Umræða vika 9 - Geðorð þrjú (0,833%)

Vika 9 umræða Geðorð þrjú

Vika 9 umræða Geðorð þrjú

بواسطة - Ingunn Þórólfsdóttir
عدد الردود: 2

Geðorð 3 

Haltu áfram að læra svo lengi sem lifir. 

Við erum allt lífið í skóla lífsins og erum flest ef ekki öll að takast á við verkefni sem kenna okkur ýmislegt og skilja eftir sig reynslu og þekkingu sem getur nýst fleirum en bara okkur sjálfum í lífinu. Þannig hef ég upplifað allskyns tímabil í mínu lífi þar sem ég hef farið í gegnum margskonar verkefni sem lífið hefur fram að færa og er þakklát fyrir það sem ávannst þó svo það hafi tekið á að komast þangað. Svo lífið sjálft kennir manni mikið. En við hér á Íslandi búum mjög vel þegar kemur að tækifærum til náms. Flest ef ekki öll höfum við einhverjar hindranir að komast yfir en hér á landi eru aðgangur að tækifærum til menntunar góður. Hér er fólki á besta aldri teki fagnandi þegar það ákveður að stíga út fyrir þægindaramman og skrá sig í nám. Eins eru tæki og tól mun aðgengilegri ef um námsvanda ræðir og skömmin sem áður fylgdi því að glíma við námserfiðleika er á undanhaldi og ég sé fyrir mér að gæti jafnvel horfið með öllu ef við höldum áfram á góðri braut. Ekki ganga allir menntaveginn eða þennan hefðbundna allavega... Sumir geta ekki eða vilja ekki fara í bóklegt nám og velja því verklegt nám þar sem bók varla kemur við sögu. Sem betur fer sjáum við verðleika þeirra sem fara ekki hinn hefbundna veg og geta þess vegna allir nýtt sér styrkleika sína þó svo þeir fara óhefbundnar leiðir. VIð eigum enn þó nokkuð langt í land samt sem áður en erum a mínu mati samt á góðri leið.  

 


رداً على Ingunn Þórólfsdóttir

Svar: Vika 9 umræða Geðorð þrjú

بواسطة - Ásta Björk Arnardóttir
Sæl það er rétt að allir geti lært ég er með lesblindu, og hélt að ég gæti ekki lært bóklegt nám. En hvað skeði ég er kominn í félagsliða. En ég var búin að sætta mig við að ég gæti ekki lært bóklegt vegna lesblindu. Það er hægt að gera svo margt hljóðbækur og talgreflar sem geta lesið fyrir þig, það er frábært að geta lært og finna að það er svo gaman.
رداً على Ingunn Þórólfsdóttir

Re: Vika 9 umræða Geðorð þrjú

بواسطة - Marý Heiðdal Karlsdóttir

Ég er svo sammála og mer finnst lika mikilvægt að þeir sem treysta sér ekki i bóklegt nám hafi valmöguleikann á verklegu og aðstoð við þá áfanga sem eru bóklegir. Það eru ekki allir eins og námið þarf að virða það