Umræða vika 1 - Hver er ég? (0,833%)

Umræða vika 1

Umræða vika 1

Napisane przez: Silja Rós Halldórsdóttir ()
Liczba odpowiedzi: 0

Ég heiti Silja Rós Halldórsdóttir, og verð 29 ára gömul í maí á þessu ári. Ég er fædd og uppalin á Selfossi, flutti svo á Höfn í Hornafirði í u.þ.b. 10 ár, fór aftur á Selfoss í 2 ár en er í dag búsett í Reykjavík. Ég á í dag frábæran mann, en með honum græddi ég líka 2 stjúpbörn. Stjúpsonur minn lést þó í september 2023 og tímar síðan þá hafa verið ansi krefjandi.

Ég starfa sem leiðbeinandi hjá Ás vinnustofu og er einnig umsjónarmaður áfangaheimilis fyrir ungmenni á vegum Velferðarsviðs Reykjavíkurborgar.

Ég sjálf hef alltaf átt við geðræna erfiðleika að stríða frá því að ég man eftir mér, en ég er greind með kvíða, þunglyndi og fékk ADHD greiningu á fullorðinsaldri. Mín geðheilsa hafði mikil áhrif á æskuna mína og unglingsár, og þar af leiðandi skil ég vel hversu mikil áhrif almenn geðheilsa hefur á líf fólks. Út frá því hef ég alltaf haft mikinn áhuga á viðfangsefni áfangans og hlakka til að sjá efnið sem við vinnum með.

Hæfileikar mínir myndi ég telja vera þrautseigja og að geta sett mig í spor annarra, en margir hafa nefnt að þeim þyki gott að leita til mín og tala við mig.

Ég tel mig hafa tvö lífsmottó, en þau eru: Illu er best af lokið, og komdu fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.