum heimildum við kynningu. Ekkert nýtt á að koma fram í kynningunni, sem ekki hefur komið fram í verkefninu sjálfu.

Vandið vel til verka, verið búin að æfa kynninguna vel og taka tíma á flutningi. Góður undirbúningur skilar sér í góðri kynningu, verið því vel undirbúin og tilbúin þegar að kemur að kynningardeginum.

Síðast breytt: þriðjudagur, 19. nóvember 2024, 3:47 PM