Umræða vika 8 - Geðorð tvö (0,833%)

Vika 8 Geðorð nr 2

Vika 8 Geðorð nr 2

بواسطة - Ingunn Þórólfsdóttir
عدد الردود: 1

Hlúðu að því sem þér þykir vænt um.

Eins og með flesta þá er fjölskyldan mér dýrmætust og það að hlúa að þeim hefur verið mér eðlislægt síðan ég man eftir mér. Ég hlúi að þeim með því til dæmis að gefa tíma minn og athugli og eins skipuleggja sjálfa mig stundum með þarfir þeirra í huga. En þannig finnst mér að fjölskyldur eigi að virka í allar áttir. Það má alveg nota orðatiltækið “einn fyrir alla og allir fyrir einn” sem fjölskyldu orðatiltæki og þannig vil ég hugsa mína fjölskyldu. Mér þykir vænt um það þegar mitt fólk stendur saman og gætir hvers annars.

رداً على Ingunn Þórólfsdóttir

Svar: Vika 8 Geðorð nr 2

بواسطة - Ásta Björk Arnardóttir
Sæl ég er sammála það er flott orðatiltæki „einn fyrir alla og allir fyrir einn“ ég vil að mín fjölskylda verði með góð samskipti og að við verðum góðir vinir við nánasta fjölskyldan. Höfum getað talast við eins og vinir.