Umræða vika 7 - Geðorð eitt (0,833%)

Vika 7 Lærðu af mistökum þínum.

Vika 7 Lærðu af mistökum þínum.

Höfundur Ingunn Þórólfsdóttir -
Number of replies: 1

Ég ætla að velja mér geðorðið númer 4. Lærðu af mistökum þínum. 

Að gera mistök er partur af því að vera manneskja. Það er í sjálfu sér ekki svo sjálfgefið að læra af mistökunum sem maður gerir. Það er ákveðin kúnst að læra það að gera upp mistök og draga af þeim lærdóm í stað þess að ignora þau eða fara í hina áttina og fara í niðurrif vegna þeirra. Það er líka ákveðin sigur fólgin í því að komast á þann stað að geta lært af og þannig gert betur því ég hef upplifað bæði það að draga mig niður fyrir mistök en ég hef líka fengið að vera þeirrar gæfu aðnjótandi að horfast í augu við mistök í lífinu, læra af þeim og meira að segja stundum græða þegar á enda er komið. Allt fer þetta eftir því hvernig ég sjálf vel að horfa á aðstæður og það til dæmis hvort glasið er hálf fullt eða hálf tómt. Allt háð mínu eigin viðhorfi til sjálfrar mín. 


In reply to Ingunn Þórólfsdóttir

Re: Vika 7 Lærðu af mistökum þínum.

Höfundur Marý Heiðdal Karlsdóttir -
Ég er alveg sammála þér að það er ekkert létt að læra af mistökum. Það er miklu auðveldara að eyða dögum í að pirra sig á mistökunum og draga sig niður útaf þeim. Maður þarf eiginlega að læra hvernig maður á að takast við mistök og það er viss kúnst. Sumir fara kannski allt sitt líf án þess að læra af mistökum sínum. Allir gera mistök og allir taka þeim mismunandi en það þarf að muna að lífið er stutt, allir gera mistök og maður verður að horfa á jákvæðu hliðina í lífinu og komast í gegnum þetta með hjálp ef þess þarf.