Umræða vika 10 - Geðorð fjögur (0,833%)

geðorð 4

geðorð 4

ved Jóna María Káradóttir -
Antal besvarelser: 3

Geðorð fjögur er lærðu af mistökum þínum og er mjög mikilvægt og þroskandi. Ég hef gert mörg mistök og er þakklát að hafa lært af þeim og það gefur manni gleði að þroskast og horfa í augun við vondar tilfinnigar sem fylgja þess oft að gera mistök. Ég valdi grein við hana Hörpu magnúsdóttur, hún lærði af mistökum sínum að lifa í óöryggi og ótta og breytti lífi sínu. Hún segir að hún hafi lært að ýta ótta og óöryggi til hliðar því lífið er of stutt til finna fyrir vondum tilfinningum og lifa fyrir lítið, ef maður á sér drauma á maður að láta á þá reyna segir hún sem ég svo sannarlega tek undir.


Hér er greininn: 

https://www.mbl.is/frettir/burdargrein/2023/12/17/mikilvaegast_ad_yta_otta_og_ooryggi_til_hlidar/

120 ord

I svar til Jóna María Káradóttir

Re: geðorð 4

ved Marý Heiðdal Karlsdóttir -

Ég hef oft pælt i því hvort maður væri sama manneskja og maður er i dag ef maður gerði ekki mistök. Ef maður gerir ekki mistök og lærir af þeim er þá einhver personal growth? 

Ég tel mistök vera góð fyrir alla og hollt fyrir sálina að gera mistök og vita að enginn sé fullkominn.

55 ord

I svar til Jóna María Káradóttir

Re: geðorð 4

ved Ingunn Þórólfsdóttir -
Ég get svo sannarlega tekið undir þessi orð hennar Hörpu hve mikilvægt það er að læra að ýta ótta og óöryggi til hliðar! Eins og hún segir líka þá er það manns eigin hugur sem talar mann mest til…
Ég get líka verið þér sammála með að horfast í augu við það hvernig manni liður með sig og það sem maður er að gera því þannig lærir maður af því sem betur má fara.

74 ord

I svar til Jóna María Káradóttir

Svar: geðorð 4

ved Ásta Björk Arnardóttir -
Lærðu af mistökunum þínum
Ég er sammála að það á ekki að lifa ótta, ég var mikið að horfast við óttan hér áður fyrr. Eins og er sagt í greininni „leggja sig fram og gera eins vel og maður getur og komdu frameins og þú vilt að það sé komið fram við þig."

53 ord