Umræða vika 5 - fréttir og vefmiðlar (0,833)

Frétt vika 5

Frétt vika 5

by Ingunn Þórólfsdóttir -
Number of replies: 2

Ég ætla að benda hér á greinina sem Dagbjört Ósk skrifar um málefni fíknisjúkra Dagbjört er móðir fíkils og hefur þar af leiðandi innsýn inn í hans heim sem flest okkar hafa ekki. Það er með ólíkindum að lesa um það að áætlaður fjöldi þeirra sem munu látast af völdum ofskömmtunar séu um 80 manns! Það yrði allt vitlaust á alþingi og í þjóðfélagsumræðunni ef við myndum setja í stað fíknisjúkra það að áætlaður fjöldi nýfæddra barna sem muni deyja úr ungbarnadauða verði um 80 lítil börn þetta árið og að því miður verði lítið að gert því það séu til svo litlir peningar... Við myndum aldrei líða þá staðreynd. Aldrei! En eins og kemur fram í þessari grein er þetta staðreyndir í lífi langt leiddra fíkla og við bara lítum undan. Ef einhver vill meina að fíkn sé val og fíkillinn geti hreinlega valið að sleppa notkun þá vil ég benda á að sá sem fær hjartaáfall vegna lífstíls eða krabbamein vegna lífstíls eða annað slíkt þá langar mig að benda á að fæstir myndu hugsa “ jah þessi fær ekki krabbameinsmeðferð því hann borðar svo óhollt og getur sjálfum sér um kennt eða þessi sem fékk hjartaáfall fær ekki gangráð eða hjartaþræðingu því hann lifði svo óheilbrigðu lífi” Þetta myndi fólk hvergi láta út úr sér en gerir þó óhikað þegar um ræðir fíkil .Eins vil ég benda á að bakgrunnur fikilsins er stundum þannig að hann fær frá upphafi í sínu lífi óbærileg spil á hendi og þekkir því frá barnsaldri fátt annað en flótta frá aðstæðum og það að vera sífellt að reyna að græða hjartasár og þau fá það að hluta með því að deyfa sig. 


https://www.visir.is/g/20242529331d/ad-gerda-leysi-heil-brigdis-kerfisins-i-gard-fikni-sjukra   


 

  

 

 

 

 

 


282 words

In reply to Ingunn Þórólfsdóttir

Re: Frétt vika 5

by Marý Heiðdal Karlsdóttir -
Ég er sammála þér að það er ekki mikið gert til að stoppa fíknisvandamál hér á landi. Þetta er ekkert grín og það er eins og enginn sé að gera neitt í þessu. Þvílikt langir biðlistar inn á vog og aðra staði sem aðstoða við svona og margir hafa bara ekki tímann til að bíða. Hversu margir helduru að hafa dáið útaf neyslu á meðan þeir biðu eftir plássi á vogi? Persónulega vil ég ekki vita sá tölu því ég trúi vel að hún sé mjög há. Þessu þarf að breyta og opna umræðu í samfélaginu um þetta mál og passa að sú umræðan sé vel orðuð og fari rétt.

110 words

In reply to Ingunn Þórólfsdóttir

Svar: Frétt vika 5

by Sigríður Ásta Hauksdóttir -
Það er mikil sorg sem fylgir fíknisjúkdómum, það er líka ofboðsleg sorg hvað við gætum sem samfélag gert svo miklu miklu betur ...

23 words