Umræða vika 10 - Geðorð fjögur (0,833%)

Geðorð fjögur. Lærðu af mistökum þínum

Geðorð fjögur. Lærðu af mistökum þínum

ved Ingunn Þórólfsdóttir -
Antal besvarelser: 2

Í þau 60 ár sem ég hef fengið að lifa hef ég svo sannarlega reynsluna af því að gera allskyns mistök. Það gleður mig mikið að vita til þess að sú kynslóð sem er að ala upp börn í dag hefur þetta góða viðhorf gagnvart mistökum og nýtir þau til að læra af í stað þess að láta þau draga sig niður. Þetta hefur ekki alltaf verið ríkjandi viðhorf en eins og margt annað tengt lífinu þá eru viðhorf að breytast hjá ungu fólki í dag, sem betur fer. 

Það er ákveðið frelsi falið í því að geta horfst í augu við mistök. Það er auðvitað mis erfitt því feilspor geta haft mis erfiðar afleiðingar en þegar upp er staðið þá er þetta frelsi sem ég tala um falið í því að geta horfst í augu við gjörðir sínar, tekið ábyrgð og lært af. Þannig er frelsandi að ganga reynslunni ríkari í burtu heldur en að taka byrðarnar með sér áfram. 


161 ord

I svar til Ingunn Þórólfsdóttir

Re: Geðorð fjögur. Lærðu af mistökum þínum

ved Marý Heiðdal Karlsdóttir -

Sammála þer að það hefur ekki alltaf verið svona gott viðhorf varðandi mistök og er spennt að sjá hvernig næsta kynslóð mun taka á sínum mistökum.

26 ord