Umræða vika 4 - Geðheilbrigði almennt (0,833%)

Vika 4

Vika 4

Höfundur Marý Heiðdal Karlsdóttir -
Number of replies: 3

Mín sýn á geðheilbrigði er að maður setur alltaf sig í fyrsta sæti. Ef þín eigin geðheilsa er ekki í lagi þá nærðu ekki heldur að sinna neinum öðrum. Maður þarf að vera í þokkalegu standi sjálfur til að hafa getuna til að sjá um aðra og veita öðrum aðstoð í gegnum sín vandamál. Allir þurfa finna sitt jafnvægi og þar sem enginn er eins og allir á mismunandi stað í lífinu svo það getur verið flókið og tekið tíma en mikilvægt að fólk gefi sér þennann tíma. Ég þekki það vel að eiga erfitt að finna jafnvægi við vinnu og fjölskyldulífið þar sem vefjagigtin gefur mér ekki mikla orku til að byrja með svo það er mjög erfitt að finna hvar línan er í vinnunni svo ég hafi smá orku eftir vinnuna fyrir heimilið. 

Það sem stendur upp úr í námsefninu hingað til er klárlega leikritið Vertu Úlfur. Það var svo rosalega vel leikið og sýndi svo vel hvernig geðræn vandamál geta verið flókin og erfið. Hvernig hann notar umhverfið og vatnið til að sýna hvernig áhrifin af maníu hefur á einstaklingina. 

Til að viðhalda góðri geðheilsu þarf að hvíla sig nóg og ég tel það númer 1, 2 og 3. Hvíldin gefur þér orku, líkaminn endurnærir sig, hausinn fær pásu frá allri pressu, stressi og ofhugsi. Einnig er gott að hafa allt í hófi. Aldrei banna þér eitthvað sem þú vilt þó það sé óhollt eða einhver ósammála. Þetta er þitt líf og þú ræður hvernig það fer. 

In reply to Marý Heiðdal Karlsdóttir

Re: Vika 4

Höfundur Ingunn Þórólfsdóttir -
Ég er þér sammála með að maður verður að huga að eigin heilsu áður en maður kemur öðrum til bjargar. Þessi gamla góða setning þar sem talað er um að setja á sig súrefnisgrímuna áður en maður setur hana á aðra á svo vel við þarna líka. Einnig með hvíldina og það hve mikilvæg hún er því að keyra sig áfram án þess að hvílast inn á milli er ávísun á að fara í þrot.
In reply to Marý Heiðdal Karlsdóttir

Re: Vika 4

Höfundur Silja Rós Halldórsdóttir -
Mjög vel orðað hjá þér og ég er sammála öllu því sem þú sagðir. Maður á auðvitað alltaf að setja sjálfan sig í fyrsta sæti. Þetta er nákvæmlega það sama og okkur er kennt í flugvélunum, að setja á okkur súrefnisgrímurnar áður en við förum að sinna þeim sem eru í kringum okkur.
In reply to Silja Rós Halldórsdóttir

Re: Vika 4

Höfundur Jóna María Káradóttir -
Ég tek undir það sem þið segið og þetta er svo mikilvægt og vill oft gleymast og hefur veið mikil æfing hjá mér að setja mig í fyrsta sæti.