Umræða vika 4 - Geðheilbrigði almennt (0,833%)

Umræða vika 4

Umræða vika 4

ved Silja Rós Halldórsdóttir -
Antal besvarelser: 2

1. Geðheilbrigði hefur alltaf verið mjög þarft umræðuefni að mínu mati. Ég persónulega hef barist við geðraskanir frá því að ég man eftir mér, og það hamlaði mér ofboðslega sem barn. Í dag er ég meðvituð um hvaða röskunum ég lifi með, hvernig ég eigi að hátta mínu lífi í sameiningu við geðraskanir mínar til að viðhalda góðri geðheilsu og öðlast þar af leiðandi betri lífsgæði. Mér finnst mikilvægast að við fáum að lifa lífi þar sem allir hafi jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustu, en það hefur lengi vel verið svoleiðis hér á Íslandi að það er nær ómögulegt að komast að hjá geðlækni og mjög takmarkað hægt að mæta fólki sem vill fá hjálp til að komast á betri stað andlega.

2. Mér finnst viðtalið við Sigrúnu í verkefninu okkar frá síðustu viku virkilega áhugavert, en þær ræddu málin og köfuðu dýpra í samfélagið okkar og sjúkdómavæðinguna sem er að eiga sér stað nú til dags og skoðuðu það frá félagsfræðilegu sjónarhorni. Mér þótti margir áhugaverðir punktar koma þar fram sem maður hafði ekki heyrt af áður og fékk mann til að spyrja nýrra spurninga.

3. Að gera alltaf eitthvað á hverjum degi. Þegar við erum hress og lífið að leika við okkur, þá er ekkert mál að sinna því sem við þurfum að gera og vera með fullt dagskipulag. En á móti koma líka extra erfiðu dagarnir, og fyrir suma lítur það jafnvel svoleiðis út að það er erfitt að yfirgefa rúmið sitt. Þá er mikilvægt að fara ekki í sjálfshatrið, heldur í sjálfsmildi og geta mætt sér þar sem maður er. Hluturinn fyrir þig að gera þann daginn er kannski ekki stærri en að fara fram í eldhús og fá þér að borða, eða fara í sturtu, en ég get lofað þér að þér mun líða betur eftir að hafa gert eitthvað - frekar en ekki neitt.

I svar til Silja Rós Halldórsdóttir

Re: Umræða vika 4

ved Ingunn Þórólfsdóttir -
Ég er þér svo sammála um það hvernig kerfið er að bregðast fólki með því að vera ekki aðgengilegt. Það er þó von um betri tíma því samfélagsleg umræða er þannig að við erum að krefjast úbóta og ég trúi því að við förum að hafa hærra eftir því sem tíminn líður og okkur mun ávinnast með tímanum.