Umræða vika 1 - Hver er ég? (0,833%)

hæ öll!

hæ öll!

Höfundur Marý Heiðdal Karlsdóttir -
Number of replies: 3

Smá um mig. 

Ég heiti Marý Heiðdal og er frá Seyðisfirði en er búsett í Hafnarfirði. Ég er að vera 30 ára gömul núna í mars og á 2 yndislegar stelpur og maka.Ég greindist með mjög slæma vefjagigt árið 2017 og það hefur gert lífið svolítið krefjandi. Ég hef unnið sem stuðningsfulltrúi fatlaðra í 9 ár núna en er búin að vera í 6 ár í 100% vinnu á sama staðnum núna þar sem ég er hópstjóri og aðstoða forstöðukonuna við allskonar verkefni og aðstoða starfsmenn við allar uppákomur sem gætu komið. Við aðstoðum fatlaða einstaklinga í atvinnu og félagsþjálfun.  Einnig er ég aðra hvora helgi(20% vinna) í búsetuúrræði hjá stelpu í Hafnarfirði. Ég er menntaður prentsmiður og kláraði fagnám í umönnum fatlaðra árið 2020 og fór í kjölfarið beint í félagsliðann. Eldri stelpan mín er einhverf svo ég er tel mig hafa mikla þekkingu þegar það kemur að einhverfum og þeirra þörfum.

Ég hef alltaf verið með áhuga á geðröskunum eftir að ég byrjaði á þessari starfstétt og er spennt að sjá hvað ég læri þar. Mér hefur alltaf fundið viðtöl erfið og munnleg verkefni svo það verður smá krefjandi fyrir mig en hef mjög gaman að sökkva inn í efnið og finna öll svör og leiðir til að vinna verkefnin.

Ég er ekki með neitt eitt mottó en ég trúi á að ef þú skilar góðu af þér þá færðu gott til baka.

Ég er rosalega óþolinmóð manneskja að eðli en þegar það kemur að þjónustunotendunum mínum þá hef ég alla þá þolinmæði fyrir þau og ég er mjög skipulögð og jafn vel of skipulögð stundum haha.


In reply to Marý Heiðdal Karlsdóttir

Re: hæ öll!

Höfundur Ingunn Þórólfsdóttir -
Sæl Marý. Ég tengi við það að eiga einhverft barn og það hvernig maður lærir inn á heim einhverfunnar með því að ala upp einhverfan einstakling og eins að halda samskiptum eftir að einstaklingurinn fullorðnast. Ég hef eins og þú unnið lengi við umönnun og þjónustu fatlaðra og hef mikin áhuga á að öðlast þessa þekkingu og auka færni mína með þessu námi.
In reply to Marý Heiðdal Karlsdóttir

Svar: hæ öll!

Höfundur Ásta Björk Arnardóttir -
Sæl Marý.
Ég er fædd og uppalinn í Hafnafirði þar er gott að búa, þó að ég búi á Hornafirði núna. Það er krefjandi að vera með langveikt barn. Kv. Ásta.
In reply to Marý Heiðdal Karlsdóttir

Re: hæ öll!

Höfundur Silja Rós Halldórsdóttir -
Mig langaði að koma inn á vefjagigtar punktinn hjá þér og þar sem ég sjálf er greind með vefjagigt, þá skil ég vel hversu erfitt það getur verið að tækla allt sem bíður manns og halda boltunum á lofti. Þú ert greinilega hörð af þér og ert að standa þig rosalega vel! (passaðu þig bara að gefa þér líka hvíld stundum, það er alveg jafn mikilvægt <3)