Forsíða - bls. 0 og ekkert blaðsíðunúmer

Efnisyfirlit - bls. 1

1. Inngangur

Hér segið þið almennt frá viðfangsefninu, hvers vegna það er áhugaverrt að skoða það og varpið fram rannsóknarspurningu og tilgátu/tilgátum. Yfirleitt er ekki vitnað í heimildir í inngangi þar sem efnið þar á að vera á hvers manns vitorði.


2. Fyrsti kafli meginmáls - gefa honum lýsandi heiti

2.1 Oft skýrara að skipta aðalköflum í undirkafla og þeir fá númer eins og sjá má hér. Þeir þurfa líka að fá lýsandi heiti.

2.2 Undirkaflar mega ekki vera færri en 2.

2.3 Umfjöllun í meginmáli byrjar á því sem er almennast, s.s. skilgreiningum eða upplýsingum um hvað við erum að fjalla um.


3. Annar kafli meginmáls - gefa honum lýsandi heiti og hugsanlega skipta í undirkafla, sem hver fær sitt heiti.

3.1 Eftir því sem líður á meginmál fjöllum við nákvæmar um viðfangsefnið og afmörkum okkur við það sem tengist rannsóknarspurningunni okkar.

3.2 Í meginmáli vísum við í heimildir og vöndum alla heimildavinnu.


4. Þriðji og síðasti kafli meginmáls - gefa honum lýsandi heiti og hugsanlega skipta í undirkafla, sbr. hér að ofan.

4.1 Undir lok meginmálsins reynum við að svara rannsóknarspurningunni okkar.

4.2 Við segjum líka til um hvort tilgáturnar okkar reyndust réttar eða rangar.

4.3 Kaflar í meginmáli geta verið frá þremur og upp úr, en ættu að raðast upp frá hinu víðtæka til hins sértæka.

o.sfrv.


5. Lokaorð

Í lokaorðum drögum við saman umfjöllunina í ritgerðinni. Það eiga ekki að koma fram nýjar upplýsingar í lokaorðum. Einnig er gott að setja fram hugmyndir um hvað vert væri að skoða nánar eða í framhaldi af því sem verkefnið fjallar um.

Heimildaskrá á sérblaðsíðu með feitletraðir fyrirsögn


Viðauki / Fylgiskjöl á sérblaðsíðu ef þörf krefur.

Síðast breytt: mánudagur, 2. janúar 2023, 9:40 AM