Section outline

    • Grunnatriði til hjálpar við að finna umfjöllunarefni og móta það.

    • Hér eru upplýsingar um kaflaskiptingu ritgerða.

    • Hér er sýnishorn af efnisgrind fyrir heimildaritgerð um þorska, með áherslu á hrygningu þeirra. Efnisgrindinni er skipt í 5 kafla, þar sem 1. kafli er inngangur og 5. kafli lokaorð. Í meginmáli eru svo þrír kaflar, hver með sitt heiti. ATH! Enginn kafli heitir meginmál

      Köflum meginmáls er svo skipt í undirkafla eftir því sem þurfa þykir og þeir númeraðir í samræmi við það. Athugið að undirkaflar þurfa a.m.k. að vera tveir til þess að réttlæta slíka skiptingu.

      Efnisgrind er lifandi skjal sem á að vera leiðbeinandi en ekki stýrandi og ekkert óeðlilegt við það að hún taki breytingum á meðan á ritunarferlinu stendur. Það er þess vegna ekkert því til fyrirstöðu að breyta röð atriða, fella eitthvað út eða bæta einhverju við.

    • Fyrir þau sem nota Google-docs

    • Leiðbeiningar um hvernig við setjum inn blaðsíðunúmer í Word, Word-online og Google Docs.

    • Leiðbeiningar (á ensku) um gerð efnisyfirlits.

      Hér vefur með leiðbeiningum á ensku: https://www.howtogeek.com/398747/how-to-create-a-table-of-contents-in-google-docs


    • Hér er dæmi um hvernig fullklárað lokaverkefni gæti litið út. Ath. að þetta verkefni miðast við orðafjölda í paraverkefni.

    • Nokkrir ágætir leiðbeiningavefir um ritgerðasmíð:

      Fyrstu skrefin

      Leiðbeiningarvefur um ritun á háskólastigi

      Askur


    • Önnur hjálpartæki sem geta verið gagnleg:

    • Skrambi getur bent á innsláttarvillur. Forritið tekur að einhverju leyti tillit til samhengis. 

    • Margar íslenskar orðabækur samankomnar á einum stað. Vanti útskýringu á orði, beygingu orðs eða upplýsingar um stafsetningu er þær að finna á þessari síðu. 

    • Íðorðabankinn er uppflettisafn orða á íslensku og fleiri tungumálum innan ákveðinna starfs- eða fræðigreina. Hér er upplagt að fletta upp hugtökum og orðum sem vantar að íslenska 

    • Athugaðu hvað gervigreindin getur hjálpað með og hvað hún getur ekki hjálpað með.