Umræða vika 10 - Geðorð fjögur (0,833%)

Geðorð fjögur – Lærðu af mistökum þínum

Geðorð fjögur – Lærðu af mistökum þínum

by Marý Heiðdal Karlsdóttir -
Number of replies: 3

Geðorð fjögur – Lærðu af mistökum þínum

Ég tel það mjög mikilvægt að leyfa sjálfum sér að gera mistök og taka svo lærdóminn af þeim mistökum og koma gáfaðari frá mistökunum. Það er mikilvægt að muna að allir gera mistök og ég passa að kenna börnunum mínum það snemma og að mistök geta oft verið góð og lærdómsrík. Þegar maður upplifir mistök þá ertu allaveg að reyna eitthvað nýtt og prufa þig áfram sem er alltaf jákvætt því lífið snýst um að læra nýja hluti og prufa hitt og þetta því þú veist aldrei hvað þú fýlar eða hverju þú ert góður í nema prufa og athuga það.

Með mistökum fylgir oft skömm og hræðsla en við þurfum að muna að það er allt í lagi að gera mistök, við getum lært svo mikið af þeim  og mistök þurfa ekki að vera tabú. Auðvitað eru til mis stór mistök og mis alvarleg en allirr eiga séns á öðru tækifæri og betur bæta sig.

Við verðum að kenna börnunum okkar og næstu kynslóð þetta vel og leyfa öllum að gera misstök án þess að vera dæmd fyrir þau.


186 words

In reply to Marý Heiðdal Karlsdóttir

Re: Geðorð fjögur – Lærðu af mistökum þínum

by Ingunn Þórólfsdóttir -
Það er einmitt svo góð tilhugsun að vita að sú kynslóð sem er að ala upp börn í dag er meðvituð um þetta og hefur ánægjulega stór hluti hennar þetta viðhorf sem þú lýsir. Mistök eru til að læra af þeim og koma út úr þeim reynslunni ríkari.

48 words

In reply to Marý Heiðdal Karlsdóttir

Re: Geðorð fjögur – Lærðu af mistökum þínum

by Jóna María Káradóttir -
Með mistökum fylgir oft skömm og ótti einmitt og við þurfum að kenna börnunum okkar og næstu kynslóðum að gera mistök er þroskandi og allt í lagi.

27 words

In reply to Marý Heiðdal Karlsdóttir

Svar: Geðorð fjögur – Lærðu af mistökum þínum

by Ásta Björk Arnardóttir -
Lærðu af mistökum þínum
Ég hef líka kennt mínum börnum það að gera mistök er alveg í lagi það þarf bara að læra af þeim.

25 words