Section outline


  •  

    1. lota 

     Kynning. Hvað er þjóðfræði

    Í þessari fyrstu viku er farið yfir hvað þjóðfræði sé, hvaðan hún er sprottin, þrískiptingu hennar o.fl. Einnig er farið í rannsóknaraðferðir og viðtalstækni. Í vikunni eigið þið að leysa Moodlepróf 1 sem opnar 15. janúarog er opið til 22 janúar.

     

    Viðfangsefni og lesefni vikunnar: 

    Kynna sér námsáætlun og Moodle síðu áfangans vel. Lesa kaflann Hver er ég? Þjóðfræði í samtíma og sögulegu ljósi,  bls. 4-11 í Þjóðfræði hvað? (tengill efst á Moodlesíðu), lesa allt efnið sem er undir vikunni á Moodle og leysa Moodlepróf 1. 


    Activities: 13
  • Viðfangsefni vikunnar: Hefðir og siðir

     Þjóðfræði við Háskóla Íslands - Kannast þú við þetta? #þjóðfræði # þjóðfræðimoli | Facebook

    Lesefni vikunnar: Í þessari viku lærum við um hefðir og siði. Lesefni er kaflinn Ég og hefðirnar mínar í kennsluheftinu Þjóðfræði hvað? bls. 13-19 og greinarnar Hvað er hefð? og Endurvakning hefðarinnar, vefurinn Lifandi hefðir og þátturinn Hátíð í bæ.

    Verkefni vikunnar: 

    3.1. Verkefni úr Lifandi hefðir og Hátíð í bæ og 3.2. Verkefni úr lesefni: Ég og hefðirnar mínar í kennsluheftinu Þjóðfræði hvað? bls. 13-19, Greinarnar Hvað er hefð? og Endurvakning hefðarinnar og vefurinn Lifandi hefðir. Verkefnin opna kl. 8:00 mánudaginn 22. janúar og loka kl. 23:59 mánudaginn 29. janúar.


    Activities: 10
  •  

    Verkefni vikunnar: 

    Í þessari viku eigið þið að læra að gera útdrátt og gera útdrátt úr greininni Hvað er hefð? sem þið lásuð í síðustu viku. Útdrættinum á að skila í skilakassa 1.4. Skilakassi - útdráttur í síðasta lagi 5. febrúar.

    Einnig eigið þið að byrja að vinna að viðtalsverkefni, sjá 2.1. Viðtalsverkefni - leiðbeiningar. Upplýsingar um viðtöl, viðtalstækni, uppskrift viðtala o.s.frv. er undir vikunni 15.-21. janúar. Leiðbeiningar um þemagreiningu eru í þessari viku. Viðtalsverkefninu á að skila í síðasta lagi fimmtudaginn 26. febrúar.

    Að lokum er hér lesefnislisti fyrir gagnapróf sem verður 8. febrúar úr viðfangsefnum fyrstu viknanna, 15. janúar - 4. febrúar, þ.e. fræðigreinin þjóðfræði og hefðir og siðir. Prófið er gagnapróf svo þið megið hafa öll gögn tiltæk meðan þið takið prófið. Prófið er opið frá morgni til miðnættis, en eftir að þið hafið opnað prófið hafið þið 70 mínútur til að klára það.

    Activities: 7
  • Þjóðfræði við Háskóla Íslands - Í dag er hlaupársdagur og kjörið tækifæri  fyrir konur að biðja sér eiginmanns ⏳ Fylgist með Þjóðfræði við Háskóla  Íslands fyrir allskonar skemmtilegan fróðleik! #þjóðfræði #þjóðfræðimoli |  Facebook

    Viðfangsefni vikunnar: 

    Í þessari viku leysið þið gagnapróf úr efni undanfarandi vikna, þ.e. fræðigreinin þjóðfræði og hefðir og siðir. Lesefnislisti er undir síðustu viku og á síðunni Verkefnayfirlit. Ath. að prófið er gagnapróf svo þið megið hafa öll gögn tiltæk meðan þið takið prófið. Prófið er opið frá morgni til miðnættis 8. febrúar, en eftir að þið hafið opnað prófið hafið þið 70 mínútur til að klára það.

    Í þessari viku skoðið þið líka efni sem tengist fatamenningu (þjóðbúningurinn) og -tísku og vinnið tvö verkefni um það; 2.7. Moodleverkefni um þjóðbúninga og tísku og 3.2. Vinnuspurningar upp úr myndbandinu Spúútnik týpur. Verkefnin eru opin frá 5. - 12. febrúar.

    Gangi ykkur vel.


    Activities: 10
  • Þjóðfræði við Háskóla Íslands - Passið ykkur á blótinu! #þjóðfræði # þjóðfræðimoli | Facebook


    Viðfangsefni vikunnar: 

    1.  Nú er sjónum beint að sögnum og mismunandi formum þeirra. Kaflinn Ég og sögurnar mínar, bls. 34-44 í Þjóðfræði hvað?

    2. Við byrjum á að skoða munnlega hefð, sjá 1.1. Munnleg hefð - glærur og bls. 36-40 í Þjóðfræði hvað? og vinnum 1.2. Verkefni um munnlega hefð

    3. Einnig eru í þessari viku nánari skýringar á viðtalsverkefninu (2.1.-2.4.) sem þið eigið að vera byrjuð að vinna, sjá verkefnayfirlit. 

    4. Að lokum byrjum við að skoða þjóðsögur og hefjumst handa með því að lesa sögurnar um Vilfríði Völufegri og Mjallhvíti og vinnum verkefni 3.4. Spurningar um Vilfríði og Mjallhvíti.


     Start Stock Illustrations – 256,642 Start Stock Illustrations, Vectors &  Clipart - Dreamstime

    Activities: 10
  • Creative Essay Writing Structure
    Viðfangsefni vikunnar:

    1. Í þessari viku höldum við áfram að skoða þjóðsögur (Ég og sögurnar mínar, bls. 33-34 í Þjóðfræði hvað?) og beinum nú sjónum að kynjuðum sögnum, m.a. með því að skoða tvær mismunandi Búkollusögur.
    2. Einnig skoðum við mismunandi flokka sagna og rýnum nokkrar þjóðsögur um álfa.
    3. Að lokum skoðum við myndband um umskiptinga og lesum um álagabletti og álfasteina.
    4. Það eru tvö verkefni sem á að vinna í vikunni: 1.4. Verkefni úr Kynjaðar sagnir og Búkollusögum og 3.3. Verkefni - Álfasögur.

    Munið að skiladagur á viðtalsverkefni er á mánudaginn í næstu viku, 26. febrúar. Ítarlegar leiðbeiningar eru undir síðustu viku.

    Activities: 15
  •  

    Viðfangsefni vikunnar:

    Í þessari viku eru engin Moodleverkefni. Hins vegar eigið þið að lesa um flökkusögur og skoða nokkrar slíkar (1.1. til 1.5.). Einnig eigið þið að skila viðtalsverkefninu í þessari viku, 26. febrúar, í skilakassa 2.4., skoðið vel verkefnalýsinguna, leiðbeiningar fyrir skil og dæmi um hvernig niðurstöðu- og umfjöllunarkafli gæti litið út (2.1 - 2.3). Ath. það á ekki að skila uppskrifuðu viðtali.

    Í næstu viku er svo gagnapróf 2, 7. mars. Lesefnislisti er bæði hér í þessari viku (3.1.) og einnig ofarlega í Moodle undir Verkefnayfirlit.


    Activities: 10
  • 4 March - 10 March

    Þjóðfræði við Háskóla Íslands - Allt má nú reyna... #þjóðfræði # þjóðfræðimoli | Facebook Þjóðfræði við Háskóla Íslands - Gleðilegan mottumars! Hér höfum við  ástæðuna fyrir því að konur geta ekki tekið þátt. 👨🏻 #þjóðfræði  #mottumars Heimild: Jónas Jónasson frá Hrafnagili, Íslenzkir þjóðhættir  (1934) | Facebook Þjóðfræði við Háskóla Íslands - Þekkir þú einhvern sem fæddist með  skáldagemlur? #þjóðfræði #skáld Heimild: Jónas Jónasson, Íslenzkir  þjóðhættir (1934). | Facebook

    Viðfangsefni vikunnar:

    1. Gagnapróf 2: Prófið er opið frá kl. 8:00 - 23:59 fimmtudaginn. 7. mars. Eftir að þið opnið prófið hafið þið 70 mínútur til að svara því. Ath. að þetta er gagnapróf og öll gögn heimiluð. Prófið gildir 10%
    2. Sólhvörf - verkefnalýsing. Í þessum áfanga eigið þið að lesa skáldsöguna Sólhvörf eftir Emil Hjörvar Petersen og vinna úr henni 20% verkefni. Skilakassi fyrir verkefnið verður undir vikunni 22.-28. apríl.
    3. Lokaverkefni - verkefnalýsing. Í áfanganum eigið þið einnig að vinna heimildaverkefni sem gildir 15%. Verkefninu þurfið þið að skila áður en önninni lýkur. Skilakassi fyrir heimildaverkefnið verður undir vikunni 29. apríl-5. maí. Efni 3.1 - 3.7. eru upplýsingar um verkefnið og kennsluefni um gerð efnisgrinda, heimildaritgerða, tilvísana og heimildaskrár auk matskvarðans sem verður notaður til að meta ritgerðirnar.
    Activities: 10
  • 11 March - 17 March

    Þjóðfræði við Háskóla Íslands - Þekkir þú ástarbragð? #þjóðfræði # þjóðfræðimoli #þjóðtrú | Facebook  Þjóðfræði við Háskóla Íslands - Við mælum með því að fara heldur eftir  fyrirmælum Landlæknis og Almannavarna en að láta reyna á þessi gömlu  lækningaráð. 🩺🩸Heimild: Jónas Jónasson, Íslenzkir þjóðhættir (1934).  #þjóðfræði #

    Viðfangsefni vikunnar: Efnismenning

    Í þessari viku byrjum við að skoða efnismenningu. Þið lesið kaflann: Ég og efnisheimurinn, bls. 22-30 í kennslubókinni Þjóðfræði hvað? Aðaláhersla er lögð á þrjá þætti efnismenningar, líkama, fatnað og heimili. 

    Verkefni vikunnar:

    • Hugleiðing úr Lúsaskiptum
    • Alþýðubókin og hreinlæti

    Bæði verkefni opnast kl. 8:00 mánudaginn 11. mars og loka á miðnætti mánudaginn 18. mars.



    Activities: 6
  • 18 March - 24 March

    Þjóðfræði við Háskóla Íslands - Fermingarmoli #þjóðfræði #þjóðfræðimoli |  Facebook 

    Viðfangsefni vikunnar:

    Við höldum áfram að fjalla um efnismenningu, kaflinn Ég og efnisheimurinn, bls. 22-31 í Þjóðfræði hvað? Einnig á að lesa greinina Bernskuheimili mitt eftir Ólöfu frá Hlöðum, áhugavert er að bera lýsingu hennar saman við fasteignaauglýsingar nútímans.
    Við horfum við á nokkur myndbönd sem fjalla um efnismenningu og menningararf auk þess sem við höldum áfram með umfjöllun um líkamann og lesum greinina Kynfjötrar: Fólk, föt og pólitík og rannsóknina Hárleysi og mótun kyngervis.

    Verkefni:

    • 1.3. Verkefni um húsakost og aðstæður fyrr á tímum
    • 3.4. Moodleverkefni um efnismenningu

    Bæði verkefni opna kl. 8:00 mánudaginn 18. mars og loka á miðnætti þriðjudaginn 2. apríl. Ath. að verkefni þessarar viku eru opin í tvær vikur vegna páskafrís í næstu viku.

    Activities: 10
  • 25 March - 31 March

    Í þessari viku er páskafrí!

    Gleðilega páska

    Activities: 0
  • 1 April - 7 April

    Þjóðfræði við Háskóla Íslands - Þekkir þú einhvern sem syngur sult í bæinn?  #þjóðfræði #þjóðfræðimoli | Facebook 

    Viðfangsefni vikunnar:

    1. Táknfræði: Síðasta efnið sem er til prófs er um tákn og sviðsetningu, efni 1.1. til 1.5. Prófið verður svo fimmtudaginn 11. apríl. Tengill á lesefnislista er efni 1.6.

    2. Persónugreining: Efni um persónugreiningu (sem þið notið til að vinna B-hluta verkefnisins úr Sólhvörfum) er efni 2.1. og verkefni úr því 2.2. Skiladagur á verkefni 2.2. er 8. apríl.

    3. Sólhvörf: Í þessari viku er líka tengill 2.3. á verkefnalýsinguna fyrir verkefnið úr  Sólhvörfum. Skilakassinn verður undir vikunni 22. - 28. apríl.


    Activities: 9
  • 8 April - 14 April

    Þjóðfræði við Háskóla Íslands - Það er til mikið af þjóðtrú um hrafninn  enda mjög fallegur fugl, hér er dæmi um eina slíka #þjóðfræði #þjóðfræðimoli  | Facebook  Þjóðfræði við Háskóla Íslands - Einhverjir eru ef til vill búnir að sitja  of lengi í samkomubanninu og komnir með bakverk. Ýmis ráð eru til önnur en  þessi hefðbundnu en við getum

    Viðfangsefni vikunnar: 

    • Gagnaprófið 1.2. opnar kl. 8:00 fimmtudaginn 11. apríl og lokar kl. 23:59 þann dag. Eftir að þið opnið prófið hafið þið 70 mínútur til að leysa það. Öll gögn eru heimil. Lesefnislisti er efni 1.1. í þessari viku.
    • Þið vinnið áfram að verkefninu úr Sólhvörfum. Verkefnislýsing var í vikunni 4.-10. mars og á síðunni Verkefnayfirlit en er líka efni 2.1. í þessari viku. Skilakassinn er undir viku 22.-28. apríl og sú vika er líka opin svo þið getið skilað um leið og þið klárið verkefnið.
    • Í þessari og næstu vikum vinnið þið líka að lokaverkefninu ykkar. Verkefnalýsingin var undir viku 4.-10. mars og á síðunni Verkefnayfirlit en er líka efni 3.1. í þessari viku. Efni 3.2. til 3.6 eru sýnishorn af forsíðu, tengill á leiðbeiningasíðu Háskóla Íslands um APA-heimildaskráningakerfið, upplýsingar um gerð heimildaritgerða og um meðferð og skráningu heimilda ásamt matskvarðanum. Skilakassinn er undir viku 29. apríl-5. maí og sú vika er líka opin svo þið getið skilað hvenær sem ykkur hentar.
    Activities: 9
  • 15 April - 21 April

    Þjóðfræði við Háskóla Íslands - Gleðilega páska 🐥🌼 #þjóðfræði # þjóðfræðimoli | FacebookÞjóðfræði við Háskóla Íslands - Það getur haft afleiðingar að blístra í tíma og ótíma.

    Viðfangsefni vikunnar: 

    • Í þessari viku fáið þið áfram tíma og svigrúm til að vinna að heimildaritgerðinni (sjá leiðbeiningar undir síðustu viku og á síðunni Verkefnayfirlit). Skilakassi fyrir ritgerðina er undir vikunni 29. apríl - 5. maí.
    • Þið getið líka notað þessa viku til að vinna í verkefninu úr Sólhvörfum (leiðbeiningar líka undir síðustu viku og á síðunni Verkefnayfirlit). Skilakassi fyrir það verkefni er undir næstu viku 22. - 28. apríl.
    • Í vikunni á líka að vinna síðasta Moodleverkefni annarinnar. Það er úr þjóðfræðimolunum sem hafa birst í verkefnalýsingum hverrar viku. Lesið þjóðfræðimolana yfir, hafið e.t.v. áfangann opinn í öðrum flipa meðan þið leysið verkefnið, og svarið spurningunum. Verkefnið opnar kl. 8:00 mánudaginn 15. apríl og lokar á miðnætti mánudaginn 22. apríl.
    Activities: 1
  • 22 April - 28 April

     Þjóðfræði við Háskóla Íslands - Gleðilegt sumar 🌿🌿 #þjóðfræðimoli  #þjóðfræði | Facebook

    Þið eigið að skila verkefni úr Sólhvörfum í skilakassann sem er  í þessari viku. Skilakassinn er opinn til miðnættis sunnudaginn 28. apr


    Activities: 1
  • 29 April - 5 May

    Activities: 1