Section outline

  • Við viljum öll finna okkur tilgang og vera viðurkennd í samfélaginu, sem er mjög mikilvægt fyrir okkur öll. Stundum setur samfélagið stimpil á fólk vegna geðrænna vandamála, sem getur haft áhrif á sjálfsmynd viðkomandi og hvernig hann á samskipti við aðra. Þegar of mikil áhersla er lögð á greiningar getur það gert það að verkum að við sjáum ekki einstaklinginn í heild sinni né gefum fjölbreytileikanum vægi í huga okkar.

    Fjöldi geðgreininga hefur aukist og viðhorf til þess hvað þýðir að vera "eðlilegur" hefur breyst. Þetta hefur orðið til þess að meiri áhersla er lögð á geðraskanir frekar en heilbrigði og vellíðan. Þetta er það sem Héðinn Unnsteinsson sem við höfum kynnst í þessum áfanga hefur bent á skrifum sínum síðustu ár. 

    Að skilja geðheilsu er flókið og allir eru á mismunandi stað á geðheilsurófinu. Breytingar í samfélaginu, eins og tækniþróun og breyttar fjölskyldugerðir, hafa einnig áhrif á geðheilbrigði. Þess vegna er mikilvægt að eiga góð tengsl og stuðningi frá samfélaginu til að bæta lífsgæði og draga úr einangrun og jaðarsetningu.

    Við ættum að hugsa um mikilvægi mannlegrar tilveru, gildi hvers og eins í samfélaginu og hvernig viðhorf til geðheilbrigðis og meðferðar við geðröskunum mun þróast. Það er mjög mikilvægt að halda áfram að tala opinskátt um þessi efni, leggja áherslu á fjölbreytni, samhygð og stuðning frá samfélaginu, til að byggja upp heilbrigðara og samþættara samfélag.

    Í þessari viku höldum við áfram að kynnast fólkinu á bak við geðrænu áskoranirnar og geðsjúkómana sem við erum með til umfjöllunar í þessum áfanga. 

    • Verkefni vikunnar eru þrjú (vikan gildir 6,833%)

      1. Umræða 6 - 0,833 %
      2. Vikuleg dagbók 1 %
      3. Skilaverkefni 4- "Dagur í lífi" 5 %

    • Sjá nánar verkefnalýsingu hér fyrir neðan. 



    • Kennsluefni vikunnar

    • Unnur Hrefna Jóhannsdóttir sögu sína. Hún greindist með geðhvörf og flogaveiki á árum áður en hefur alla tíð haft trú á styrkleikum sínum og lífskrafti.

    • Alda Lilja Hrannardóttir er einstakur listamaður sem fann fjölina sína í Amsterdam. Þar nýtir hán eigin reynslu af geðröskunum í list sinni.

    • Verkefni vikunnar

    • Forfalder søndag den 3. marts 2024, 23:55
    • Åbnet: mandag den 26. februar 2024, 08:00
    • Åbnet: mandag den 26. februar 2024, 08:00