Umræða vika 8 - Geðorð tvö (0,833%)

Geðorð nr 2

Geðorð nr 2

by Marý Heiðdal Karlsdóttir -
Number of replies: 3

Geðorð númer 2 er hlúðu að því sem þér þykir vænt um.

Það sem mér þykist mest vænt um í mínu lífi er fjölskyldan mín og vinir. Ég bý langt frá mínu nánasta fólki. Ég er sú eina sem býr á höfuðborgarsvæðinu, mamma mín, pabbi og systir mín búa á Seyðisfirði og bróðir minn í Vestmannaeyjum svo ég passa vel upp á samskipti mín við þau og við hringjum í videó samtali sirka annan hvern dag. Einnig fá þau lítið að hitta börnin mín svo þau tala mikið við þær í gegnum símann og við notum facebook skilaboð mikið á hverjum degi til að spjalla og senda myndir á milli. Ég veit ekki hvernig geðheilsan mín væri ef ég væri ekki í svona góðum samskiptum við þau. Ég er mjög náin þeim og ef ég á erfiða daga þá eru það þau sem bjarga mér upp úr þeim.

In reply to Marý Heiðdal Karlsdóttir

Re: Geðorð nr 2

by Ingunn Þórólfsdóttir -
Það getur reynst erfitt að búa langt í burtu frá sínu nánassta fólki. Það hefur breytt lífi margra að hafa þessi samskiptaforrit og þannig er hægt að halda nánu og daglegu sambandi við fólk þó það sé hinmegin á hnettinum. Það er dýrmætt að geta ræktað þannig tengsl við þá sem maður elskar en eru langt í burtu.
In reply to Marý Heiðdal Karlsdóttir

Re: Geðorð nr 2

by Silja Rós Halldórsdóttir -
Skil það mjög vel hvað það getur verið erfitt að búa langt í burtu frá sínum nánustu. Ég tel þig góða að geta haldið þetta reglulegum samskiptum, ég er ekki viss um að ég myndi ná að viðhalda öðrum hverjum degi :)
In reply to Silja Rós Halldórsdóttir

Re: Geðorð nr 2

by Jóna María Káradóttir -
Skil mjög vel hvað það getur verið erfitt að búa langt í burtu frá öllum sínum nánustu. Ég bý í Vestmannaeyjum og hef nánast enga fjölskyldu hér. Flott hjá þér að halda reglulegum samskiptum.