Umræða vika 13 - Íslensk ungmenni óhamingjusamari en eldri kynslóðir" (0,833%)

Íslensk ungmenni

Íslensk ungmenni

Höfundur Ingunn Þórólfsdóttir -
Number of replies: 1

Þetta er áhugaverð umræða sem kemur samt ekki á óvart þvi kröfurnar á ungt fólk í dag eru þannig að það er nánast ógerlegt að standast þær og það eiginlega bara fyrir útvalda. Hamingjan virðist vera mikið fólgin í peningum, útliti og félagslegu samþykki. Það er ekki allra að hafa aðgang að peningum og ekki allra að breyta útliti og engin öruggur með að vera samfélagslega samþykktur. Svo þessi innri hamingja sem sprettur af því að vera sáttur og njóta líðandi stundar er á afturhaldi.  

Ég hef verið að sjá stutt myndbönd sem einmitt sýna það hvernig fólk rembist við að komast á ákveðin stað til þess eins að ná að taka upp myndband af sér í raun óraunverulegri atburðarás sem fegrar ferðina þangað og skilur áhorfanda eftir með glansmynd af viðkomandi sem á sér ekki endilega stoð í raunveruleikanum. En svona er þetta sett upp svo áhorfandi heillist af lífi þess sem er á bak við myndavélina og til þess að fá ´´like´´ og þannig öðlast þetta félagslega samþykki.  

Ef hamingjan er byggð á því að áhorfendur að lífi manns samþykki mann eða a maður eigi peninga til að kaupa hamingjuna þá er það alls ekki allra að upplifa hamingjuna. 

Spurning er hvort unga fólkið okkar í dag myndi vilja breyta þessum kröfum og búa þannig til nýjan hamingjustandard eða hvort þessu verður seint eða aldrei breytt? 

  

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 


228 orð

In reply to Ingunn Þórólfsdóttir

Svar: Íslensk ungmenni

Höfundur Ásta Björk Arnardóttir -
Mér finnst svo skrítið að það þurfa allir að vera með bunkann af seðlum til að komast í náðina hjá vinunum það að vera að bíða eftir „like“ alla tíð og þurfa að hafa mörg like að það sé það sem fólk er að sækjast eftir er ekki gott það þarf að sjá að manneskjurnar eru ekki allar byggðar til að vera eins og allaf að gera það sama. Það á að vera fjölbreytileiki.

74 orð