Umræða vika 6 - tónlist og geðheilbrigði (0,833)

Surface Pressure

Surface Pressure

by Marý Heiðdal Karlsdóttir -
Number of replies: 3

Þetta lag varð rosalega vinsælt árið 2021 út frá teiknimyndinni Encanto útaf taktinum og hversu auðvelt var fyrir krakka að syngja lagið en krakkar á þessum aldri tengja kannski ekki við textann.

Ef þú skoðar textann vel þá sérðu að þetta lag er um alla pressuna sem aðrir leggja á einn einstakling. Margir sýna bara það sem aðrir vilja sjá en innst inni eru þau ekki jafn sterk og stöðug og þau líta út fyrir að vera. Hún syngur um að hún heldur að hún sé einskis virði ef hún getur ekki verið sterk og hjálpað öllum í bænum. Í viðlaginu er sungið pressure like a tick, tick til it‘s ready to blow. Það er enginn sem nær að lifa undir svona pressu að eilífu og einn daginn mun einstaklingurinn springa. Ég hef alveg upplifað að mikla pressu og ég höndla það ekki vel ef mismunandi pressa kemur úr mörgum áttum. Ef einstaklingur losnar ekki undan miklri pressu getur það leitt út í þunglyndi og fleiri alvarlegri geðvandamál. Mér finnst þetta lag mjög vel gert miða við barnalag og kemur skilaboðunum vel áleiðis.

https://www.youtube.com/watch?v=tQwVKr8rCYw 


184 words

In reply to Marý Heiðdal Karlsdóttir

Re: Surface Pressure

by Ingunn Þórólfsdóttir -
Ég er þér svo hjartanlega sammála um það að pressa á einstakling getur gert út af við hann ef hún gengur of hart að. Það getur reynst vel að vinna undir pressu því pressa ýtir manni áfram og getur verið hvetjandi en þegar pressa er svo mikil eða kemur á margan hátt að einstaklingunum eins og þú segir þá getur einstaklingurinn brotnað og bugast og gefist upp.

67 words

In reply to Ingunn Þórólfsdóttir

Re: Surface Pressure

by Jóna María Káradóttir -
Ég er sammála ykkur og þetta lag kemur skilaboðum vel áleiðis. Það getur enginn verið undir endalausri pressu svo við það í langan tíma tekur alltaf eitthvað annað við.

29 words