Umræða vika 6 - tónlist og geðheilbrigði (0,833)

Umræða vika 6 - tónlist

Umræða vika 6 - tónlist

Höfundur Ingunn Þórólfsdóttir -
Number of replies: 3

Ég valdi þetta lag af plötunni Rimlarokk sem gefin var út árið 1982 og var unnin frá a-ö af föngum sem sáttu inni á Litla Hrauni en þeir bæði sömdu, spiluðu og tóku upp plötuna alveg sjálfir og er platan merkileg fyrir vikið.  

Flest lög samdi, spilaði og söng barnsfaðir minn Halldór Fannar Ellertsson en hann glímdi við alkóhólisma og andleg veikindi allt sitt sitt líf en hann lést fyrir aldur fram sökum síns sjúkdóms 46 ára gamall. 

Þetta lag sem ég valdi og mun reyna að setja mynd af texta með er einmitt samið um þann sem þarf að borga með frelsinu fyrir afbrot sem hann framdi. Reyndar er öll platan einstaklega innihaldsrík og textar skrifaðir beint frá hjartarótum um líf afbrotamanns og söguna á bak við það af hverju hann brást í lífinu en yfirleitt má finna sorgarsögu á bak við það fólk og má þá sjá hvernig þau spil sem þetta fólk fær á hendi strax í byrjun sem lítil börn eru ekki nægilega góð svo að barn geti blómstrað. Oft eru afbrot, neysla og líferni afleiðingar þess að þau fengu sem börn erfiða og ósanngjarna byrjun og þurftu að berjast fyrir tilveruréttinum sínum.  

Linkur á lagið er fyrir ofan textan.

 https://fb.watch/qwfsTboGC5/? 

Vítahringur       

Á milli hárra húsa, inni i miðri borg, byggt var stærdar bákn úr steypu og stáli.

En innan þeirra veggja er múruð mannsins sorg, hann steiktur er þar yfirr hægu báli.

Brotið er hans sjálfstraust, ærulaus og bitur, glötud er hans sómatilfinning.

Þvi eftir á, þá er alltaf gott ad vera vitur, er bú ert kominn inn I vitahring.

Vitahring sem erfitt er ad rjúfa hjálparlaust, vinir allir flúnir eru á brott.

Birtan dvin i sálu þinni, komid er nú haust.

Þú getur ekki brosad, bara glott.

Dregnir fram í dagsijósid þinir verstu gallar, drepid allt hið góða í sjálfum þér.

Úr öllum áttum öskrad er, Já, samfélagið kallar: þetta er þad sem glæpamönnum ber.

Þetta er fordæmdur stadur og fordæmdir menn, sem eru sviptir frelsi um mislöng skeið.

Ad byrja nýtt lif, alltof fáum hefur tekist enn, þvi fangelsi er glæpaskóli um leið.

Lag og texti: Halldor Fannar Ellertsson.


 

 

 

 

 

 

 


356 orð

In reply to Ingunn Þórólfsdóttir

Re: Umræða vika 6 - tónlist

Höfundur Marý Heiðdal Karlsdóttir -
Samhryggist með barnsföður þinn. Það er alveg rétt hjá þér það sem þú segir í lokin, mjög oft eru djúpar ástæður afhverju þau fara út í fíkn eða óheilbrigðan lífstíl og margir hugsa ekki um þá ástæður og það er eitthvað sem við þurfum að vinna betur með. Það þýðir ekkert fyrir manneskju að fara á Vog og reyna vera edrú ef það er ekki unnið úr kjarnamálinu. Fyrst þarf að vinna úr því og ávinningurinn kemur eftir á.

79 orð

In reply to Marý Heiðdal Karlsdóttir

Re: Umræða vika 6 - tónlist

Höfundur Jóna María Káradóttir -
Ég samhryggist þér innilega með barnsföður þinn.
Þessi texti segir margt og magnað er að vita hverjir eru á bakvið lagið og textan, takk fyrir.

25 orð