Umræða vika 13 - Íslensk ungmenni óhamingjusamari en eldri kynslóðir" (0,833%)

Íslensk ungmenni

Íslensk ungmenni

بواسطة - Marý Heiðdal Karlsdóttir
عدد الردود: 1

Það kemur mér ekkert á óvart að við séum ofarlega á hamingjulistanum og hvað þá að Finnland sé í fyrsta sæti. En það sem kemur mér smá á óvart er að ungmenni eru með minnstu hamingjuna og eru að upplifa einmannaleika og félagslega útilokun. Þetta eru krakkar á aldrinum 18 til 25 ára og þegar ég var á þessum aldri var ég umvafin vinum og alltaf eitthvað partý eða hittingar. Ég hef hins vegar marg oft heyrt að um leið og maður eignast börn og þá sérstaklega í kringum 30 ára þá upplifa mæður mikla innilokun og einmannaleika því allir eru bara að sinna sínum fjölskyldum og vantar alveg vini og vinkonur til að hitta og fá smá pásu frá heimilinu. Maður sér endalausa pósta frá þreyttum mæðrum á Mæðra tips á facebook að þeim vanti vinkonur og séu rosalega að festast heima hjá sér með börnin og komast ekkert út. Ég sjálf upplifði þetta eftir fyrsta barnið mitt. Ég var einhvernvegin eina í mínum vinahóp orðin mamma og allir á djamminu allar helgar en ég heima með barnið og fékk aldrei boð lengur því allir héldu að maður væri upptekinn.

En aftur á móti er kvíði og félagsfælni að greinast hjá þessum aldri og margir kannski í erfileikum að koma sér út og finna sér vini og eitthvað að gera og hanga í staðin heima. Fólk þarf líka að leitast eftir félagsskapnum, finna áhugamál og tengjast fólki þannig. Einmannaleikinn fer ekki bara allt í einu heldur þarf að vinna í málinu.



252 كلمات

رداً على Marý Heiðdal Karlsdóttir

Re: Íslensk ungmenni

بواسطة - Ingunn Þórólfsdóttir
Ég get samsvarað mér með einmannaleika að nokkru leitið því ég er alls ekki í sömu stöðu og mínar vinkonur því ég er enn í uppeldishlutverki með 12 ára gamlan peyja á meðan þær eru löngu komnar út úr þeim hluverkum, enda allar erum við um sextugt. Svo ég er ekki að ná að gera það sama og þær eða gefa mér þann tíma fyrir sjálfa mig eins og þær geta og gera.

73 كلمات