Umræða vika 14 - " Eigin hugleiðingar" (0,833%)

Vika 13

Vika 13

by Marý Heiðdal Karlsdóttir -
Number of replies: 2

Það eru mjög vinsælir þættir á Netflix um mann sem fær eltihrelli og gjörbreytir lífinu hans. Það er Margrét afbrotafræðingur sem talar um í fréttinni að 10% íslenskra kvenna og 5% íslenskra karla sem hafa lent í eltihrelli hér á landi. Nú hef ég ekki klárað þættina en er að horfa á þá eins og er og ég get ekki ímyndað mér hvernig er að upplifa þetta og hvað þá hér á íslandi. Hún segir að það er mikið í þáttunum sem passar við afbrotaskýrslur og fræðum hérna á íslandi bæði hvað gerendur eru að gera og hvernig þolendur eru að upplifa ástandið. Maður heyrir alls ekki oft um svona mál hérna á landinu svo það er alveg erfitt að ímynda sér einhvern sem maður þekkir í svona aðstæðum. Áfallið sem þetta hefur á líkama og sál og hvað það hlítur að vera erfitt að jafna sig eftir svona og byggja upp traust aftur. Ég get vel ímyndað mér að þetta geti skapað félagsfælni og kvíðarasakanir hjá þolanda og áfallastreituröskun og mörgu öðru ef það er ekki unnið rétt úr áfallinu.

Hafi þið heyrt um einhver svona mál á íslandi ?

Hafiði horft á þættina?


https://www.visir.is/g/20242563693d/thaettirnir-rimi-vid-margt-i-raunveruleikanum

196 words

In reply to Marý Heiðdal Karlsdóttir

Svar: Vika 13

by Ásta Björk Arnardóttir -
Ég hef ekki heyrt um neinn sen lenti á eltihrelli en ég horið á ofsóknir á sínum tíma það var átakanlegt að heyra hennar sögu. Og aftur nei ég er ekki búin að horfa á þessa þætti, ég er ekki með netflix. Þetta er svo áhugavert að þetta skuli vera til.

51 words

In reply to Marý Heiðdal Karlsdóttir

Re: Vika 13

by Ingunn Þórólfsdóttir -
Síðustu ár hefur maður einmitt heyrt um svona mál hér á Íslandi. Þetta er svo fjarri manni samt ef maður hefur ekki þessa reynslu held ég. 
Það er gott að þessi umræða er að komast svona vel í gang því þetta er tegund ofbeldis sem hefur verið tabú og þolendur þurft að burðast með of lengi.

56 words