Umræða vika 5 - fréttir og vefmiðlar (0,833)

vika 5

vika 5

Höfundur Marý Heiðdal Karlsdóttir -
Number of replies: 2

https://www.visir.is/g/20242533060d/nattura-vinatta-og-tilgangur-er-lausnin-vid-versnandi-gedheilsu-barna-og-ungmenna

 

Þessi frétt fjallar um hvernig geðheilbrigði barna og ungmanna hefur farið versnandi síðustu ára þar sem þau einangrast rosalega mikið og aðal ástæðan er tækjanotkun og samfélagsmiðlar. Það er rosalega auðvelt að tala bara við annað fólk í gegnum netið eða leiki en ekki í raunveruleikanum en raunin er að þetta er að eyðileggja eðlileg félagsleg samskipti og innilokar krakka rosalega mikið sem veldur oft miklum kvíða. Það er talað mikið um skáta og hvað það hefur góð áhrif á ungmenni. Þau læra helling þar og þetta er mikilvæg starfsemi.

 

Ég er mjög sammála þessu og ég held því miður að það sé rosaelga algengt í dag að börn fái mun meiri skjátíma en þau eiga að hafa og oft er það svo þau séu þæg og stilt og foreldrar þurfi ekki að hugsa eins mikið um þau og sinna þá öðru á meðan.  Ég tel starfsemi skátana mjög mikilvæg þó ég hafi ekki reynsluna sjálf en þetta kennir krökkum bara svo mikið um náttúruna, myndar allskonar vinatengsl, hvetur þau til að gera góða hluti, bætir leiðtogahæfni og svo gerir náttúran ein og sér helling fyrir þau. Að vera úti í náttúrunni kemur einstakling í núið og minnkar alla streitu, þú þreytist á eðlilegan hátt og kemur í veg fyrir þunglyndi. Þetta hefur verið marg sannað. Ég er mjög sammála því að útivera fyrir börn er lykilatriði fyrir vellíðan og til að leysa út orku sem myndi kannski ekki ná að leysast á góðan hátt annars. Hreyfing er mikilvæg og við sem foreldrar þurfum að passa að börnin siti bara ekki inni í ipadinum og horfi allan daginn á youtube.


271 orð

In reply to Marý Heiðdal Karlsdóttir

Re: vika 5

Höfundur Silja Rós Halldórsdóttir -
Ég er mjög sammála þér í þessu. Ég hef oft minnst á að árgangarnir í kringum mig séu með þeim síðustu sem muna eftir lífi án tölvu eða síma. Ég sjálf finn aukna streitu sem fylgir því þegar mikið er að gera í að svara tölvupóstum, skilaboðum, hringingum og ég finn einnig aukinn kvíða hjá mér ef ég dett í reels á insta eða tiktok holuna og klukkutímar líða frá manni. Mér finnst ofboðslega sorglegt að sjá ung börn í dag föst í símanum sínum, og verða vitni að því að foreldrar rétti börnum sínum símann sinn t.d. á veitingastöðum til að fá frið.

104 orð

In reply to Marý Heiðdal Karlsdóttir

Svar: vika 5

Höfundur Sigríður Ásta Hauksdóttir -
Mjög góðar pælingar hjá ykkur Marý og Silja, það sem mér finnst samt áhugvert með þessari frétt að þarna er skátahöfðingi sem skrifar í tilefni af því að 22.febrúar fæddist stofnandi skátahreyfingarinnar Baden Powell. Þó hjarta mitt sé með málefninu (líðan barna og ungmenna) og mér finnist skátahreyfingin geggjuð vil ég líka minna á að það eru fleiri þætti sem við þurfum að hafa í huga þegar kemur að velliðan ungmenna og barna en tækjanotkun. Við getum líka talið til jákvæðar hliðar tækjanna. Það sem við þurfum að að skoða líka í samhengi er hvernig samfélagið býr að börnum og ungmennum og hver er að kenna þeim á tækin :)

110 orð