Section outline

  • Við byrjum þessa fyrstu viku rólega og þið skoðið kennsluáætlun áfangans vel ásamt því að við förum að skoða geðheilsu og geðheilbrigði. Í áfanganum þegar við förum að kafa dýpra og skoða efnið betur munum við rekast á allskonar orðanotkun. 

    Geðrænn vandi = Veikindi sem hafa áhrif á heilann og snúast um tilfinningar okkar, hvernig við hugsum og hegðum okkur. Það eru til mörg orð yfir slík veikindi og mismunandi hvaða fólk velur að nota. Algengt er að nota jöfnum höndum þessi orð: Geðsjúkdómar, geðraskanir, geðrænar áskoranir, andleg veikindi, geðræn veikindi og fl.

    Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin (WHO) skilgreinir í fyrsta lagi almennt heilbrigði það að að búa við almenna vellíðan á þremur sviðum: líkamlega, andlega og félagslega og það að vera laus við sjúkdóma eða hrumleika. Þegar kemur að geðheilbrigði tekur WHO fram að margskonar félagslegir, geðrænir og líffræðilegir þættir hafi áhrif á geðheilsu fólks. Evrópsku hagsmunasamtökin um geðheilsu, Mental Health Europe (MHE) telja svo að ekki sé hægt að finna eina algilda skilgreiningu á geðheilbrigði heldur sé hún á rófi. Þannig vísa þau til þeirra menningarlegu, fræðilegu og félagslegu þætti sem þurfi að hafa í huga. 

    Viðfangsefni vikunnar er að kynnast og skoða skilgreiningar um geðheilsu (sjá kennsluefni vikunnar) ásamt því að gera tvö verkefni. 

    Verkefni vikunnar eru tvö (skil fyrir kl. 23.55/sunnudagskvöldið 28.janúar nk. )

    1. Umræða 1 - kynning 0,833%
    2. Vikuleg dagbók 1 %

    TW: viðfangsefni okkar í þessum áfanga og sjálfsskoðunin sem þið gerið getur kallað fram allskonar tilfinningar. Það er því mikilvægt að þið séuð meðvituð um það og verðið í góðu sambandi við kennara ef eitthvað óþægilegt eða tilfinningalega erfitt kemur upp. Það er ekki óeðlilegt að tilfinningalífið okkar og líðan verði úfin þegar við heyrum reynslusögur og öflum okkur þekkingar um eitthvað sem við getum svo auðveldlega mátað okkur við, eða þá sem standa okkur næst. Verið blíð við ykkur sjálf! og munið að tilfinningar og líðan er það sem gerist hér og nú en er ekki alltaf og alls staðar eins.