Umræða vika 7 - Geðorð eitt (0,833%)

Vika 7

Vika 7

بواسطة - Marý Heiðdal Karlsdóttir
عدد الردود: 2

Það ég tengi mest við þarna er númer 5 - Hreyfðu þig daglega, það léttir lundina. 

Þetta er kannski mest basic geðorðin og eitthvað sem fólk heyrir stanslaust en hreyfing er ekki sjálfsagður hlutur. Ég er með vefjagigt og venjuleg hreyfing er mjög erfið fyrir mig og því meiri hreyfing fyrir mig því meiri verki fæ ég en ef ég hreyfi mig ekkert þá fæ ég líka verki svo að finna þessa þunn línu. Stundum er of mikil hreyfing að þrífa húsið eða leika við stelpurnar en ég þarf að minna mig á daglega að hreyfa mig og passa rosalega hvernig ég hreyfi mig til að forðast verki.

رداً على Marý Heiðdal Karlsdóttir

Svar: Vika 7

بواسطة - Ásta Björk Arnardóttir
Það er satt að hreyfing er góð á sinn hátt. Allir eiga að hreifa sig ég er sammála með að það er erfitt að finna þessa þunnu línu þegar verkirnir eru að drepa mann. Það er svo mikil nauðsyn að hreifa sig að minnsta kosti í 30 -50 mín á dag til að verkir minki en ef þú ferð yfir línuna þá verða bara meiri verkir á morgun.
رداً على Marý Heiðdal Karlsdóttir

Re: Vika 7

بواسطة - Ingunn Þórólfsdóttir
Algerlega sammála! Hreyfing er okkur öllum nauðsynleg og hver og einn þarf að finna það sem hentar best. Ég hef reynslu af því að eiga tímabil þar sem ég hreyfi mig lítið og svo þar sem ég er td á fullu í crossfitt. Hreyfing er mér mikilvæg og ég hef fundið fyrir ákveðnum missi eftir að ég slasaði mig og þurfti að hverfa frá crossfitt. Ég finn mikin mun á andlegri líðan út frá því hvort ég er með hreyfingu í rútinunni minni eða ekki.