Umræða vika 9 - Geðorð þrjú (0,833%)

geðorð 3

geðorð 3

Höfundur Marý Heiðdal Karlsdóttir -
Number of replies: 0
 Geðorð 3 - Haltu áfram að læra svo lengi sem þú lifir


Ég passa að læra alltaf eitthvað nýtt reglulega og sérstaklega þegar eg hef mikinn dauðan tíma. Eins og i fyrsta fæðingarorlofinu mínu ákvað ég að byrja að sauma krosssaum aftur en það kenndi amma met þegar ég var lítil og hef alltaf elskað það. Í seinna orlofinu mínu ákvað ég að læra að hekla svo ég væri ekki bara að hanga og horfa á sjónvarpið.  Mer finnst mikilvægt að leggja góðan tíma i að læra eitthvað nýtt i staðin fyrir að sitja bara i símanum og gera ekkert sérstakt. Ég tel það gott fyrir alla að læra eitthvað nýtt reglulega og sérstaklega þar sem heimurinn breytist hratt og það eru stanslausri nýjungar i kringum okkur.

Þetta þarf ekki alltaf að vera eitthvað flókið. Ég til dæmis horfði á heimildamynd um daginn um fíla því ég hef alltaf elskað fíla og vildi læra meira um þá.  Þetta snýst um að læra eitthvað litið reglulega og halda heilanum skörpum.