1)Ykkur verður skipað í málstofur, en fjarnemar kynna saman á milli kl.12:00 og 13:20. 

2) Það er skyldumæting í þá málstofu sem þið eruð skrifuð á. Þið eigið að hlusta á, og gjarnan spyrja út í, efni þeirra sem eru með ykkur í málstofu. Þið þurfið ekki að mæta á aðrar málstofur nema þið hafið áhuga á því sem þar fer fram.

3) Æfið flutning kynningar upphátt og takið tímann um leið. Gerið ráð fyrir að kynningin taki örlítið lengri tíma þegar á hólminn er komið en á æfingu.

4) Kynningin á að vera í mesta lagi 10 mínútur svo að þið þurfið að afmarka umfjöllunina vel. Þið hafið svo 5 mínútur til þess að svara spurningum.

5) Þið byrjið kynninguna á því að ávarpa áheyrendur, kynna ykkur og verkefnið ykkar. Þið þakkið svo fyrir í lokin og athugið hvort einhverjar spurningar eru. Það getur verið gott að setja þetta inn í handritið, ef þið ætlið ykkur að hafa slíkt, þá gleymist þetta síður.

Senest ændret: tirsdag den 19. november 2024, 15:46