Umræða vika 12 - Sálfræðingar gagnrýna auglýsingu um "hugræna endurforritun" (0,833%)

Vika 12

Vika 12

Höfundur Ingunn Þórólfsdóttir -
Number of replies: 1

Ég get séð báðar hliðar þessa máls.

það hlýtur alltaf að vera mikilvægt forgangsatriði að þeir sem taka að sér að annast veikt fólk séu með menntun og þekkingu á því sviði sem það starfar á.

Geðheilsan er mikilvæg og ef ekki er rétt að því staðið að kafa ofan í hana getur það haft alvarlegar afleiðingar. Við þekkjum dæmi úr okkar samfélagi þar sem fólk hefur tekið að sér veika einstaklinga og ætlað að “laga” þá með ömurlegum afleiðingum en það er efni í annan pistil.

Þarna er samt um að ræða aðferð sem ég veit að hefur hjálpað fólki svo það er erfitt að tala hana niður með öllu.

það má líka ekki gleymast að aðgangur að geðheilbrigðis þjónustu er til skammar og alls ekki fyrir alla.

sem dæmi ætla ég að nefna að eitt barnabarna minna hefur verið á biðlista eftir tíma hjá þessum eina starfandi geðlækni hér á Akureyri og hefur verið á þeim biðlista í núna á sjötta ár. Hann bara kemst ekki að þar sem geðlæknirinn hand velur sjalfur af listanum.

Sálfæðingar kosta nú um 18 þúsund hver tími og langur biðlisti er eftir heilsugæslu sálfræðiþjónustu sem svo þjónustar bara upp að vissu marki.

Svo mér myndi ekki finnast það skrýtið ef mitt barnabarn myndi leita óhefðbundinna leiða þegar kerfið hefur ekki brugðist við í nærri 6 ár.

Ég vil að geðheilbrigðis þjónusta standist kröfur okkar á allan hátt og sé aðgengileg öllum! Það er hún hinsvegar ekki, langt því frá, og því spyr ég af hverju er rangt að aðrar leiðir séu í boði frekar en engar því ekki standa þessar hefðbundnu öllum til boða?

Fólk með geðrænan vanda deyr á meðan það kvelst á biðlistum…

Ég segi, setjum standardin hátt en leyfum þeim sem ná að standast kröfur að bjóða óhefðbundna þjónustu.

300 orð

In reply to Ingunn Þórólfsdóttir

Svar: Vika 12

Höfundur Ásta Björk Arnardóttir -
Ég er ekki á móti því a fara í dáleiðslu ef það er búið að fá vísindalega sannanir að það sé ekki hættulegt að neinu marki eins og við prufum ekki lyf nema að það er búið að sanna að það er í lagi.

44 orð