Umræða vika 2 -Vertu úlfur (0,833%)

Vertu Úlfur

Vertu Úlfur

Höfundur Ásta Björk Arnardóttir -
Number of replies: 0

Vá hvað þetta er flott leikið hjá Birni Thors hann er svo trúverðugur og hvernig hann kemur verkinu vel frá sér bara aðdáunar vert. Átakanlegt og skrítið að fá að horfa inn í heim Héðins, sjá hvernig honum líður. Sjá hvernig mamman tekur flott á erfiðleikum Héðins með væntumþykju og skilningi, og á móti hvernig pabbinn kemur fram við hann með ofbeldi og yfirgangi, eins og að fara að honum eins og hest það á ekki að koma fram við neina lifandi veru með yfirgangi og fyrirlitningu. Mamman hafði gott lag en þegar hún svo deyr þá er Héðinn bara einn á báti að honum finnst.  

Að geta túlkað þetta svona vel það er aðdáunar vert hann fer í minnstu smá atriði eins og ég þekki takta og svipi frá einstakling sem ég þekki,

Að faðir hans og bræður ryðjist inn á bað til að koma honum til læknis, þetta er bara ofbeldi, að mínu mati hefði mátt reyna að tala saman og finna út eitthvað sem hentar honum betur hverju sinni. Mania  er ekki eins hjá öllum og að nauðungavista einstaklinga er ofbeldi út af fyrir sig.

Þó að þetta hafi verið einleikur það var þetta svo mikið sjónarspil hvernig hann notar vatnið og bara allt sviðið þetta var flott í alla staði.