Umræða vika 12 - Sálfræðingar gagnrýna auglýsingu um "hugræna endurforritun" (0,833%)

Vika 12

Vika 12

by Marý Heiðdal Karlsdóttir -
Number of replies: 2
ég skil alveg vel hvaðan Tryggvi og Kristbjörg eru að koma. Sjálf myndi ég ekki fara í dáleiðislu sem fyrstu meðferð við geðheilsu. Ef geðheilsan er slæm þá er alltaf fyrsta skref að tala við heimilislækni og fara á bið eftir sálfræðing en heimilislæknirinn getur aðstoðað þig á meðan. Ég sjálf hef ekki mikla trúa á dáleiðslu en ég myndi skilja einstaklinga sem leita þangað eftir meðferð hjá sálfræðing. Dáleiðsla er auka innslag í meðferð en ekki aðal meðferðin og ég myndi alltaf ráðfæra mig við sálfræðing eða lækni um hvort ég ætti að íhuga dáleiðslu og spurja hvort það gæti reynst mér gott. Dáleiðsla er alveg rannsökuð en ekki eins vel og sálfræðimeðferðir og hvað þá prufa eitthvað eins og hugræn endurforritun sem er nýtt og ekki vel rannsakað, maður veit ekkert hvaða afleiðingar sú meðferð getur gert þó það séu heilbrigðisstarfsmenn vinni við dáleiðsluna þá getur hún haft áhrif á geðheilsuna eftir á. Mér fannst mjög gott dæmið með bóluefnið og lyfjameðferðir. Þú myndir aldrei vilja fá óprófað lyf eða bóluefni nema hafa rannsakanir á bakvið þær. 

Ég tel dáleiðslu vera aukameðferð ef aðal meðferðin hjá sálfræðing er að skila árangri en einstaklingur langar að reyna ná meiri sýn yfir veikindin og skilja sig og þau betur þá væri hægt að prufa svona aðferðir.

Ég er mjög forvitin að vita hvað ykkar persónulega álit er á dáleiðslu.

229 words

In reply to Marý Heiðdal Karlsdóttir

Re: Vika 12

by Ingunn Þórólfsdóttir -
það er einmitt þetta með fyrstu skrefin þegar um ræðir geðrænan vanda…
Þau skref eru ekki stigin svo léttilega því biðlistar til dæmis setja strik í reikninginn.
Best væri ef leiðin væri greið fyrir okkur öll að viðurkenndri aðstoð sem stenst allar kröfur en svo einfalt er það samt ekki.

50 words

In reply to Marý Heiðdal Karlsdóttir

Svar: Vika 12

by Ásta Björk Arnardóttir -
Ég persónulega myndi ekki þora að fara í dáleiðslu, væri hrædd um að það færi allt úr böndonum og að það kæmi bara verr út fyrir mig.

27 words