Umræða vika 2 -Vertu úlfur (0,833%)

Vertu úlfur

Vertu úlfur

بواسطة - Marý Heiðdal Karlsdóttir
عدد الردود: 2

Mér fannst þessi einleikur fáranlega góður og átakanlegur. Þetta var fáranlega vel leikið og nánast eins og þetta væri einu sinni ekki leikið. 

Það sem mér fannst um samband móður hans og Héðins er að hún hitti hann algjörlega á hans svæði og skildi hann alveg 100%. Það er eitthvað sem ég tel mjög mikilvægt, allir verða að hafa svona manneskju í lífinu sínu til að aðstoða mann í gegnum verstu tímana. Þó svo að ég haldi að samband hans við föður sinn sé mun algengara í raunveruleikanum heldur en samband hans við móður sína. Því miður hafa ekki allir sem díla við geðræn vandamál svona sterk tengsl við einhverja eina manneskju.

Það sem mér fannst áhrifaríkast var klárlega þegar hann er að leika og sýna maníuna sem hann fór í áður en hann fór í neyðarinnlögn. Hvernig hann notaði ljósin, vatnið og allt umhverfið. Kæmi mér bara ekkert á óvart ef margir upplifa nákvæmlega þetta í maníu og þeim tókst ótrúlega vel að koma upplifun hans fram og leyfa áhorfendum að upplifa það líka. Mér fannst rosalega áhugavert að upplifa það heima í sofanum en á móti skilur maður ekkert hvað einstaklingur er að fara í gegnum. 

Þegar hann lýsir ofbeldinu sem hann varð fyrir þá dregur hann mann inn í söguna og maður sér svo vel og finnur vonbrigðin og hættuna sem hann var að upplifa. Ég skil mjög vel að þessi einleikur vann 7 grímur!

رداً على Marý Heiðdal Karlsdóttir

Re: Vertu úlfur

بواسطة - Ingunn Þórólfsdóttir
Ég er svo sammála þér með það hve ótrúlega vel leikið þetta var. Hann kom svo vel til skila öllum tilfinningum og náði að túlka svo vel heim þess sem glímir við geðsjúkdóm.
Samband Héðins við móður sína var fallegt og sterkt og greinilegt hvernig það var honum meðbyr á meðan samband við föður var byggt upp allt öðruvísi og á endanum þetta inngrip sem því miður verður að teljast sem ofbeldi. Það er eins og þú bendir á líklegast mun algengara að fólk bregðist við eins og faðir hans gerðir. Þetta var átakanleg og frábær sýning sem skilur helling eftir sig.