Umræða vika 14 - " Eigin hugleiðingar" (0,833%)

Vika 13 eigin hugleiðingar

Vika 13 eigin hugleiðingar

Napisane przez: Ingunn Þórólfsdóttir ()
Liczba odpowiedzi: 0

Viðtalið við Héðinn var áhugavert og ýmislegt sem stóð upp úr en þess vegna valdi ég þá grein. Mér fannst afar áhugavert að lesa um aðgerðir sem gerðar voru á geðsjúku fólki og voru veitt Nóbelsverðlaun fyrir. Þetta er svo skýrt dæmi um hvernig sýn okkar á þetta allt breytist, sem betur fer. Einna helst vil ég minnast á það sem hann segir um nauðunga vistanir þar sem tekið er fram í lögum að maður verði ekki vistaður gegn vilja sínum á sjúkrahúsi, en svo stendur - nema hann sé með geðsjúkdóm. Af hverju í ósköpunum er þetta orð tekið út fyrir á þennan hátt í stað þess að nota eins og Héðinn bendir á frekar orðið ”hættulegur”? Þá er eiginlega ótrúlegt að þetta fái að standa þarna ennþá því fordómarnir eru svo sýnilegir og miklir og ekki möguleiki að líta frammhjá þeim í þessari setningu. Heilt yfir var svo margt í greininni athyglisvert og er þessi grein ein af svo mörgum sem eru skýr merki um að samfélagið okkar er að breytast og hefur ekki með þolinæði fyrir fordómum! Við erum á réttri leið þó svo stundum vildi ég óska þess að við gætum hraðspólað yfir sumt... En góðir hlutir gerast hægt segir einhverstaðar...

https://gedhjalp.is/vandinn-byr-ekki-bara-innra-med-folki/

 

206 słów